Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Jón Þór Stefánsson skrifar 8. apríl 2025 16:05 Svona voru verksummerki eftir tilraunina í desember. Vísir/Kristín Tilraun varð gerð til að sprengja upp hraðbanka við útibú Landsbankans við Fjarðargötu í Hafnarfirði aðfaranótt laugardags. Í lok síðasta árs var gerð tilraun til að stela úr sama hraðbanka. Helgi Gunnarsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi tekist hjá þeim sem voru að verki að hafa nein verðmæti með sér á brott. Þeir hafi þó unnið nokkuð tjón á bankanum. „Það var sprengiefni sett þarna inn í og það átti greinilega að reyna að sprengja hann upp. Það var þrætt út fyrir dyrnar og sprengt,“ segir Helgi. Þeir sem fóru inn í bankann munu hafa verið með hulið andlit. Enginn hefur verið handtekin vegna málsins. Lögreglan bíður þess nú að fá aðgang að myndefni úr öryggismyndavélum í bankanum og í kring. Helgi segir að fólk sem hafi mögulega orðið vart við grunsamlegar mannaferðir eða eigi myndefni frá vettvangi megi endilega hafa samband við lögregluna. Ekki í fyrsta skipti Líkt og áður segir hefur áður verið gerð tilraun til að stela úr þessum sama hraðbanka í desember. Greint var frá því að sú atburðarrás hefði náðst skýrt á öryggismyndavél. Þá hafi maður með hulið andlit bakkað stolnum jeppa í gegnum glervegg útibúsins, klöngrast gegnum brotið glerið með keðju og fest hana við einn hraðbankann og jeppann. Síðan mun maðurinn hafa ekið á stað, í þeim tilgangi að hafa hraðbankann með sér á brott, en bankinn sat eftir pikkfastur. Maðurinn virðist hafa áttað sig á því að tilraunin mistókst og því farið af vettvangi. Hluti af skipulagðri glæpastarfsemi Helgi segir við fréttastofu að atvikið á föstudag sé ekki það fyrsta þar sem reynt sé að sprengja upp hraðbanka. „Þetta er bara orðinn einn hluti af þessari skipulögðu glæpastarfsemi,“ segir Helgi. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Hafnarfjörður Landsbankinn Tengdar fréttir Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur enn ekki haft hendur í hári manns sem reyndi að hafa hraðbanka með sér á brott úr útibúi Landsbankans í Hafnarfirði aðfaranótt föstudags. Ekki hefur verið lýst eftir manninum. 29. desember 2024 13:13 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira
Helgi Gunnarsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi tekist hjá þeim sem voru að verki að hafa nein verðmæti með sér á brott. Þeir hafi þó unnið nokkuð tjón á bankanum. „Það var sprengiefni sett þarna inn í og það átti greinilega að reyna að sprengja hann upp. Það var þrætt út fyrir dyrnar og sprengt,“ segir Helgi. Þeir sem fóru inn í bankann munu hafa verið með hulið andlit. Enginn hefur verið handtekin vegna málsins. Lögreglan bíður þess nú að fá aðgang að myndefni úr öryggismyndavélum í bankanum og í kring. Helgi segir að fólk sem hafi mögulega orðið vart við grunsamlegar mannaferðir eða eigi myndefni frá vettvangi megi endilega hafa samband við lögregluna. Ekki í fyrsta skipti Líkt og áður segir hefur áður verið gerð tilraun til að stela úr þessum sama hraðbanka í desember. Greint var frá því að sú atburðarrás hefði náðst skýrt á öryggismyndavél. Þá hafi maður með hulið andlit bakkað stolnum jeppa í gegnum glervegg útibúsins, klöngrast gegnum brotið glerið með keðju og fest hana við einn hraðbankann og jeppann. Síðan mun maðurinn hafa ekið á stað, í þeim tilgangi að hafa hraðbankann með sér á brott, en bankinn sat eftir pikkfastur. Maðurinn virðist hafa áttað sig á því að tilraunin mistókst og því farið af vettvangi. Hluti af skipulagðri glæpastarfsemi Helgi segir við fréttastofu að atvikið á föstudag sé ekki það fyrsta þar sem reynt sé að sprengja upp hraðbanka. „Þetta er bara orðinn einn hluti af þessari skipulögðu glæpastarfsemi,“ segir Helgi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Hafnarfjörður Landsbankinn Tengdar fréttir Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur enn ekki haft hendur í hári manns sem reyndi að hafa hraðbanka með sér á brott úr útibúi Landsbankans í Hafnarfirði aðfaranótt föstudags. Ekki hefur verið lýst eftir manninum. 29. desember 2024 13:13 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira
Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur enn ekki haft hendur í hári manns sem reyndi að hafa hraðbanka með sér á brott úr útibúi Landsbankans í Hafnarfirði aðfaranótt föstudags. Ekki hefur verið lýst eftir manninum. 29. desember 2024 13:13