Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 26. apríl 2025 23:31 Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands. Vísir/Ívar Fannar Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands hefur áhyggjur af rekstri skólans í höndum Rafmenntar. Hann segist ekki hafa fengið skýr svör hvers vegna skólinn fékk ekki að verða að háskóla eða hvers vegna hann fékk ekki fjármnuni frá ríkinu eins og lofað var. Eftir að rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands varð gjaldþrota í lok mars keypti Rafmennt, fræðslusetur rafiðnaðarins, eignir þrotabúsins og klára nemendur önnina þar. Rekstur skólans hafði verið erfiður um langt skeið en stofnandi skólans sá ekki fram á að geta klárað önnina með þá fjármuni sem skólinn átti. „Það eru fjárhæðir inni á fjárlögum merktir skólanum sem við fáum ekki útgreidda. Við erum ekki með hreinar og skýrar skýringar á því af hverju við fáum það ekki. Þannig að vendipunkturinn er hreinlega að við erum ekki afgreidd fyrir fjármuni sem að skólinn á,“ segir Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands. Hann fagnar því að Rafmennt hafi tryggt það að nemendur klári námið. „Ég hef hins vegar verulegar áhyggjur af því hvað þeir eru að lítillækka námið eða umgjörðina. Það er þannig í skólastarfi að þú verður alltaf að bjóða upp á full gæði á hverjum degi og það er ekki hægt að segja upp rektor, segja upp fagstjórum, segja upp öllum og halda því svo fram að þú sért að bjóða upp á sömu kennslu.“ Kvikmyndaskóli Íslands hafi virtar alþjóðaviðurkenningar sem gætu glatast ef fram heldur sem horfir. „Þannig að ég hef áhyggjur af því að þeir hreinlega viti ekki hvað þeir eru að gera,“ segir Böðvar. Skólinn reyndi lengi vel að koma í gegn námið yrði viðurkennt sem háskólanám, en það gekk ekki eftir. „Málið er að ég veit ekki alveg hvers vegna. Við höfum verið að reyna þrýsta á ráðuneyti háskólamála að fá hrein og skýr svör hvaða skilyrði háskólalaga það eru sem að við uppfyllum ekki og við höfum ekki fengið þau svör.“ Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Skóla- og menntamál Háskólar Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Eftir að rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands varð gjaldþrota í lok mars keypti Rafmennt, fræðslusetur rafiðnaðarins, eignir þrotabúsins og klára nemendur önnina þar. Rekstur skólans hafði verið erfiður um langt skeið en stofnandi skólans sá ekki fram á að geta klárað önnina með þá fjármuni sem skólinn átti. „Það eru fjárhæðir inni á fjárlögum merktir skólanum sem við fáum ekki útgreidda. Við erum ekki með hreinar og skýrar skýringar á því af hverju við fáum það ekki. Þannig að vendipunkturinn er hreinlega að við erum ekki afgreidd fyrir fjármuni sem að skólinn á,“ segir Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands. Hann fagnar því að Rafmennt hafi tryggt það að nemendur klári námið. „Ég hef hins vegar verulegar áhyggjur af því hvað þeir eru að lítillækka námið eða umgjörðina. Það er þannig í skólastarfi að þú verður alltaf að bjóða upp á full gæði á hverjum degi og það er ekki hægt að segja upp rektor, segja upp fagstjórum, segja upp öllum og halda því svo fram að þú sért að bjóða upp á sömu kennslu.“ Kvikmyndaskóli Íslands hafi virtar alþjóðaviðurkenningar sem gætu glatast ef fram heldur sem horfir. „Þannig að ég hef áhyggjur af því að þeir hreinlega viti ekki hvað þeir eru að gera,“ segir Böðvar. Skólinn reyndi lengi vel að koma í gegn námið yrði viðurkennt sem háskólanám, en það gekk ekki eftir. „Málið er að ég veit ekki alveg hvers vegna. Við höfum verið að reyna þrýsta á ráðuneyti háskólamála að fá hrein og skýr svör hvaða skilyrði háskólalaga það eru sem að við uppfyllum ekki og við höfum ekki fengið þau svör.“
Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Skóla- og menntamál Háskólar Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Sjá meira