Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. apríl 2025 15:42 Ljósmyndir úr dróna frá laxeldi í Patreksfirði Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun Lögreglustjórans á Vestfjörðum á niðurfellingu rannsóknar á slysasleppingu sumarið 2023 þegar á annað þúsund eldislaxar sluppu úr kví Arctic Sea Farm ehf. á Patreksfirði. Lögreglustjóri gagnrýnir lögmenn veiðifélaga og fjölmiðla fyrir meint áhugaleysi í umfjöllun um málið. Málið vakti mikla athygli haustið 2023 þegar norskir rekkafarar voru sendir í ferskvatnsár vestur á fjörðum til að freista þess að veiða þar eldislaxinn sem slapp. Langlestir laxarnir voru kynþroska og var óttast að rúmlega þúsund laxar leituðu í ár og gætu þannig blandast erfðablöndun við villt íslenska laxastofninn. Lögreglan á Vestfjörðum tók málið til rannsóknar eftir kæru Matvælastofnunar, MAST, í september 2023. MAST kærði Stein Ove Teiten framkvæmdastjóra Arctic Fish og stjórnarfólk venga slysasleppinganna. Töldu þau að skoða þyrfti hvort fólkið bæri refsiábyrgð á því að fiskurinn slapp úr kvínni með vanrækslu við fiskeldið. Lögregla hætti rannsókn í desember sama ár þar sem ekki var talinn grundvöllur til frekari rannsóknir. Gögn málsins bæru ekki með sér að umbúnaður við kvínna hefði verið áfátt vegna athafna eða athafnaleysis sakbornings. „Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hafði upphaflega hætt rannsókn málsins, en sú ákvörðun var kærð af MAST og fjölmörgum veiðifélögum og samtökum þeirra og ákvað ríkissaksóknari að rétt væri að málið yrði rannsakað að fullu og síðan tekin ákvörðun. Lögreglan á Vestfjörðum kláraði því rannsókn málsins og síðan var tekin ákvörðun um að fella málið niður þar sem það væri ekki líklegt til sakfellis,“ segir í færslu Lögreglustjórans á Vestfjörðum, Helga Jenssonar. Embættið segist almennt ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála. Í færslunni er gerð undantekning á því. „Í þessu máli gengu lögmenn veiðifélaga mjög hart fram í málflutningi sínum í fjölmiðlum um að lögreglustjórinn á Vestfjörðum væri bæði óhæfur lögfræðingur og ekki fær um að taka ákvarðanir í þessu mikilvæga máli og einnig vanhæfur í málinu vegna hagsmuna ASF á Vestfjörðum, sem mátti skilja þannig að lögreglan þyrði ekki að taka ákvarðanir sem gengju gegn ASF,“ segir í færslu lögreglunnar. ASF er skammstöfun á Arctic Sea farm. „Í áðurnefndri ákvörðun ríkissaksóknara er tekið undir sjónarmið lögreglunnar og niðurstaðan staðfest. Í henni kemur fram að ríkissaksóknari telur, eins og lögreglan að rannsókn málsins hafi ekki leitt í ljós að kærðu, framkvæmdarstjóri eða stjórnarmenn, hafi með athöfnum sínum eða athafnalaleysi sínu, valdið því, af ásetningi eða gáleysi, að eldisfiskur slapp úr sjókví ASF í Patreksfirði, í ágúst 2023.“ Þá hafi ríkissaksóknari staðfest ákvörðun Lögreglustjórans á Vestfjörðum að hafna beiðni Landssambands veiðifélaga um aðgang að gögnum málsins, vegna þess að sambandið hafi ekki sýnt fram á að það hefði slíka lögvarinna hagsmuna að gæta að það ætti rétt á þeim. Helgi Jensson er lögreglustjóri á Vestfjörðum. Þá gagnrýnir lögreglustjórinn fjölmiðla fyrir umfjöllun sína og meint áhugaleysi um niðurstöðu málsins. Aðeins staðarmiðillinn Bæjarins besta á Ísafirði hafi flutt fréttir af endanlegri niðurstöðu. „Fjölmiðlar hafa frá upphafi sýnt þessu máli mikinn áhuga og tekið viðtöl við forsvarsmenn Landssambands veiðifélaga og forsvarsmenn veiðifélaga eða lögmenn þeirra. Nú þegar endanleg niðurstaða liggur fyrir og ekki hægt að gagnrýna lögregluna lengur, er áhuginn hins vegar mjög lítill, en einungis vefmiðillinn Bæjarins besta á Ísafirði hefur sýnt málinu áhuga og birt fréttir um ákvörðun ríkissaksóknara,“ segir í færslu lögreglustjórans. Hana má sjá í heild að neðan. Atvik þegar lax slapp úr kvíum í Patreksfirði í ágúst 2023 - Niðurfelling staðfest. Þann 14. apríl sl., staðfesti ríkissaksóknari ákvörðun Lögreglustjórans á Vestfjörðum að fella niður mál vegna kæru MAST vegna þess atviks er laxar sluppu úr kví nr. 8 í fiskeldisstöð Arctic Sea Farm ehf., (hér eftir ASF) í Patreksfirði, en MAST kærði framkvæmdarstjóra og stjórnarformann ASF. Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hafði upphaflega hætt rannsókn málsins, en sú ákvörðun var kærð af MAST og fjölmörgum veiðifélögum og samtökum þeirra og ákvað ríkissaksóknari að rétt væri að málið yrði rannsakað að fullu og síðan tekin ákvörðun. Lögreglan á Vestfjörðum kláraði því rannsókn málsins og síðan var tekin ákvörðun um að fella málið niður þar sem það væri ekki líklegt til sakfellis. Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála, en í þessu máli gengu lögmenn veiðifélaga mjög hart fram í málflutningi sínum í fjölmiðlum um að lögreglustjórinn á Vestfjörðum væri bæði óhæfur lögfræðingur og ekki fær um að taka ákvarðanir í þessu mikilvæga máli og einnig vanhæfur í málinu vegna hagsmuna ASF á Vestfjörðum, sem mátti skilja þannig að lögreglan þyrði ekki að taka ákvarðanir sem gengju gegn ASF. Í áðurnefndri ákvörðun ríkissaksóknara er tekið undir sjónarmið lögreglunnar og niðurstaðan staðfest. Í henni kemur fram að ríkissaksóknari telur, eins og lögreglan að rannsókn málsins hafi ekki leitt í ljós að kærðu, framkvæmdarstjóri eða stjórnarmenn, hafi með athöfnum sínum eða athafnalaleysi sínu, valdið því, af ásetningi eða gáleysi, að eldisfiskur slapp úr sjókví ASF í Patreksfirði, í ágúst 2023. Jafnframt staðfesti ríkissaksóknari þá ákvörðun Lögreglustjórans á Vestfjörðum að hafna beiðni Landssambands veiðifélaga um aðgang að gögnum málsins, vegna þess að sambandið hafi ekki sýnt fram á að það hefði slíka lögvarinna hagsmuna að gæta að það eigi rétt á að fá aðgang að gögnum málsins. Fjölmiðlar hafa frá upphafi sýnt þessu máli mikinn áhuga og tekið viðtöl við forsvarsmenn Landssambands veiðifélaga og forsvarsmenn veiðifélaga eða lögmenn þeirra. Nú þegar endanleg niðurstaða liggur fyrir og ekki hægt að gagnrýna lögregluna lengur, er áhuginn hins vegar mjög lítill, en einungis vefmiðillinn Bæjarins besta á Ísafirði hefur sýnt málinu áhuga og birt fréttir um ákvörðun ríkissaksóknara. Lögreglustjórinn á Vestfjörðum. Fiskeldi Sjókvíaeldi Sjávarútvegur Vesturbyggð Lögreglumál Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira
Málið vakti mikla athygli haustið 2023 þegar norskir rekkafarar voru sendir í ferskvatnsár vestur á fjörðum til að freista þess að veiða þar eldislaxinn sem slapp. Langlestir laxarnir voru kynþroska og var óttast að rúmlega þúsund laxar leituðu í ár og gætu þannig blandast erfðablöndun við villt íslenska laxastofninn. Lögreglan á Vestfjörðum tók málið til rannsóknar eftir kæru Matvælastofnunar, MAST, í september 2023. MAST kærði Stein Ove Teiten framkvæmdastjóra Arctic Fish og stjórnarfólk venga slysasleppinganna. Töldu þau að skoða þyrfti hvort fólkið bæri refsiábyrgð á því að fiskurinn slapp úr kvínni með vanrækslu við fiskeldið. Lögregla hætti rannsókn í desember sama ár þar sem ekki var talinn grundvöllur til frekari rannsóknir. Gögn málsins bæru ekki með sér að umbúnaður við kvínna hefði verið áfátt vegna athafna eða athafnaleysis sakbornings. „Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hafði upphaflega hætt rannsókn