Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Jakob Bjarnar skrifar 22. apríl 2025 12:59 Halla Tómasdóttir vildi merkja opinbera síðu páfa við samúðarkveðju sína en merkinging skilaði sér ekki. vísir/vilhelm/getty Ástæðan fyrir því að Halla Tómasdóttir forseti Íslands notaði enska mynd nafns páfa var einfaldlega sú að hún ætlaði að merkja opinbera síðu páfa í færslu sinni. „Útskýringin er einfaldlega sú að forseti ætlaði sér að merkja opinbera síðu páfa í færslu sinni á Instagram sem birtist einnig á Facebook. Í fljótheitum yfirsást henni að @-merkið skilaði sér ekki inn í færsluna sem olli því að heiti páfa birtist á ensku. Um leið og henni barst ábending um að svo væri leiðrétti hún færsluna,” segir Sif Gunnarsdóttir ritari forseta í svari við fyrirspurn fréttastofu. Gríðarleg hneykslan braust út á samfélagsmiðlum þegar Halla skrifaði samúðarkveðju vegna fráfalls páfa, eða „Pope Francis“. Eins og fram kemur í svörum Sifjar breytti Halla umsvifalaust „Pope Francis“ í Frans páfa. En skaðinn var skeður og var forseta umsvifalsaust núið því um nasir að vera plebbalegur. „Menntunarskortur,“ skrifaði sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason til að mynda, miskunnarlaus. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus hefur staðið í ströngu við að eyða út ummælum á síðu sinni eftir að hann gerði þetta mál að umfjöllunarefni á síðunni „Málspjall“. „Mér urðu á ritstjórnarleg mistök hér í hópnum í gær. Ég skrifaði færslu um óboðlega enskunotkun í færslu forseta Íslands,“ skrifar Eiríkur. Hann segist standa við þá færslu, hún hafi verið eðlileg miðað við þær upplýsingar sem fyrir lágu. „Hins vegar fékk ég seinna skýringu á málinu og ljóst að það var ekki ásetningur forseta að nota ensku þarna eins og ég skrifaði um í annarri færslu.“ Forseti Íslands Samfélagsmiðlar Andlát Frans páfa Páfagarður Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Útför páfans á laugardag Kardinálarnir Í Róm hittust í morgun til að skipuleggja útför Frans páfa sem lést í gærmorgun. Hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hjarta hans stöðvaðist. Gera má ráð fyrir að leiðtogar hvaðanæva úr heiminum muni vera viðstaddir útförina. Útförin fer fram á laugardag. 22. apríl 2025 06:42 Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök Frans páfa, sem lést í morgun 88 ára að aldri, hefur verið kunngjörð en hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hann fór í hjartastopp. 21. apríl 2025 21:28 Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Halla Tómasdóttir forseti deilir samúðarkveðjum vegna fráfalls Frans páfa. Hún vísar til hans sem „Pope Francis“ á ensku í færslunni. 21. apríl 2025 13:37 Leiðtogar minnast páfans Þjóðarleiðtogar hafa margir hverjir birt minningarorð um Frans páfa sem lést í morgun. Hans er minnst sem hvetjandi og auðmjúkum manni auk sameiningartákni manna. 21. apríl 2025 11:39 Frans páfi er látinn Frans páfi er látinn. Hann var 88 ára að aldri. 21. apríl 2025 08:08 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Sjá meira
„Útskýringin er einfaldlega sú að forseti ætlaði sér að merkja opinbera síðu páfa í færslu sinni á Instagram sem birtist einnig á Facebook. Í fljótheitum yfirsást henni að @-merkið skilaði sér ekki inn í færsluna sem olli því að heiti páfa birtist á ensku. Um leið og henni barst ábending um að svo væri leiðrétti hún færsluna,” segir Sif Gunnarsdóttir ritari forseta í svari við fyrirspurn fréttastofu. Gríðarleg hneykslan braust út á samfélagsmiðlum þegar Halla skrifaði samúðarkveðju vegna fráfalls páfa, eða „Pope Francis“. Eins og fram kemur í svörum Sifjar breytti Halla umsvifalaust „Pope Francis“ í Frans páfa. En skaðinn var skeður og var forseta umsvifalsaust núið því um nasir að vera plebbalegur. „Menntunarskortur,“ skrifaði sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason til að mynda, miskunnarlaus. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus hefur staðið í ströngu við að eyða út ummælum á síðu sinni eftir að hann gerði þetta mál að umfjöllunarefni á síðunni „Málspjall“. „Mér urðu á ritstjórnarleg mistök hér í hópnum í gær. Ég skrifaði færslu um óboðlega enskunotkun í færslu forseta Íslands,“ skrifar Eiríkur. Hann segist standa við þá færslu, hún hafi verið eðlileg miðað við þær upplýsingar sem fyrir lágu. „Hins vegar fékk ég seinna skýringu á málinu og ljóst að það var ekki ásetningur forseta að nota ensku þarna eins og ég skrifaði um í annarri færslu.“
Forseti Íslands Samfélagsmiðlar Andlát Frans páfa Páfagarður Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Útför páfans á laugardag Kardinálarnir Í Róm hittust í morgun til að skipuleggja útför Frans páfa sem lést í gærmorgun. Hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hjarta hans stöðvaðist. Gera má ráð fyrir að leiðtogar hvaðanæva úr heiminum muni vera viðstaddir útförina. Útförin fer fram á laugardag. 22. apríl 2025 06:42 Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök Frans páfa, sem lést í morgun 88 ára að aldri, hefur verið kunngjörð en hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hann fór í hjartastopp. 21. apríl 2025 21:28 Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Halla Tómasdóttir forseti deilir samúðarkveðjum vegna fráfalls Frans páfa. Hún vísar til hans sem „Pope Francis“ á ensku í færslunni. 21. apríl 2025 13:37 Leiðtogar minnast páfans Þjóðarleiðtogar hafa margir hverjir birt minningarorð um Frans páfa sem lést í morgun. Hans er minnst sem hvetjandi og auðmjúkum manni auk sameiningartákni manna. 21. apríl 2025 11:39 Frans páfi er látinn Frans páfi er látinn. Hann var 88 ára að aldri. 21. apríl 2025 08:08 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Sjá meira
Útför páfans á laugardag Kardinálarnir Í Róm hittust í morgun til að skipuleggja útför Frans páfa sem lést í gærmorgun. Hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hjarta hans stöðvaðist. Gera má ráð fyrir að leiðtogar hvaðanæva úr heiminum muni vera viðstaddir útförina. Útförin fer fram á laugardag. 22. apríl 2025 06:42
Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök Frans páfa, sem lést í morgun 88 ára að aldri, hefur verið kunngjörð en hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hann fór í hjartastopp. 21. apríl 2025 21:28
Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Halla Tómasdóttir forseti deilir samúðarkveðjum vegna fráfalls Frans páfa. Hún vísar til hans sem „Pope Francis“ á ensku í færslunni. 21. apríl 2025 13:37
Leiðtogar minnast páfans Þjóðarleiðtogar hafa margir hverjir birt minningarorð um Frans páfa sem lést í morgun. Hans er minnst sem hvetjandi og auðmjúkum manni auk sameiningartákni manna. 21. apríl 2025 11:39