Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. apríl 2025 19:00 Matthías Matthíasson, yfirmaður geðheilsuteymis fangelsa hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Lýður Að hafa hælisleitendur sem vísa á úr landi í einangrun í fangelsum er versta úrræðið sem hægt er að beita þá. Þetta segir teymisstjóri geðheilsuteymis fanga sem segir andlega heilsu fólksins afar slæma. Teymið sé vanfjármagnað og þurfi meiri mannskap. Afstaða félag fanga á Íslandi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fullyrt var að hælisleitendur sem bíði brottvísunar dvelji við óviðunandi aðstæður vikum saman í fangageymslum lögreglu. Þeir væru oft einangraðir án reglubundinnar útivistar og í sumum tilvikum handjárnaðir við svokallað "belti" þegar þeir fá takmarkaða útivist. Matthías Matthíasson yfirmaður geðheilsuteymis fangelsa hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir um að ræða úrræði sem enginn vilji beita. Spyr sig hvers vegna þetta sé svona „Engu að síður erum við í þessari stöðu og það þarf að hugsa, af hverju er þetta svona? Hvað brotnar í þessu ferli, hvað veldur því að ekki er sett upp einhver aðstaða þar sem fólk getur dvalið áður en því er vísað úr landi, og þetta auðvitað kristallast líka í umræðunni um það hvort það eigi yfirhöfuð að vísa fólki úr landi en þetta er allavega versta úrræðið sem hægt er að nota fyrir einstakling sem fær ekki landvistarleyfi, að setja fólk í fangelsi áður en brottvísun á sér stað.“ Líðan hælisleitenda sem bíði brottflutningar í einangrun sé með þeirri verstu í fangelsum landsins. „Það eru meiri yfirlýsingar um sjálfsvígshugsanir, um sjálfsskaða og jafnvel fólk gerir tilraunir til sjálfsskaða. Fólk er miklu brotnara og það er ótrúlega erfitt oft að hitta einstakling sem á að fara að vísa úr landi nóttina eftir eða tveim dögum seinna eða eitthvað slíkt því viðkomandi veit ekkert hvað tekur við og líður einstaklega illa.“ Teymið vanfjármagnað Geðheilsuteymið sé vanfjármagnað, með einungis fimm starfsmenn sem þyrftu að sögn Matthíasar að vera tíu. „Við höfum ekki efni á útkalli, við höfum ekki efni á yfirvinnu, við höfum ekki efni á bakvöktum, við höfum ekki efni á því að ráða viðbótahjúkrunarfræðingi, við erum með einn hjúkrunarfræðing, það er mikið um lyfjamál og lyfjagjöf þannig við erum alveg í standandi vandræðum gagnvart þessum málum.“ Fangelsismál Félagsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna öryggisvistanna verði tvöfalt hærri á árinu en gert hafði verið ráð fyrir. Stórauka á framlög til málaflokksins á næstu árum og bæta lagaramma. Dómsmálaráðherra ætlar að legga fram frumvarp í haust um öryggisráðstafanir fyrir sérstaklega hættulega einstaklinga eftir fangelsisvist þeirra 25. apríl 2025 15:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
Afstaða félag fanga á Íslandi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fullyrt var að hælisleitendur sem bíði brottvísunar dvelji við óviðunandi aðstæður vikum saman í fangageymslum lögreglu. Þeir væru oft einangraðir án reglubundinnar útivistar og í sumum tilvikum handjárnaðir við svokallað "belti" þegar þeir fá takmarkaða útivist. Matthías Matthíasson yfirmaður geðheilsuteymis fangelsa hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir um að ræða úrræði sem enginn vilji beita. Spyr sig hvers vegna þetta sé svona „Engu að síður erum við í þessari stöðu og það þarf að hugsa, af hverju er þetta svona? Hvað brotnar í þessu ferli, hvað veldur því að ekki er sett upp einhver aðstaða þar sem fólk getur dvalið áður en því er vísað úr landi, og þetta auðvitað kristallast líka í umræðunni um það hvort það eigi yfirhöfuð að vísa fólki úr landi en þetta er allavega versta úrræðið sem hægt er að nota fyrir einstakling sem fær ekki landvistarleyfi, að setja fólk í fangelsi áður en brottvísun á sér stað.“ Líðan hælisleitenda sem bíði brottflutningar í einangrun sé með þeirri verstu í fangelsum landsins. „Það eru meiri yfirlýsingar um sjálfsvígshugsanir, um sjálfsskaða og jafnvel fólk gerir tilraunir til sjálfsskaða. Fólk er miklu brotnara og það er ótrúlega erfitt oft að hitta einstakling sem á að fara að vísa úr landi nóttina eftir eða tveim dögum seinna eða eitthvað slíkt því viðkomandi veit ekkert hvað tekur við og líður einstaklega illa.“ Teymið vanfjármagnað Geðheilsuteymið sé vanfjármagnað, með einungis fimm starfsmenn sem þyrftu að sögn Matthíasar að vera tíu. „Við höfum ekki efni á útkalli, við höfum ekki efni á yfirvinnu, við höfum ekki efni á bakvöktum, við höfum ekki efni á því að ráða viðbótahjúkrunarfræðingi, við erum með einn hjúkrunarfræðing, það er mikið um lyfjamál og lyfjagjöf þannig við erum alveg í standandi vandræðum gagnvart þessum málum.“
Fangelsismál Félagsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna öryggisvistanna verði tvöfalt hærri á árinu en gert hafði verið ráð fyrir. Stórauka á framlög til málaflokksins á næstu árum og bæta lagaramma. Dómsmálaráðherra ætlar að legga fram frumvarp í haust um öryggisráðstafanir fyrir sérstaklega hættulega einstaklinga eftir fangelsisvist þeirra 25. apríl 2025 15:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna öryggisvistanna verði tvöfalt hærri á árinu en gert hafði verið ráð fyrir. Stórauka á framlög til málaflokksins á næstu árum og bæta lagaramma. Dómsmálaráðherra ætlar að legga fram frumvarp í haust um öryggisráðstafanir fyrir sérstaklega hættulega einstaklinga eftir fangelsisvist þeirra 25. apríl 2025 15:00