málsins, en sú ákvörðun var kærð af MAST og fjölmörgum veiðifélögum og samtökum þeirra og ákvað ríkissaksóknari að rétt væri að málið yrði rannsakað að fullu og síðan tekin ákvörðun. Lögreglan á Vestfjörðum kláraði því rannsókn málsins og síðan var tekin ákvörðun um að fella málið niður þar sem það væri ekki líklegt til sakfellis,“ segir í færslu Lögreglustjórans á Vestfjörðum, Helga Jenssonar. Embættið segist almennt ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála. Í færslunni er gerð undantekning á því. „Í þessu máli gengu lögmenn veiðifélaga mjög hart fram í málflutningi sínum í fjölmiðlum um að lögreglustjórinn á Vestfjörðum væri bæði óhæfur lögfræðingur og ekki fær um að taka ákvarðanir í þessu mikilvæga máli og einnig vanhæfur í málinu vegna hagsmuna ASF á Vestfjörðum, sem mátti skilja þannig að lögreglan þyrði ekki að taka ákvarðanir sem gengju gegn ASF,“ segir í færslu lögreglunnar. ASF er skammstöfun á Arctic Sea farm. „Í áðurnefndri ákvörðun ríkissaksóknara er tekið undir sjónarmið lögreglunnar og niðurstaðan staðfest. Í henni kemur fram að ríkissaksóknari telur, eins og lögreglan að rannsókn málsins hafi ekki leitt í ljós að kærðu, framkvæmdarstjóri eða stjórnarmenn, hafi með athöfnum sínum eða athafnalaleysi sínu, valdið því, af ásetningi eða gáleysi, að eldisfiskur slapp úr sjókví ASF í Patreksfirði, í ágúst 2023.“ Þá hafi ríkissaksóknari staðfest ákvörðun Lögreglustjórans á Vestfjörðum að hafna beiðni Landssambands veiðifélaga um aðgang að gögnum málsins, vegna þess að sambandið hafi ekki sýnt fram á að það hefði slíka lögvarinna hagsmuna að gæta að það ætti rétt á þeim. Helgi Jensson er lögreglustjóri á Vestfjörðum. Þá gagnrýnir lögreglustjórinn fjölmiðla fyrir umfjöllun sína og meint áhugaleysi um niðurstöðu málsins. Aðeins staðarmiðillinn Bæjarins besta á Ísafirði hafi flutt fréttir af endanlegri niðurstöðu. „Fjölmiðlar hafa frá upphafi sýnt þessu máli mikinn áhuga og tekið viðtöl við forsvarsmenn Landssambands veiðifélaga og forsvarsmenn veiðifélaga eða lögmenn þeirra. Nú þegar endanleg niðurstaða liggur fyrir og ekki hægt að gagnrýna lögregluna lengur, er áhuginn hins vegar mjög lítill, en einungis vefmiðillinn Bæjarins besta á Ísafirði hefur sýnt málinu áhuga og birt fréttir um ákvörðun ríkissaksóknara,“ segir í færslu lögreglustjórans. Hana má sjá í heild að neðan. Atvik þegar lax slapp úr kvíum í Patreksfirði í ágúst 2023 - Niðurfelling staðfest. Þann 14. apríl sl., staðfesti ríkissaksóknari ákvörðun Lögreglustjórans á Vestfjörðum að fella niður mál vegna kæru MAST vegna þess atviks er laxar sluppu úr kví nr. 8 í fiskeldisstöð Arctic Sea Farm ehf., (hér eftir ASF) í Patreksfirði, en MAST kærði framkvæmdarstjóra og stjórnarformann ASF. Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hafði upphaflega hætt rannsókn málsins, en sú ákvörðun var kærð af MAST og fjölmörgum veiðifélögum og samtökum þeirra og ákvað ríkissaksóknari að rétt væri að málið yrði rannsakað að fullu og síðan tekin ákvörðun. Lögreglan á Vestfjörðum kláraði því rannsókn málsins og síðan var tekin ákvörðun um að fella málið niður þar sem það væri ekki líklegt til sakfellis. Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála, en í þessu máli gengu lögmenn veiðifélaga mjög hart fram í málflutningi sínum í fjölmiðlum um að lögreglustjórinn á Vestfjörðum væri bæði óhæfur lögfræðingur og ekki fær um að taka ákvarðanir í þessu mikilvæga máli og einnig vanhæfur í málinu vegna hagsmuna ASF á Vestfjörðum, sem mátti skilja þannig að lögreglan þyrði ekki að taka ákvarðanir sem gengju gegn ASF. Í áðurnefndri ákvörðun ríkissaksóknara er tekið undir sjónarmið lögreglunnar og niðurstaðan staðfest. Í henni kemur fram að ríkissaksóknari telur, eins og lögreglan að rannsókn málsins hafi ekki leitt í ljós að kærðu, framkvæmdarstjóri eða stjórnarmenn, hafi með athöfnum sínum eða athafnalaleysi sínu, valdið því, af ásetningi eða gáleysi, að eldisfiskur slapp úr sjókví ASF í Patreksfirði, í ágúst 2023. Jafnframt staðfesti ríkissaksóknari þá ákvörðun Lögreglustjórans á Vestfjörðum að hafna beiðni Landssambands veiðifélaga um aðgang að gögnum málsins, vegna þess að sambandið hafi ekki sýnt fram á að það hefði slíka lögvarinna hagsmuna að gæta að það eigi rétt á að fá aðgang að gögnum málsins. Fjölmiðlar hafa frá upphafi sýnt þessu máli mikinn áhuga og tekið viðtöl við forsvarsmenn Landssambands veiðifélaga og forsvarsmenn veiðifélaga eða lögmenn þeirra. Nú þegar endanleg niðurstaða liggur fyrir og ekki hægt að gagnrýna lögregluna lengur, er áhuginn hins vegar mjög lítill, en einungis vefmiðillinn Bæjarins besta á Ísafirði hefur sýnt málinu áhuga og birt fréttir um ákvörðun ríkissaksóknara. Lögreglustjórinn á Vestfjörðum.
Atvik þegar lax slapp úr kvíum í Patreksfirði í ágúst 2023 - Niðurfelling staðfest. Þann 14. apríl sl., staðfesti ríkissaksóknari ákvörðun Lögreglustjórans á Vestfjörðum að fella niður mál vegna kæru MAST vegna þess atviks er laxar sluppu úr kví nr. 8 í fiskeldisstöð Arctic Sea Farm ehf., (hér eftir ASF) í Patreksfirði, en MAST kærði framkvæmdarstjóra og stjórnarformann ASF. Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hafði upphaflega hætt rannsókn málsins, en sú ákvörðun var kærð af MAST og fjölmörgum veiðifélögum og samtökum þeirra og ákvað ríkissaksóknari að rétt væri að málið yrði rannsakað að fullu og síðan tekin ákvörðun. Lögreglan á Vestfjörðum kláraði því rannsókn málsins og síðan var tekin ákvörðun um að fella málið niður þar sem það væri ekki líklegt til sakfellis. Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála, en í þessu máli gengu lögmenn veiðifélaga mjög hart fram í málflutningi sínum í fjölmiðlum um að lögreglustjórinn á Vestfjörðum væri bæði óhæfur lögfræðingur og ekki fær um að taka ákvarðanir í þessu mikilvæga máli og einnig vanhæfur í málinu vegna hagsmuna ASF á Vestfjörðum, sem mátti skilja þannig að lögreglan þyrði ekki að taka ákvarðanir sem gengju gegn ASF. Í áðurnefndri ákvörðun ríkissaksóknara er tekið undir sjónarmið lögreglunnar og niðurstaðan staðfest. Í henni kemur fram að ríkissaksóknari telur, eins og lögreglan að rannsókn málsins hafi ekki leitt í ljós að kærðu, framkvæmdarstjóri eða stjórnarmenn, hafi með athöfnum sínum eða athafnalaleysi sínu, valdið því, af ásetningi eða gáleysi, að eldisfiskur slapp úr sjókví ASF í Patreksfirði, í ágúst 2023. Jafnframt staðfesti ríkissaksóknari þá ákvörðun Lögreglustjórans á Vestfjörðum að hafna beiðni Landssambands veiðifélaga um aðgang að gögnum málsins, vegna þess að sambandið hafi ekki sýnt fram á að það hefði slíka lögvarinna hagsmuna að gæta að það eigi rétt á að fá aðgang að gögnum málsins. Fjölmiðlar hafa frá upphafi sýnt þessu máli mikinn áhuga og tekið viðtöl við forsvarsmenn Landssambands veiðifélaga og forsvarsmenn veiðifélaga eða lögmenn þeirra. Nú þegar endanleg niðurstaða liggur fyrir og ekki hægt að gagnrýna lögregluna lengur, er áhuginn hins vegar mjög lítill, en einungis vefmiðillinn Bæjarins besta á Ísafirði hefur sýnt málinu áhuga og birt fréttir um ákvörðun ríkissaksóknara. Lögreglustjórinn á Vestfjörðum.
Fiskeldi Sjókvíaeldi Sjávarútvegur Vesturbyggð Lögreglumál Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira