Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. apríl 2025 16:49 Nýja húsið verður staðsett framan við núverandi Tennishöll og austan við Sporthúsið. Á svæðinu verða samanlagt tólf padelvellir. Former arkitektar Allt stefnir í að padelvöllum í Kópavogi fjölgi úr tveimur í tólf í ágúst og aðgengi þar með sexfaldist að íþróttinni vinsælu. Tennishöllin tekur skóflustungu að sex nýjum völlum á morgun en þar eru fyrir tveir vellir. Skóflustunga að nýrri Padelhöll verður tekin á hádegi á morgun. Fyrstu padelvellir landsins í Tennishöllinni fagna sex ára afmæli sínu í september en sökum mikilla vinsælda hefur verið þétt setið um vellina tvo undanfarin ár. Nágranni hallarinnar, Sporthúsið, hyggur á byggingu fjögurra valla í stað knattspyrnuvalla sinna. Fjallað var um breytingarnar á dögunum. Padel er líklegast hraðast vaxandi íþróttin í dag í heiminum og á rætur sínar að rekja til Acapulco í Mexicó árið 1969. Vinsældir íþróttarinnar voru upphaflega mestar á Spáni og Argentínu en í covid faraldrinum og eftir hann varð sprengja í vinsældum íþróttarinnar um allan heim og hefur íþróttin meðal annars náð miklum vinsældum í Svíþjóð. Segja má að padel sameini eiginleika tennis og skvass. Yfirleitt er spilað tveir gegn tveimur og tennisbolti sleginn yfir net sem er á milli liða eins og í tennis. Það er svo glerbúr í kringum völlin sem menn geta notað í leiknum og slegið í eins og í skvassi. „Þegar við opnuðum fyrst árið 2007 vorum við tennisklúbbur en eftir að við stækkuðum árið 2019 höfum við einnig boðið upp á tvo padelvelli sem hafa náð miklum vinsældum. Nú tökum við næsta skref og verðum ekki bara öflugur tennisklúbbur heldur einnig mjög öflugur padelklúbbur,“ segir Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar, í tilkynningu. „Fyrirmyndin er að vissu leyti erlend nema ég tel að hönnuðurnir okkar þau Rebekka og Ellert hjá Former arkitekum séu í raun að færa hönnun á padelklúbbum upp á nýtt stig með þessari stækkun.“ Jónas horfir til vaxtar íþróttarinnar í Svíþjóð. Þar hafi menn keppst við að koma klúbbum af stað í byggingum á borð við gömlum verksmiðjum. „Þessir klúbbar eru því margir soldið dimmir sem okkur finnst ekki heillandi. Við höfum hins vegar verið með þetta verkefni í vinnslu og undirbúningi í að verða fjögur ár og erum að byggja upp padelklúbbinn frá grunni. Það hefur því verið markmiðið okkar að byggja bjartan og nýtískulegan klúbb sem þó verður með þeim eiginleikum að hægt sé að draga fyrir sólina þegar hún er sterk með sólvarnargleri og rafdrifnum gardínum.“ Svona er reiknað með því að nýju padelvellirnir líti út.Former arkitektar Hann segir fólk sækja í íþróttina vegna þess að hún sé félagsleg, skemmtileg og tiltölulega auðveld að læra. „Hún er líka frábær hreyfing án þess að vera of líkamslega erfið þannig að hún hentar breiðum aldurshópi. Þetta er íþrótt fyrir alla.“ Markmiðið sé að gera Tennishöllina að félagsmiðstöð fólks á öllum aldri með áherslu á aðgengi, gæði og gleði. „Þetta á að vera staður þar sem fólk kemur saman, hreyfir sig, fær sér hollan mat og drykk og hefur gaman. Í raun er Tennishöllin félagsmiðstöð fólks á öllum aldri og markmiðið er að gera Tennishöllina enn skemmtilegri,“ segir Jónas. Kópavogur Tennis Padel Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Skóflustunga að nýrri Padelhöll verður tekin á hádegi á morgun. Fyrstu padelvellir landsins í Tennishöllinni fagna sex ára afmæli sínu í september en sökum mikilla vinsælda hefur verið þétt setið um vellina tvo undanfarin ár. Nágranni hallarinnar, Sporthúsið, hyggur á byggingu fjögurra valla í stað knattspyrnuvalla sinna. Fjallað var um breytingarnar á dögunum. Padel er líklegast hraðast vaxandi íþróttin í dag í heiminum og á rætur sínar að rekja til Acapulco í Mexicó árið 1969. Vinsældir íþróttarinnar voru upphaflega mestar á Spáni og Argentínu en í covid faraldrinum og eftir hann varð sprengja í vinsældum íþróttarinnar um allan heim og hefur íþróttin meðal annars náð miklum vinsældum í Svíþjóð. Segja má að padel sameini eiginleika tennis og skvass. Yfirleitt er spilað tveir gegn tveimur og tennisbolti sleginn yfir net sem er á milli liða eins og í tennis. Það er svo glerbúr í kringum völlin sem menn geta notað í leiknum og slegið í eins og í skvassi. „Þegar við opnuðum fyrst árið 2007 vorum við tennisklúbbur en eftir að við stækkuðum árið 2019 höfum við einnig boðið upp á tvo padelvelli sem hafa náð miklum vinsældum. Nú tökum við næsta skref og verðum ekki bara öflugur tennisklúbbur heldur einnig mjög öflugur padelklúbbur,“ segir Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar, í tilkynningu. „Fyrirmyndin er að vissu leyti erlend nema ég tel að hönnuðurnir okkar þau Rebekka og Ellert hjá Former arkitekum séu í raun að færa hönnun á padelklúbbum upp á nýtt stig með þessari stækkun.“ Jónas horfir til vaxtar íþróttarinnar í Svíþjóð. Þar hafi menn keppst við að koma klúbbum af stað í byggingum á borð við gömlum verksmiðjum. „Þessir klúbbar eru því margir soldið dimmir sem okkur finnst ekki heillandi. Við höfum hins vegar verið með þetta verkefni í vinnslu og undirbúningi í að verða fjögur ár og erum að byggja upp padelklúbbinn frá grunni. Það hefur því verið markmiðið okkar að byggja bjartan og nýtískulegan klúbb sem þó verður með þeim eiginleikum að hægt sé að draga fyrir sólina þegar hún er sterk með sólvarnargleri og rafdrifnum gardínum.“ Svona er reiknað með því að nýju padelvellirnir líti út.Former arkitektar Hann segir fólk sækja í íþróttina vegna þess að hún sé félagsleg, skemmtileg og tiltölulega auðveld að læra. „Hún er líka frábær hreyfing án þess að vera of líkamslega erfið þannig að hún hentar breiðum aldurshópi. Þetta er íþrótt fyrir alla.“ Markmiðið sé að gera Tennishöllina að félagsmiðstöð fólks á öllum aldri með áherslu á aðgengi, gæði og gleði. „Þetta á að vera staður þar sem fólk kemur saman, hreyfir sig, fær sér hollan mat og drykk og hefur gaman. Í raun er Tennishöllin félagsmiðstöð fólks á öllum aldri og markmiðið er að gera Tennishöllina enn skemmtilegri,“ segir Jónas.
Kópavogur Tennis Padel Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent