Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2025 21:31 Ellert Þór Jóhannsson rannsóknarlektor við Árnastofnun segir páskaeggjamálshættina tilvalna leið til að miðla tungumálaarfinum til nýrra kynslóða. Vísir/Ívar Fannar Lektor hjá Árnastofnun segir óþarfi fyrir sælgætisgerðir að nota kauðslegar þýðingar á erlendum málsháttum í páskaeggin. Af nógu sé að taka og páskaeggjamálshættirnir tilvalin leið til að miðla tungumálaarfinum til nýrrar kynslóðar. Árinni kennir illur ræðari og glöggt er gests augað eru gamalgrónir íslenskir málshættir. Á síðustu árum hafa nýir málshættir skotið upp kollinum, sértaklega í páskaeggjunum. Þingmaðurinn Snorri Másson birti um helgina færslu á Facebook þar sem hann furðaði sig á málshætti sem hann fékk úr páskaeggi frá Freyju. Snorri tekur svo djúpt í árina að segja að um sé að ræða áframhaldandi niðurdrepandi gengisfellingu málsháttarins: Ókurteisi er lítilla manna eftirlíking af styrk sagði í eggi Snorra. Fjölmargir tóku undir með Snorra í umræðu við færsluna en Pétur Thor Gunnarsson framkvæmdastjóri Freyju segir málsháttinn fínan. Hann hafi mátt finna í páskaeggjum sælgætisgerðarinnar í mörg ár. Pétur spyr hvað málsháttur sé, þeir þurfi ekki allir að fjalla um bændur og búalið. „Þessi tiltekni málsháttur er ekkert svona vel meitlaður eins og málshættir oftast eru. Það er einkenni þeirra að þeir eru meitlað mál, oft knappir og þurfa að hafa í sér einhvers konar visku eða sannindi sem standast tímans tönn,“ Ellert Þór Jóhannsson, rannsóknarlektor hjá Árnastofnun. Málshættir þurfi eins að grípa - fólk þurfi að muna þá og nota til að þeir teljist til málshátta. „Það er engin sérstök ástæða til að koma með einhverjar kauðslegar þýðingar á erlendum málsháttum þegar íslensk málsháttahefð er svona rík og full af ýmsum efnivið sem hægt er að nýta í páskaeggjamálshætti.“ Til séu fjölmargir íslenskir málshættir - og því óþarfi að búa til nýja og jafnvel illa heppnaða - sér í lagi ef maður hugsar sér páskaeggjamálshættina sem leið til að miðla tungumálaarfinum til næstu kynslóðar. „Þá komast börn í færi við tungutak sem þeim er kannski ekki tamt og þau læra að orða hugsanir sínar á fjölbreyttari hátt.“ Íslensk fræði Íslensk tunga Páskar Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Árinni kennir illur ræðari og glöggt er gests augað eru gamalgrónir íslenskir málshættir. Á síðustu árum hafa nýir málshættir skotið upp kollinum, sértaklega í páskaeggjunum. Þingmaðurinn Snorri Másson birti um helgina færslu á Facebook þar sem hann furðaði sig á málshætti sem hann fékk úr páskaeggi frá Freyju. Snorri tekur svo djúpt í árina að segja að um sé að ræða áframhaldandi niðurdrepandi gengisfellingu málsháttarins: Ókurteisi er lítilla manna eftirlíking af styrk sagði í eggi Snorra. Fjölmargir tóku undir með Snorra í umræðu við færsluna en Pétur Thor Gunnarsson framkvæmdastjóri Freyju segir málsháttinn fínan. Hann hafi mátt finna í páskaeggjum sælgætisgerðarinnar í mörg ár. Pétur spyr hvað málsháttur sé, þeir þurfi ekki allir að fjalla um bændur og búalið. „Þessi tiltekni málsháttur er ekkert svona vel meitlaður eins og málshættir oftast eru. Það er einkenni þeirra að þeir eru meitlað mál, oft knappir og þurfa að hafa í sér einhvers konar visku eða sannindi sem standast tímans tönn,“ Ellert Þór Jóhannsson, rannsóknarlektor hjá Árnastofnun. Málshættir þurfi eins að grípa - fólk þurfi að muna þá og nota til að þeir teljist til málshátta. „Það er engin sérstök ástæða til að koma með einhverjar kauðslegar þýðingar á erlendum málsháttum þegar íslensk málsháttahefð er svona rík og full af ýmsum efnivið sem hægt er að nýta í páskaeggjamálshætti.“ Til séu fjölmargir íslenskir málshættir - og því óþarfi að búa til nýja og jafnvel illa heppnaða - sér í lagi ef maður hugsar sér páskaeggjamálshættina sem leið til að miðla tungumálaarfinum til næstu kynslóðar. „Þá komast börn í færi við tungutak sem þeim er kannski ekki tamt og þau læra að orða hugsanir sínar á fjölbreyttari hátt.“
Íslensk fræði Íslensk tunga Páskar Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira