Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. apríl 2025 23:50 Oscar og Sonja, fósturmóðir hans, sem berst nú fyrir því að hann fái dvalarleyfi. Þrjátíu prestar í íslensku þjóðkirkjunni fordæma brottvísun hins sautján ára Oscars Anders Florez Bocanegra og taka undir þá kröfu að honum verði veitt dvalarleyfi. Þetta kemur fram í bréfi sem stílað er á stjórnvöld. Þar segir: „Við undirrituð, vígðir prestar í íslensku þjóðkirkjunni, lýsum yfir samstöðu með þeirri fjölskyldu sem nú fer fram á dvalarleyfi fyrir Oscar Anders Florez Bocanegra.“ Oscar er sautján ára drengur frá Kólumbíu sem kom fyrst til landsins með föður sínum árið 2022. Hann var beittur ofbeldi af föður sínum og tók íslensk fósturfjölskylda hann að sér. Þeim feðgum var báðum vísað úr landi í fyrra en fósturfjölskyldan sótti Oscar til Bogotá í Kólumbíu. Nú stendur til að vísa Oscari aftur úr landi. „Við sem þessa yfirlýsingu undirritum eigum ekki beina aðkomu að málinu en við teljum okkur skylt og ljúft að sýna málstað þessa barns samstöðu,“ segir í bréfinu. „Aðkomumaður, sem dvelur hjá ykkur, skal njóta sama réttar og innborinn maður“ Við prestsvígslu lofi vígsluþegi að standa vörð um „æskulýðinn“ og að „styðja lítilmagna og hjálpa bágstöddum.“ Prestarnir tína síðan til dæmi úr siðfræði Gamla testamentsins: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“og „Aðkomumaður, sem dvelur hjá ykkur, skal njóta sama réttar og innborinn maður. Þú skalt elska hann eins og sjálfan þig því að þið voruð aðkomumenn í Egyptalandi. Ég er Drottinn, Guð ykkar.“ Í kennslu Jesú séu börn í forgrunni, sem fyrirmyndir og sem skjólstæðingar presta. „Sú fjölskylda sem nú berst fyrir velferð Oscar Anders Florez Bocanegra og hefur veitt honum skjól í þrengingum sínum, birtir með beinum hætti þá dyggðasiðfræði sem Biblían kennir. Við tökum undir þá kröfu að honum verði veitt dvalarleyfi hérlendis,“ segir síðan í bréfinu. Eftirtaldir þrjátíu prestar skrifa síðan undir bréfið: Sr. Aðalsteinn Þorvaldsson, prestur í Akureyrar- og Lauglandsprestakalli. Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur í Reynivallaprestakalli. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn, Mosfellsprestakall, Mosfellsbæ. Sr. Árni Þór Þórsson, prestur innflytjenda og flóttafólks. Dr. Bjarni Karlsson, prestur og siðfræðingur við sálgæslustofuna Haf. Sr. Bolli Pétur Bollason, prestur í Tjarnaprestakalli. Sr. Bryndís Böðvarsdóttir, prestur. Sr. Daníel Ágúst Gautason, prestur í Lindakirkju. Sr. Edda Hlíf Hlífarsdóttir, prestur í Húnavatnsprestakalli. Sr. Elínborg Gísladóttir, sóknarprestur í Grindavíkursókn. Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir, biskupsritari. Sr. Guðmundur Örn Jónsson, sóknarprestur í Vestmannaeyjaprestakalli. Sr. Guðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðra. Sr. Hildur Björk Hörpudóttir, við Glerárkirkju á Akureyri. Sr. Hildur Eir Bolladóttir, sóknarprestur í Akureyrarkirkju. Sr. Hjalti Jón Sverrisson, fangaprestur. Sr. Jóhanna Gísladóttir, prestur í Akureyrar- og Laugalandsprestakalli. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Vídalínskirkju í Garðabæ. Sr. Margrét Lilja Vilmundardóttir, prestur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Sr. Matthildur Bjarnadóttir, prestur í Vídalínskirkju í Garðabæ. Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, prestur í Dalvíkurprestakalli. Sr. Ragnheiður Karítas Pétursdóttir, prestur. Dr. Sigríður Guðmarsdóttir, prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ. Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir, sóknarprestur í Þorlákshafnarprestakalli. Sr. Sigrún Margrétar Óskarsdóttir, prestur og faglegur handleiðari Landspítala. Dr. Sigurvin Lárus Jónsson, prestur í Vídalínskirkju í Garðabæ. Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir, prestur í Þingeyjarprestakalli. Sr. Stefanía Steinsdóttir, sóknarprestur í Ólafsfjarðarprestakalli. Sr. Toshiki Toma, prestur innflytjenda og flóttafólks. Sr. Úrsúla Árnadóttir, prestur Þjóðkirkjan Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi sem stílað er á stjórnvöld. Þar segir: „Við undirrituð, vígðir prestar í íslensku þjóðkirkjunni, lýsum yfir samstöðu með þeirri fjölskyldu sem nú fer fram á dvalarleyfi fyrir Oscar Anders Florez Bocanegra.“ Oscar er sautján ára drengur frá Kólumbíu sem kom fyrst til landsins með föður sínum árið 2022. Hann var beittur ofbeldi af föður sínum og tók íslensk fósturfjölskylda hann að sér. Þeim feðgum var báðum vísað úr landi í fyrra en fósturfjölskyldan sótti Oscar til Bogotá í Kólumbíu. Nú stendur til að vísa Oscari aftur úr landi. „Við sem þessa yfirlýsingu undirritum eigum ekki beina aðkomu að málinu en við teljum okkur skylt og ljúft að sýna málstað þessa barns samstöðu,“ segir í bréfinu. „Aðkomumaður, sem dvelur hjá ykkur, skal njóta sama réttar og innborinn maður“ Við prestsvígslu lofi vígsluþegi að standa vörð um „æskulýðinn“ og að „styðja lítilmagna og hjálpa bágstöddum.“ Prestarnir tína síðan til dæmi úr siðfræði Gamla testamentsins: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“og „Aðkomumaður, sem dvelur hjá ykkur, skal njóta sama réttar og innborinn maður. Þú skalt elska hann eins og sjálfan þig því að þið voruð aðkomumenn í Egyptalandi. Ég er Drottinn, Guð ykkar.“ Í kennslu Jesú séu börn í forgrunni, sem fyrirmyndir og sem skjólstæðingar presta. „Sú fjölskylda sem nú berst fyrir velferð Oscar Anders Florez Bocanegra og hefur veitt honum skjól í þrengingum sínum, birtir með beinum hætti þá dyggðasiðfræði sem Biblían kennir. Við tökum undir þá kröfu að honum verði veitt dvalarleyfi hérlendis,“ segir síðan í bréfinu. Eftirtaldir þrjátíu prestar skrifa síðan undir bréfið: Sr. Aðalsteinn Þorvaldsson, prestur í Akureyrar- og Lauglandsprestakalli. Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur í Reynivallaprestakalli. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn, Mosfellsprestakall, Mosfellsbæ. Sr. Árni Þór Þórsson, prestur innflytjenda og flóttafólks. Dr. Bjarni Karlsson, prestur og siðfræðingur við sálgæslustofuna Haf. Sr. Bolli Pétur Bollason, prestur í Tjarnaprestakalli. Sr. Bryndís Böðvarsdóttir, prestur. Sr. Daníel Ágúst Gautason, prestur í Lindakirkju. Sr. Edda Hlíf Hlífarsdóttir, prestur í Húnavatnsprestakalli. Sr. Elínborg Gísladóttir, sóknarprestur í Grindavíkursókn. Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir, biskupsritari. Sr. Guðmundur Örn Jónsson, sóknarprestur í Vestmannaeyjaprestakalli. Sr. Guðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðra. Sr. Hildur Björk Hörpudóttir, við Glerárkirkju á Akureyri. Sr. Hildur Eir Bolladóttir, sóknarprestur í Akureyrarkirkju. Sr. Hjalti Jón Sverrisson, fangaprestur. Sr. Jóhanna Gísladóttir, prestur í Akureyrar- og Laugalandsprestakalli. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Vídalínskirkju í Garðabæ. Sr. Margrét Lilja Vilmundardóttir, prestur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Sr. Matthildur Bjarnadóttir, prestur í Vídalínskirkju í Garðabæ. Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, prestur í Dalvíkurprestakalli. Sr. Ragnheiður Karítas Pétursdóttir, prestur. Dr. Sigríður Guðmarsdóttir, prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ. Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir, sóknarprestur í Þorlákshafnarprestakalli. Sr. Sigrún Margrétar Óskarsdóttir, prestur og faglegur handleiðari Landspítala. Dr. Sigurvin Lárus Jónsson, prestur í Vídalínskirkju í Garðabæ. Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir, prestur í Þingeyjarprestakalli. Sr. Stefanía Steinsdóttir, sóknarprestur í Ólafsfjarðarprestakalli. Sr. Toshiki Toma, prestur innflytjenda og flóttafólks. Sr. Úrsúla Árnadóttir, prestur
Þjóðkirkjan Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Sjá meira
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent