Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Kristján Már Unnarsson skrifar 27. apríl 2025 07:00 Tryggvi Helgason, stofnandi Norðurflugs, við aðra af Beechcraft-vélum félagsins. Minjasafnið á Akureyri/Flugsafn Íslands Með stofnun Norðurflugs á Akureyri varð Tryggvi Helgason brautryðjandi í rekstri landshlutaflugfélaga á Íslandi. Flugfélagið Norlandair og áður Flugfélag Norðurlands eru bæði sprottin af Norðurflugi. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 um Akureyrarflugvöll segja fyrrum flugmenn Norðurflugs frá Tryggva og flugrekstri hans. Fyrir sunnan sáu sumir þetta brambolt Norðlendinga þó vart sem alvöru flugrekstur. Einn flugmanna hans minnist þess að hafa verið synjað um aðild að lífeyrissjóði atvinnuflugmanna með þeim orðum að hann ynni ekki hjá alvöruflugfélagi. Hér má sjá sjö mínútna kafla úr þættinum: Þegar Akureyrarflugvöllur var opnaður árið 1954 var flugbrautin 1.000 metra löng. Hún var fljótlega lengd upp í 1.500 metra og síðan malbikuð fyrir komu fyrstu þotunnar, Gullfaxa, árið 1967. Brautin var síðan lengd enn frekar í áföngum. Gullfaxi lentur í fyrsta sinn á Akureyrarflugvelli sumarið 1967.Jónas Einarsson/Minjasafnið á Akureyri/Flugsafn Íslands Samhliða fór hlutverk vallarins sem varaflugvallar vaxandi. Í þættinum er rifjaður upp óveðursdagur árið 1993 þegar Keflavík lokaðist og farþegaþotur sneru hver af annarri til Akureyrar. Við ratsjána í flugturninum leiðbeindi Húnn Snædal flugumferðarstjóri flugvélunum inn til lendingar. Húnn Snædal flugumferðarstjóri við ratsjána í flugturninum á Akureyri árið 1993.Stöð 2/skjáskot Og þegar Eyjafjallajökull gaus árið 2010 þjónaði Akureyri um tíma sem aðalmillilandaflugvöllur Íslands. Flugvöllurinn á Melgerðismelum í Eyjafirði var forveri Akureyrarflugvallar. Utan Suðvesturlands var hann þýðingarmesti flugvöllur landins þegar innanlandsflugið var að færast yfir í landflugvélar. Hér má sjá níu mínútna kafla um upphafsár flugsins á Akureyri: Þátturinn um Akureyrarflugvöll og þátt Eyfirðinga í íslensku flugsögunni er sá tólfti í röðinni um Flugþjóðina, sem hóf göngu sína á Stöð 2 síðastliðið haust. Þátturinn verður endursýndur á Stöð 2 síðdegis í dag, sunnudag, klukkan 17:40. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð alla þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér er fyrsta kynningarstikla Flugþjóðarinnar: Flugþjóðin Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Söfn Samgöngur Akureyri Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Melgerðismelar í Eyjafirði skipa merkan sess í flugsögu Íslands. Þar var fyrsti flugvöllur Akureyrar og sá mikilvægasti utan Suðvesturlands þegar innanlandsflugið var að færast yfir í landflugvélar á upphafsárunum. 24. apríl 2025 23:46 Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Beint flug milli Akureyrar og útlanda hefur aldrei verið meira og voru sjö áætlunarflug á viku út í heim að jafnaði frá Akureyrarflugvelli í síðasta mánuði auk leiguflugs. Akureyri nálgast núna Reykjavíkurflugvöll í heildarfjölda flugfarþega. 22. apríl 2025 22:11 Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 um Akureyrarflugvöll segja fyrrum flugmenn Norðurflugs frá Tryggva og flugrekstri hans. Fyrir sunnan sáu sumir þetta brambolt Norðlendinga þó vart sem alvöru flugrekstur. Einn flugmanna hans minnist þess að hafa verið synjað um aðild að lífeyrissjóði atvinnuflugmanna með þeim orðum að hann ynni ekki hjá alvöruflugfélagi. Hér má sjá sjö mínútna kafla úr þættinum: Þegar Akureyrarflugvöllur var opnaður árið 1954 var flugbrautin 1.000 metra löng. Hún var fljótlega lengd upp í 1.500 metra og síðan malbikuð fyrir komu fyrstu þotunnar, Gullfaxa, árið 1967. Brautin var síðan lengd enn frekar í áföngum. Gullfaxi lentur í fyrsta sinn á Akureyrarflugvelli sumarið 1967.Jónas Einarsson/Minjasafnið á Akureyri/Flugsafn Íslands Samhliða fór hlutverk vallarins sem varaflugvallar vaxandi. Í þættinum er rifjaður upp óveðursdagur árið 1993 þegar Keflavík lokaðist og farþegaþotur sneru hver af annarri til Akureyrar. Við ratsjána í flugturninum leiðbeindi Húnn Snædal flugumferðarstjóri flugvélunum inn til lendingar. Húnn Snædal flugumferðarstjóri við ratsjána í flugturninum á Akureyri árið 1993.Stöð 2/skjáskot Og þegar Eyjafjallajökull gaus árið 2010 þjónaði Akureyri um tíma sem aðalmillilandaflugvöllur Íslands. Flugvöllurinn á Melgerðismelum í Eyjafirði var forveri Akureyrarflugvallar. Utan Suðvesturlands var hann þýðingarmesti flugvöllur landins þegar innanlandsflugið var að færast yfir í landflugvélar. Hér má sjá níu mínútna kafla um upphafsár flugsins á Akureyri: Þátturinn um Akureyrarflugvöll og þátt Eyfirðinga í íslensku flugsögunni er sá tólfti í röðinni um Flugþjóðina, sem hóf göngu sína á Stöð 2 síðastliðið haust. Þátturinn verður endursýndur á Stöð 2 síðdegis í dag, sunnudag, klukkan 17:40. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð alla þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér er fyrsta kynningarstikla Flugþjóðarinnar:
Flugþjóðin Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Söfn Samgöngur Akureyri Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Melgerðismelar í Eyjafirði skipa merkan sess í flugsögu Íslands. Þar var fyrsti flugvöllur Akureyrar og sá mikilvægasti utan Suðvesturlands þegar innanlandsflugið var að færast yfir í landflugvélar á upphafsárunum. 24. apríl 2025 23:46 Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Beint flug milli Akureyrar og útlanda hefur aldrei verið meira og voru sjö áætlunarflug á viku út í heim að jafnaði frá Akureyrarflugvelli í síðasta mánuði auk leiguflugs. Akureyri nálgast núna Reykjavíkurflugvöll í heildarfjölda flugfarþega. 22. apríl 2025 22:11 Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Melgerðismelar í Eyjafirði skipa merkan sess í flugsögu Íslands. Þar var fyrsti flugvöllur Akureyrar og sá mikilvægasti utan Suðvesturlands þegar innanlandsflugið var að færast yfir í landflugvélar á upphafsárunum. 24. apríl 2025 23:46
Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Beint flug milli Akureyrar og útlanda hefur aldrei verið meira og voru sjö áætlunarflug á viku út í heim að jafnaði frá Akureyrarflugvelli í síðasta mánuði auk leiguflugs. Akureyri nálgast núna Reykjavíkurflugvöll í heildarfjölda flugfarþega. 22. apríl 2025 22:11
Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00