Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. apríl 2025 15:42 Ljósmyndir úr dróna frá laxeldi í Patreksfirði Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun Lögreglustjórans á Vestfjörðum á niðurfellingu rannsóknar á slysasleppingu sumarið 2023 þegar á annað þúsund eldislaxar sluppu úr kví Arctic Sea Farm ehf. á Patreksfirði. Lögreglustjóri gagnrýnir lögmenn veiðifélaga og fjölmiðla fyrir meint áhugaleysi í umfjöllun um málið. Málið vakti mikla athygli haustið 2023 þegar norskir rekkafarar voru sendir í ferskvatnsár vestur á fjörðum til að freista þess að veiða þar eldislaxinn sem slapp. Langlestir laxarnir voru kynþroska og var óttast að rúmlega þúsund laxar leituðu í ár og gætu þannig blandast erfðablöndun við villt íslenska laxastofninn. Lögreglan á Vestfjörðum tók málið til rannsóknar eftir kæru Matvælastofnunar, MAST, í september 2023. MAST kærði Stein Ove Teiten framkvæmdastjóra Arctic Fish og stjórnarfólk venga slysasleppinganna. Töldu þau að skoða þyrfti hvort fólkið bæri refsiábyrgð á því að fiskurinn slapp úr kvínni með vanrækslu við fiskeldið. Lögregla hætti rannsókn í desember sama ár þar sem ekki var talinn grundvöllur til frekari rannsóknir. Gögn málsins bæru ekki með sér að umbúnaður við kvínna hefði verið áfátt vegna athafna eða athafnaleysis sakbornings. „Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hafði upphaflega hætt rannsókn málsins, en sú ákvörðun var kærð af MAST og fjölmörgum veiðifélögum og samtökum þeirra og ákvað ríkissaksóknari að rétt væri að málið yrði rannsakað að fullu og síðan tekin ákvörðun. Lögreglan á Vestfjörðum kláraði því rannsókn málsins og síðan var tekin ákvörðun um að fella málið niður þar sem það væri ekki líklegt til sakfellis,“ segir í færslu Lögreglustjórans á Vestfjörðum, Helga Jenssonar. Embættið segist almennt ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála. Í færslunni er gerð undantekning á því. „Í þessu máli gengu lögmenn veiðifélaga mjög hart fram í málflutningi sínum í fjölmiðlum um að lögreglustjórinn á Vestfjörðum væri bæði óhæfur lögfræðingur og ekki fær um að taka ákvarðanir í þessu mikilvæga máli og einnig vanhæfur í málinu vegna hagsmuna ASF á Vestfjörðum, sem mátti skilja þannig að lögreglan þyrði ekki að taka ákvarðanir sem gengju gegn ASF,“ segir í færslu lögreglunnar. ASF er skammstöfun á Arctic Sea farm. „Í áðurnefndri ákvörðun ríkissaksóknara er tekið undir sjónarmið lögreglunnar og niðurstaðan staðfest. Í henni kemur fram að ríkissaksóknari telur, eins og lögreglan að rannsókn málsins hafi ekki leitt í ljós að kærðu, framkvæmdarstjóri eða stjórnarmenn, hafi með athöfnum sínum eða athafnalaleysi sínu, valdið því, af ásetningi eða gáleysi, að eldisfiskur slapp úr sjókví ASF í Patreksfirði, í ágúst 2023.“ Þá hafi ríkissaksóknari staðfest ákvörðun Lögreglustjórans á Vestfjörðum að hafna beiðni Landssambands veiðifélaga um aðgang að gögnum málsins, vegna þess að sambandið hafi ekki sýnt fram á að það hefði slíka lögvarinna hagsmuna að gæta að það ætti rétt á þeim. Helgi Jensson er lögreglustjóri á Vestfjörðum. Þá gagnrýnir lögreglustjórinn fjölmiðla fyrir umfjöllun sína og meint áhugaleysi um niðurstöðu málsins. Aðeins staðarmiðillinn Bæjarins besta á Ísafirði hafi flutt fréttir af endanlegri niðurstöðu. „Fjölmiðlar hafa frá upphafi sýnt þessu máli mikinn áhuga og tekið viðtöl við forsvarsmenn Landssambands veiðifélaga og forsvarsmenn veiðifélaga eða lögmenn þeirra. Nú þegar endanleg niðurstaða liggur fyrir og ekki hægt að gagnrýna lögregluna lengur, er áhuginn hins vegar mjög lítill, en einungis vefmiðillinn Bæjarins besta á Ísafirði hefur sýnt málinu áhuga og birt fréttir um ákvörðun ríkissaksóknara,“ segir í færslu lögreglustjórans. Hana má sjá í heild að neðan. Atvik þegar lax slapp úr kvíum í Patreksfirði í ágúst 2023 - Niðurfelling staðfest. Þann 14. apríl sl., staðfesti ríkissaksóknari ákvörðun Lögreglustjórans á Vestfjörðum að fella niður mál vegna kæru MAST vegna þess atviks er laxar sluppu úr kví nr. 8 í fiskeldisstöð Arctic Sea Farm ehf., (hér eftir ASF) í Patreksfirði, en MAST kærði framkvæmdarstjóra og stjórnarformann ASF. Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hafði upphaflega hætt rannsókn málsins, en sú ákvörðun var kærð af MAST og fjölmörgum veiðifélögum og samtökum þeirra og ákvað ríkissaksóknari að rétt væri að málið yrði rannsakað að fullu og síðan tekin ákvörðun. Lögreglan á Vestfjörðum kláraði því rannsókn málsins og síðan var tekin ákvörðun um að fella málið niður þar sem það væri ekki líklegt til sakfellis. Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála, en í þessu máli gengu lögmenn veiðifélaga mjög hart fram í málflutningi sínum í fjölmiðlum um að lögreglustjórinn á Vestfjörðum væri bæði óhæfur lögfræðingur og ekki fær um að taka ákvarðanir í þessu mikilvæga máli og einnig vanhæfur í málinu vegna hagsmuna ASF á Vestfjörðum, sem mátti skilja þannig að lögreglan þyrði ekki að taka ákvarðanir sem gengju gegn ASF. Í áðurnefndri ákvörðun ríkissaksóknara er tekið undir sjónarmið lögreglunnar og niðurstaðan staðfest. Í henni kemur fram að ríkissaksóknari telur, eins og lögreglan að rannsókn málsins hafi ekki leitt í ljós að kærðu, framkvæmdarstjóri eða stjórnarmenn, hafi með athöfnum sínum eða athafnalaleysi sínu, valdið því, af ásetningi eða gáleysi, að eldisfiskur slapp úr sjókví ASF í Patreksfirði, í ágúst 2023. Jafnframt staðfesti ríkissaksóknari þá ákvörðun Lögreglustjórans á Vestfjörðum að hafna beiðni Landssambands veiðifélaga um aðgang að gögnum málsins, vegna þess að sambandið hafi ekki sýnt fram á að það hefði slíka lögvarinna hagsmuna að gæta að það eigi rétt á að fá aðgang að gögnum málsins. Fjölmiðlar hafa frá upphafi sýnt þessu máli mikinn áhuga og tekið viðtöl við forsvarsmenn Landssambands veiðifélaga og forsvarsmenn veiðifélaga eða lögmenn þeirra. Nú þegar endanleg niðurstaða liggur fyrir og ekki hægt að gagnrýna lögregluna lengur, er áhuginn hins vegar mjög lítill, en einungis vefmiðillinn Bæjarins besta á Ísafirði hefur sýnt málinu áhuga og birt fréttir um ákvörðun ríkissaksóknara. Lögreglustjórinn á Vestfjörðum. Fiskeldi Sjókvíaeldi Sjávarútvegur Vesturbyggð Lögreglumál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira
Málið vakti mikla athygli haustið 2023 þegar norskir rekkafarar voru sendir í ferskvatnsár vestur á fjörðum til að freista þess að veiða þar eldislaxinn sem slapp. Langlestir laxarnir voru kynþroska og var óttast að rúmlega þúsund laxar leituðu í ár og gætu þannig blandast erfðablöndun við villt íslenska laxastofninn. Lögreglan á Vestfjörðum tók málið til rannsóknar eftir kæru Matvælastofnunar, MAST, í september 2023. MAST kærði Stein Ove Teiten framkvæmdastjóra Arctic Fish og stjórnarfólk venga slysasleppinganna. Töldu þau að skoða þyrfti hvort fólkið bæri refsiábyrgð á því að fiskurinn slapp úr kvínni með vanrækslu við fiskeldið. Lögregla hætti rannsókn í desember sama ár þar sem ekki var talinn grundvöllur til frekari rannsóknir. Gögn málsins bæru ekki með sér að umbúnaður við kvínna hefði verið áfátt vegna athafna eða athafnaleysis sakbornings. „Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hafði upphaflega hætt rannsókn málsins, en sú ákvörðun var kærð af MAST og fjölmörgum veiðifélögum og samtökum þeirra og ákvað ríkissaksóknari að rétt væri að málið yrði rannsakað að fullu og síðan tekin ákvörðun. Lögreglan á Vestfjörðum kláraði því rannsókn málsins og síðan var tekin ákvörðun um að fella málið niður þar sem það væri ekki líklegt til sakfellis,“ segir í færslu Lögreglustjórans á Vestfjörðum, Helga Jenssonar. Embættið segist almennt ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála. Í færslunni er gerð undantekning á því. „Í þessu máli gengu lögmenn veiðifélaga mjög hart fram í málflutningi sínum í fjölmiðlum um að lögreglustjórinn á Vestfjörðum væri bæði óhæfur lögfræðingur og ekki fær um að taka ákvarðanir í þessu mikilvæga máli og einnig vanhæfur í málinu vegna hagsmuna ASF á Vestfjörðum, sem mátti skilja þannig að lögreglan þyrði ekki að taka ákvarðanir sem gengju gegn ASF,“ segir í færslu lögreglunnar. ASF er skammstöfun á Arctic Sea farm. „Í áðurnefndri ákvörðun ríkissaksóknara er tekið undir sjónarmið lögreglunnar og niðurstaðan staðfest. Í henni kemur fram að ríkissaksóknari telur, eins og lögreglan að rannsókn málsins hafi ekki leitt í ljós að kærðu, framkvæmdarstjóri eða stjórnarmenn, hafi með athöfnum sínum eða athafnalaleysi sínu, valdið því, af ásetningi eða gáleysi, að eldisfiskur slapp úr sjókví ASF í Patreksfirði, í ágúst 2023.“ Þá hafi ríkissaksóknari staðfest ákvörðun Lögreglustjórans á Vestfjörðum að hafna beiðni Landssambands veiðifélaga um aðgang að gögnum málsins, vegna þess að sambandið hafi ekki sýnt fram á að það hefði slíka lögvarinna hagsmuna að gæta að það ætti rétt á þeim. Helgi Jensson er lögreglustjóri á Vestfjörðum. Þá gagnrýnir lögreglustjórinn fjölmiðla fyrir umfjöllun sína og meint áhugaleysi um niðurstöðu málsins. Aðeins staðarmiðillinn Bæjarins besta á Ísafirði hafi flutt fréttir af endanlegri niðurstöðu. „Fjölmiðlar hafa frá upphafi sýnt þessu máli mikinn áhuga og tekið viðtöl við forsvarsmenn Landssambands veiðifélaga og forsvarsmenn veiðifélaga eða lögmenn þeirra. Nú þegar endanleg niðurstaða liggur fyrir og ekki hægt að gagnrýna lögregluna lengur, er áhuginn hins vegar mjög lítill, en einungis vefmiðillinn Bæjarins besta á Ísafirði hefur sýnt málinu áhuga og birt fréttir um ákvörðun ríkissaksóknara,“ segir í færslu lögreglustjórans. Hana má sjá í heild að neðan. Atvik þegar lax slapp úr kvíum í Patreksfirði í ágúst 2023 - Niðurfelling staðfest. Þann 14. apríl sl., staðfesti ríkissaksóknari ákvörðun Lögreglustjórans á Vestfjörðum að fella niður mál vegna kæru MAST vegna þess atviks er laxar sluppu úr kví nr. 8 í fiskeldisstöð Arctic Sea Farm ehf., (hér eftir ASF) í Patreksfirði, en MAST kærði framkvæmdarstjóra og stjórnarformann ASF. Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hafði upphaflega hætt rannsókn málsins, en sú ákvörðun var kærð af MAST og fjölmörgum veiðifélögum og samtökum þeirra og ákvað ríkissaksóknari að rétt væri að málið yrði rannsakað að fullu og síðan tekin ákvörðun. Lögreglan á Vestfjörðum kláraði því rannsókn málsins og síðan var tekin ákvörðun um að fella málið niður þar sem það væri ekki líklegt til sakfellis. Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála, en í þessu máli gengu lögmenn veiðifélaga mjög hart fram í málflutningi sínum í fjölmiðlum um að lögreglustjórinn á Vestfjörðum væri bæði óhæfur lögfræðingur og ekki fær um að taka ákvarðanir í þessu mikilvæga máli og einnig vanhæfur í málinu vegna hagsmuna ASF á Vestfjörðum, sem mátti skilja þannig að lögreglan þyrði ekki að taka ákvarðanir sem gengju gegn ASF. Í áðurnefndri ákvörðun ríkissaksóknara er tekið undir sjónarmið lögreglunnar og niðurstaðan staðfest. Í henni kemur fram að ríkissaksóknari telur, eins og lögreglan að rannsókn málsins hafi ekki leitt í ljós að kærðu, framkvæmdarstjóri eða stjórnarmenn, hafi með athöfnum sínum eða athafnalaleysi sínu, valdið því, af ásetningi eða gáleysi, að eldisfiskur slapp úr sjókví ASF í Patreksfirði, í ágúst 2023. Jafnframt staðfesti ríkissaksóknari þá ákvörðun Lögreglustjórans á Vestfjörðum að hafna beiðni Landssambands veiðifélaga um aðgang að gögnum málsins, vegna þess að sambandið hafi ekki sýnt fram á að það hefði slíka lögvarinna hagsmuna að gæta að það eigi rétt á að fá aðgang að gögnum málsins. Fjölmiðlar hafa frá upphafi sýnt þessu máli mikinn áhuga og tekið viðtöl við forsvarsmenn Landssambands veiðifélaga og forsvarsmenn veiðifélaga eða lögmenn þeirra. Nú þegar endanleg niðurstaða liggur fyrir og ekki hægt að gagnrýna lögregluna lengur, er áhuginn hins vegar mjög lítill, en einungis vefmiðillinn Bæjarins besta á Ísafirði hefur sýnt málinu áhuga og birt fréttir um ákvörðun ríkissaksóknara. Lögreglustjórinn á Vestfjörðum.
Atvik þegar lax slapp úr kvíum í Patreksfirði í ágúst 2023 - Niðurfelling staðfest. Þann 14. apríl sl., staðfesti ríkissaksóknari ákvörðun Lögreglustjórans á Vestfjörðum að fella niður mál vegna kæru MAST vegna þess atviks er laxar sluppu úr kví nr. 8 í fiskeldisstöð Arctic Sea Farm ehf., (hér eftir ASF) í Patreksfirði, en MAST kærði framkvæmdarstjóra og stjórnarformann ASF. Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hafði upphaflega hætt rannsókn málsins, en sú ákvörðun var kærð af MAST og fjölmörgum veiðifélögum og samtökum þeirra og ákvað ríkissaksóknari að rétt væri að málið yrði rannsakað að fullu og síðan tekin ákvörðun. Lögreglan á Vestfjörðum kláraði því rannsókn málsins og síðan var tekin ákvörðun um að fella málið niður þar sem það væri ekki líklegt til sakfellis. Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála, en í þessu máli gengu lögmenn veiðifélaga mjög hart fram í málflutningi sínum í fjölmiðlum um að lögreglustjórinn á Vestfjörðum væri bæði óhæfur lögfræðingur og ekki fær um að taka ákvarðanir í þessu mikilvæga máli og einnig vanhæfur í málinu vegna hagsmuna ASF á Vestfjörðum, sem mátti skilja þannig að lögreglan þyrði ekki að taka ákvarðanir sem gengju gegn ASF. Í áðurnefndri ákvörðun ríkissaksóknara er tekið undir sjónarmið lögreglunnar og niðurstaðan staðfest. Í henni kemur fram að ríkissaksóknari telur, eins og lögreglan að rannsókn málsins hafi ekki leitt í ljós að kærðu, framkvæmdarstjóri eða stjórnarmenn, hafi með athöfnum sínum eða athafnalaleysi sínu, valdið því, af ásetningi eða gáleysi, að eldisfiskur slapp úr sjókví ASF í Patreksfirði, í ágúst 2023. Jafnframt staðfesti ríkissaksóknari þá ákvörðun Lögreglustjórans á Vestfjörðum að hafna beiðni Landssambands veiðifélaga um aðgang að gögnum málsins, vegna þess að sambandið hafi ekki sýnt fram á að það hefði slíka lögvarinna hagsmuna að gæta að það eigi rétt á að fá aðgang að gögnum málsins. Fjölmiðlar hafa frá upphafi sýnt þessu máli mikinn áhuga og tekið viðtöl við forsvarsmenn Landssambands veiðifélaga og forsvarsmenn veiðifélaga eða lögmenn þeirra. Nú þegar endanleg niðurstaða liggur fyrir og ekki hægt að gagnrýna lögregluna lengur, er áhuginn hins vegar mjög lítill, en einungis vefmiðillinn Bæjarins besta á Ísafirði hefur sýnt málinu áhuga og birt fréttir um ákvörðun ríkissaksóknara. Lögreglustjórinn á Vestfjörðum.
Fiskeldi Sjókvíaeldi Sjávarútvegur Vesturbyggð Lögreglumál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira