Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Bjarki Sigurðsson skrifar 21. apríl 2025 18:50 Brynja María Ólafsdóttir, sérfræðingur í regluvörslu hjá Landsbankanum. vísir Svikahrappar geta verið ósvífnir og þolinmóðir til þess að fá sem mest upp úr krafsinu. Þetta segir sérfræðingur sem minnir á mikilvægi þess að vera alltaf á varðbergi gagnvart netsvindli. Netsvindlarar verða alltaf færari og færari í sinni iðn og lendir fjöldi Íslendinga og íslenskra fyrirtækja í þeim á ári hverju. Það getur verið erfitt að greina á milli þess hvað er svikapóstur og hvað ekki. Til að mynda lentu margir illa í því milli jóla og nýárs þegar svikapóstar voru sendir í nafni Skattsins. Pósturinn var á góðri íslensku og afar sannfærandi ef fólk var ekki á varðbergi. „Hér áður fyrr var það mjög augljóst af orðalaginu í tölvupóstinum hvað var svik og hvað var ekki svik. En núna er íslenskan orðin betri með hjálp gervigreindar og annarra hluta, og því erfiðara fyrir Íslendinga að átta sig á því að þetta séu svikapóstar,“ segir Brynja María Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá regluvörslu Landsbankans. „Ég smelli alls ekki á hlekki“ Varast skal að opna alla hlekki í tölvupóstssamskiptum sem kunna að vera, jafnvel bara pínulítið, undarleg. „Þegar þú ert að fá tölvupóst, skaltu skoða mjög vel netfangið sem var að senda þér póstinn. Mín regla er að þegar ég fæ tölvupóst er að ég smelli alls ekki á hlekki. Því tölvupóstsamskipti þar sem þú ert beðinn um að smella á hlekk eru yfirleitt góð aðferð til að fá fólk til að falla fyrir svikum. Getur fengið vírus í tölvuna eða annað slíkt sem getur haft verri afleiðingar,“ segir Brynja. Ein tegund svika eru svokölluð „forstjórasvik“ eða fyrirmælasvik. Þau virka þannig að svikahrappar senda póst á starfsmann fyrirtækis, í nafni yfirmanns hans, og biðja hann um að framkvæma millifærslur. Þannig hafa íslensk fyrirtæki verið nálægt því að tapa tugum milljónum króna. „Einhver hefur brotist inn í tölvupóst stjórnanda og sent greiðslufyrirmæli til fjármálastjóra. Það hefur kannski orðið millifærsla, en við höfum náð að grípa inn í svoleiðis ef við fáum að vita strax,“ segir Brynja. „Það sem svikarinn gerði var að hann var búinn að kíkja á tölvupóstinn og áttaði sig á því að yfirmaðurinn átti flugmiða. Hann sendi fyrirmælin þegar viðkomandi átti að vera í flugi. Svo er sett ákveðin pressa í svona póstum, þú þurfir að bregðast fljótt við svo hægt sé að framkvæma viðskiptin,“ segir Brynja. Netglæpir Tækni Netöryggi Lögreglumál Landsbankinn Efnahagsbrot Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Netsvindlarar verða alltaf færari og færari í sinni iðn og lendir fjöldi Íslendinga og íslenskra fyrirtækja í þeim á ári hverju. Það getur verið erfitt að greina á milli þess hvað er svikapóstur og hvað ekki. Til að mynda lentu margir illa í því milli jóla og nýárs þegar svikapóstar voru sendir í nafni Skattsins. Pósturinn var á góðri íslensku og afar sannfærandi ef fólk var ekki á varðbergi. „Hér áður fyrr var það mjög augljóst af orðalaginu í tölvupóstinum hvað var svik og hvað var ekki svik. En núna er íslenskan orðin betri með hjálp gervigreindar og annarra hluta, og því erfiðara fyrir Íslendinga að átta sig á því að þetta séu svikapóstar,“ segir Brynja María Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá regluvörslu Landsbankans. „Ég smelli alls ekki á hlekki“ Varast skal að opna alla hlekki í tölvupóstssamskiptum sem kunna að vera, jafnvel bara pínulítið, undarleg. „Þegar þú ert að fá tölvupóst, skaltu skoða mjög vel netfangið sem var að senda þér póstinn. Mín regla er að þegar ég fæ tölvupóst er að ég smelli alls ekki á hlekki. Því tölvupóstsamskipti þar sem þú ert beðinn um að smella á hlekk eru yfirleitt góð aðferð til að fá fólk til að falla fyrir svikum. Getur fengið vírus í tölvuna eða annað slíkt sem getur haft verri afleiðingar,“ segir Brynja. Ein tegund svika eru svokölluð „forstjórasvik“ eða fyrirmælasvik. Þau virka þannig að svikahrappar senda póst á starfsmann fyrirtækis, í nafni yfirmanns hans, og biðja hann um að framkvæma millifærslur. Þannig hafa íslensk fyrirtæki verið nálægt því að tapa tugum milljónum króna. „Einhver hefur brotist inn í tölvupóst stjórnanda og sent greiðslufyrirmæli til fjármálastjóra. Það hefur kannski orðið millifærsla, en við höfum náð að grípa inn í svoleiðis ef við fáum að vita strax,“ segir Brynja. „Það sem svikarinn gerði var að hann var búinn að kíkja á tölvupóstinn og áttaði sig á því að yfirmaðurinn átti flugmiða. Hann sendi fyrirmælin þegar viðkomandi átti að vera í flugi. Svo er sett ákveðin pressa í svona póstum, þú þurfir að bregðast fljótt við svo hægt sé að framkvæma viðskiptin,“ segir Brynja.
Netglæpir Tækni Netöryggi Lögreglumál Landsbankinn Efnahagsbrot Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira