Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2025 12:01 Antonio Rüdiger fagnar öðru marka Real Madrid í úrslitaleiknum. Hann var svo kominn af velli þegar Barcelona tryggði sér 3-2 sigur í framlengingunni og trylltist á hliðarlínunni. Getty/Burak Akbulut Antonio Rüdiger, miðvörður Real Madrid, á væntanlega yfir höfði sér langt bann eftir hegðun sína í tapinu gegn Barcelona í bikarúrslitaleiknum á Spáni um helgina. Kallað er eftir því að hann verði einnig tekinn út úr þýska landsliðinu. Rüdiger missti gjörsamlega stjórn á skapi sínu og kastaði klaka af hliðarlínunni í átt að dómaranum, í framlengingu í úrslitaleiknum á laugardaginn. Honum hafði verið skipt af velli en alls fengu þrír leikmenn Real að líta rauða spjaldið vegna hegðunar sinnar. Verst lét þó Rüdiger og þurfti hóp manna til að hemja hann og koma í veg fyrir að hann gengi enn lengra í æðiskasti sínu, eftir að hafa fengið rauða spjaldið fyrir að kasta klakanum. No creo que a Rudiger le caiga más de un partido porque se ve claramente que está disputando el balón. pic.twitter.com/QnQqU8p5R4— Manuel García (@Candeliano) April 27, 2025 Rüdiger hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en á engu að síður yfir höfði sér fjögurra til tólf leikja bann. Dietmar Hamann, fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands, er á meðal þeirra sem vilja að Rüdiger fari líka í bann hjá þýska landsliðinu. „Mér finnst að DFB [þýska knattspyrnusambandið] ætti að setja hann í bann. Ég myndi ekki bjóða honum í úrslitaleikina í Þjóðadeildinni,“ sagði Hamann en Þýskaland er á meðal þeirra fjögurra þjóða sem spila um sigur í Þjóðadeildinni í júní. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom) Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að Rüdiger þykir fara yfir strikið með hegðun sinni og Hamann vill að það hafi afleiðingar hjá þýskum landsliðsmönnum. „Julian Nagelsmann [landsliðsþjálfari Þýskalands] þreytist ekki á að tala um hve mikilvægt sé að menn axli ábyrgð og fari eftir gildunum,“ sagði Hamann. Thorsten Kinhöfer, fyrrverandi FIFA-dómari, vill einnig að málið hafi afleiðingar. „Hegðun Rüdigers var til skammar. Landsliðsþjálfarinn verður að velta því fyrir sér hvort að svona maður eigi að vera fulltrúi þjóðar okkar,“ sagði Kinhöfer við Bild. Rudi Völler, yfirmaður íþróttamála hjá þýska sambandinu, segir hins vegar að Rüdiger verði ekki settur í bann frá landsliðinu. Hann verði þó að gera betur. „Toni er frábær leikmaður en sem landsliðsmaður þá þarf hann líka að sýna ákveðinn klassa í sinni hegðun. Hann vill réttilega að sér sé sýnd virðing en verður líka sjálfur að sýna öðrum virðingu, undantekningalaust,“ sagði Völler. Rüdiger verður að breyta sinni hegðun og veit það líklega best sjálfur núna. „Toni hafði samband við Julian og mig í gær og við ræddum lengi um stöðuna,“ sagði Völler. Spænski boltinn Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Sjá meira
Rüdiger missti gjörsamlega stjórn á skapi sínu og kastaði klaka af hliðarlínunni í átt að dómaranum, í framlengingu í úrslitaleiknum á laugardaginn. Honum hafði verið skipt af velli en alls fengu þrír leikmenn Real að líta rauða spjaldið vegna hegðunar sinnar. Verst lét þó Rüdiger og þurfti hóp manna til að hemja hann og koma í veg fyrir að hann gengi enn lengra í æðiskasti sínu, eftir að hafa fengið rauða spjaldið fyrir að kasta klakanum. No creo que a Rudiger le caiga más de un partido porque se ve claramente que está disputando el balón. pic.twitter.com/QnQqU8p5R4— Manuel García (@Candeliano) April 27, 2025 Rüdiger hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en á engu að síður yfir höfði sér fjögurra til tólf leikja bann. Dietmar Hamann, fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands, er á meðal þeirra sem vilja að Rüdiger fari líka í bann hjá þýska landsliðinu. „Mér finnst að DFB [þýska knattspyrnusambandið] ætti að setja hann í bann. Ég myndi ekki bjóða honum í úrslitaleikina í Þjóðadeildinni,“ sagði Hamann en Þýskaland er á meðal þeirra fjögurra þjóða sem spila um sigur í Þjóðadeildinni í júní. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom) Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að Rüdiger þykir fara yfir strikið með hegðun sinni og Hamann vill að það hafi afleiðingar hjá þýskum landsliðsmönnum. „Julian Nagelsmann [landsliðsþjálfari Þýskalands] þreytist ekki á að tala um hve mikilvægt sé að menn axli ábyrgð og fari eftir gildunum,“ sagði Hamann. Thorsten Kinhöfer, fyrrverandi FIFA-dómari, vill einnig að málið hafi afleiðingar. „Hegðun Rüdigers var til skammar. Landsliðsþjálfarinn verður að velta því fyrir sér hvort að svona maður eigi að vera fulltrúi þjóðar okkar,“ sagði Kinhöfer við Bild. Rudi Völler, yfirmaður íþróttamála hjá þýska sambandinu, segir hins vegar að Rüdiger verði ekki settur í bann frá landsliðinu. Hann verði þó að gera betur. „Toni er frábær leikmaður en sem landsliðsmaður þá þarf hann líka að sýna ákveðinn klassa í sinni hegðun. Hann vill réttilega að sér sé sýnd virðing en verður líka sjálfur að sýna öðrum virðingu, undantekningalaust,“ sagði Völler. Rüdiger verður að breyta sinni hegðun og veit það líklega best sjálfur núna. „Toni hafði samband við Julian og mig í gær og við ræddum lengi um stöðuna,“ sagði Völler.
Spænski boltinn Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Sjá meira