Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. apríl 2025 17:21 Eva Georgs Ásudóttir var sjónvarpsstjóri Stöð 2 en tekur nú við ábyrgðarstöðu hjá RÚV. Eyþór Eva Georgs Ásudóttir var í dag ráðin í starf dagskrárstjóra sjónvarps RÚV úr hópi 28 umsækjenda. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef RÚV. Eva starfaði í tvo áratugi hjá Stöð 2 og síðustu árin sem sjónvarpsstjóri. Intellecta annaðist ráðningarferlið. Eva tekur við starfinu af Skarphéðni Guðmundssyni sem sagði upp störfum í lok árs í fyrra. Skarphéðinn var ráðinn í starfið árið 2012 en var, eins og Eva, árin á undan sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Margrét Jónasdóttir aðstoðardagskrárstjóri sjónvarps hefur gegnt hlutverkinu undanfarna mánuði eftir brotthvarfi Skarphéðins. Margrét var einnig á meðal umsækjenda um starfið. Á vef RÚV kemur fram að Eva hafi í um fimmtán ára verið í stjórnunarhlutverki hjá Stöð 2. Hún hafi gegnt lykilhlutverki í þróun og stefnumótun sjónvarpsefnis á Íslandi og búi yfir víðtækri reynslu af dagskrársetningu, framleiðslu, efnisinnkaupum og samstarfi við innlenda og erlenda framleiðendur. Hjá Sýn hafi hún sem sjónvarpsstjóri leitt 75 manna teymi og borið ábyrgð á rekstri, stefnumótun og dagskrá Stöðvar 2, Stöðvar 2+ og Stöðvar 2 Sport. Áður var hún meðal annars framleiðslustjóri innlendrar þáttagerðar hjá Stöð 2, framleiðslustjóri fréttastofu og veitti allri sjónvarpsframleiðslu 365 miðla forstöðu auk þess að vera yfirframleiðandi stórra verkefna á borð við Idol. Eva er með menntun á sviði stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands ásamt meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM) frá Háskólanum í Reykjavík. „Dagskrárstjóri sjónvarps ber ábyrgð á mótun og innleiðingu dagskrárstefnu RÚV í samræmi við hlutverk miðilsins í almannaþágu. Hann leiðir dagskrársvið og tryggir faglega framleiðslu og innkaup á fjölbreyttu innlendu og erlendu efni auk þess að hafa yfirumsjón með dagskrá fyrir börn og ungmenni og íþróttaumfjöllun. Einnig felur starfið í sér samstarf við innlenda og erlenda efnisframleiðendur, mannauðsstjórnun og áætlanagerð.“ Á vef RÚV segir að leitað hafi verið að öflugum leiðtoga með mikla þekkingu á dagskrárefni og sjónvarpsframleiðslu og innsýn í íslenskt fjölmiðlaumhverfi ásamt farsælli stjórnunarreynslu og getu til að móta og hrinda stefnu í framkvæmd. Í ráðningarferlinu hafi verið staðfest að Eva uppfylli vel þessar kröfur sem og aðrar sem gerðar hafi verið til starfsins. „Hún býr yfir mikilli faglegri og stjórnunarlegri reynslu úr fjölmiðlum, hefur skýra sýn á dagskrárstefnu og mikla hæfni í að leiða skapandi og öflugt starf með fagmennsku að leiðarljósi.“ Vistaskipti Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Eva tekur við starfinu af Skarphéðni Guðmundssyni sem sagði upp störfum í lok árs í fyrra. Skarphéðinn var ráðinn í starfið árið 2012 en var, eins og Eva, árin á undan sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Margrét Jónasdóttir aðstoðardagskrárstjóri sjónvarps hefur gegnt hlutverkinu undanfarna mánuði eftir brotthvarfi Skarphéðins. Margrét var einnig á meðal umsækjenda um starfið. Á vef RÚV kemur fram að Eva hafi í um fimmtán ára verið í stjórnunarhlutverki hjá Stöð 2. Hún hafi gegnt lykilhlutverki í þróun og stefnumótun sjónvarpsefnis á Íslandi og búi yfir víðtækri reynslu af dagskrársetningu, framleiðslu, efnisinnkaupum og samstarfi við innlenda og erlenda framleiðendur. Hjá Sýn hafi hún sem sjónvarpsstjóri leitt 75 manna teymi og borið ábyrgð á rekstri, stefnumótun og dagskrá Stöðvar 2, Stöðvar 2+ og Stöðvar 2 Sport. Áður var hún meðal annars framleiðslustjóri innlendrar þáttagerðar hjá Stöð 2, framleiðslustjóri fréttastofu og veitti allri sjónvarpsframleiðslu 365 miðla forstöðu auk þess að vera yfirframleiðandi stórra verkefna á borð við Idol. Eva er með menntun á sviði stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands ásamt meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM) frá Háskólanum í Reykjavík. „Dagskrárstjóri sjónvarps ber ábyrgð á mótun og innleiðingu dagskrárstefnu RÚV í samræmi við hlutverk miðilsins í almannaþágu. Hann leiðir dagskrársvið og tryggir faglega framleiðslu og innkaup á fjölbreyttu innlendu og erlendu efni auk þess að hafa yfirumsjón með dagskrá fyrir börn og ungmenni og íþróttaumfjöllun. Einnig felur starfið í sér samstarf við innlenda og erlenda efnisframleiðendur, mannauðsstjórnun og áætlanagerð.“ Á vef RÚV segir að leitað hafi verið að öflugum leiðtoga með mikla þekkingu á dagskrárefni og sjónvarpsframleiðslu og innsýn í íslenskt fjölmiðlaumhverfi ásamt farsælli stjórnunarreynslu og getu til að móta og hrinda stefnu í framkvæmd. Í ráðningarferlinu hafi verið staðfest að Eva uppfylli vel þessar kröfur sem og aðrar sem gerðar hafi verið til starfsins. „Hún býr yfir mikilli faglegri og stjórnunarlegri reynslu úr fjölmiðlum, hefur skýra sýn á dagskrárstefnu og mikla hæfni í að leiða skapandi og öflugt starf með fagmennsku að leiðarljósi.“
Vistaskipti Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira