Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2025 21:31 Ellert Þór Jóhannsson rannsóknarlektor við Árnastofnun segir páskaeggjamálshættina tilvalna leið til að miðla tungumálaarfinum til nýrra kynslóða. Vísir/Ívar Fannar Lektor hjá Árnastofnun segir óþarfi fyrir sælgætisgerðir að nota kauðslegar þýðingar á erlendum málsháttum í páskaeggin. Af nógu sé að taka og páskaeggjamálshættirnir tilvalin leið til að miðla tungumálaarfinum til nýrrar kynslóðar. Árinni kennir illur ræðari og glöggt er gests augað eru gamalgrónir íslenskir málshættir. Á síðustu árum hafa nýir málshættir skotið upp kollinum, sértaklega í páskaeggjunum. Þingmaðurinn Snorri Másson birti um helgina færslu á Facebook þar sem hann furðaði sig á málshætti sem hann fékk úr páskaeggi frá Freyju. Snorri tekur svo djúpt í árina að segja að um sé að ræða áframhaldandi niðurdrepandi gengisfellingu málsháttarins: Ókurteisi er lítilla manna eftirlíking af styrk sagði í eggi Snorra. Fjölmargir tóku undir með Snorra í umræðu við færsluna en Pétur Thor Gunnarsson framkvæmdastjóri Freyju segir málsháttinn fínan. Hann hafi mátt finna í páskaeggjum sælgætisgerðarinnar í mörg ár. Pétur spyr hvað málsháttur sé, þeir þurfi ekki allir að fjalla um bændur og búalið. „Þessi tiltekni málsháttur er ekkert svona vel meitlaður eins og málshættir oftast eru. Það er einkenni þeirra að þeir eru meitlað mál, oft knappir og þurfa að hafa í sér einhvers konar visku eða sannindi sem standast tímans tönn,“ Ellert Þór Jóhannsson, rannsóknarlektor hjá Árnastofnun. Málshættir þurfi eins að grípa - fólk þurfi að muna þá og nota til að þeir teljist til málshátta. „Það er engin sérstök ástæða til að koma með einhverjar kauðslegar þýðingar á erlendum málsháttum þegar íslensk málsháttahefð er svona rík og full af ýmsum efnivið sem hægt er að nýta í páskaeggjamálshætti.“ Til séu fjölmargir íslenskir málshættir - og því óþarfi að búa til nýja og jafnvel illa heppnaða - sér í lagi ef maður hugsar sér páskaeggjamálshættina sem leið til að miðla tungumálaarfinum til næstu kynslóðar. „Þá komast börn í færi við tungutak sem þeim er kannski ekki tamt og þau læra að orða hugsanir sínar á fjölbreyttari hátt.“ Íslensk fræði Íslensk tunga Páskar Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Árinni kennir illur ræðari og glöggt er gests augað eru gamalgrónir íslenskir málshættir. Á síðustu árum hafa nýir málshættir skotið upp kollinum, sértaklega í páskaeggjunum. Þingmaðurinn Snorri Másson birti um helgina færslu á Facebook þar sem hann furðaði sig á málshætti sem hann fékk úr páskaeggi frá Freyju. Snorri tekur svo djúpt í árina að segja að um sé að ræða áframhaldandi niðurdrepandi gengisfellingu málsháttarins: Ókurteisi er lítilla manna eftirlíking af styrk sagði í eggi Snorra. Fjölmargir tóku undir með Snorra í umræðu við færsluna en Pétur Thor Gunnarsson framkvæmdastjóri Freyju segir málsháttinn fínan. Hann hafi mátt finna í páskaeggjum sælgætisgerðarinnar í mörg ár. Pétur spyr hvað málsháttur sé, þeir þurfi ekki allir að fjalla um bændur og búalið. „Þessi tiltekni málsháttur er ekkert svona vel meitlaður eins og málshættir oftast eru. Það er einkenni þeirra að þeir eru meitlað mál, oft knappir og þurfa að hafa í sér einhvers konar visku eða sannindi sem standast tímans tönn,“ Ellert Þór Jóhannsson, rannsóknarlektor hjá Árnastofnun. Málshættir þurfi eins að grípa - fólk þurfi að muna þá og nota til að þeir teljist til málshátta. „Það er engin sérstök ástæða til að koma með einhverjar kauðslegar þýðingar á erlendum málsháttum þegar íslensk málsháttahefð er svona rík og full af ýmsum efnivið sem hægt er að nýta í páskaeggjamálshætti.“ Til séu fjölmargir íslenskir málshættir - og því óþarfi að búa til nýja og jafnvel illa heppnaða - sér í lagi ef maður hugsar sér páskaeggjamálshættina sem leið til að miðla tungumálaarfinum til næstu kynslóðar. „Þá komast börn í færi við tungutak sem þeim er kannski ekki tamt og þau læra að orða hugsanir sínar á fjölbreyttari hátt.“
Íslensk fræði Íslensk tunga Páskar Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira