Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. apríl 2025 20:10 Ragnhildur Þórðardóttir er sálfræðingur og einkaþjálfari og skrifar reglulega pistla um allt sem viðkemur mataræði, líkamsrækt og heilsu. Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir að þeir sem hati gleðina eða eru „slavískt 100% í heilsunni“ ættu að sleppa páskaeggjum en fyrir alla hina sé sjálfsagt að fá sér súkkulaði yfir páskana. Ragga fjallar um páskaegg og hve hve mörg slík maður þarf að borða til að bæta á sig kílói af líkamsfitu í pistli sem hún birti á Facebook í dag. „Þú þarft 7.700 aukalegar hitaeiningar til að smyrja á þig einu kílói af líkamsfitu. Það eru hitaeiningar sem koma til viðbótar við grunnhitaeiningaþörf þína til að viðhalda líkamsstarfssemi, fóðra heilann og vöðvana. Þú þarft líka að passa að hreyfa hvorki legg né lið yfir daginn til að eyða ekki neinum hitaeiningum,“ skrifar hún í pistlinum. Nítján ásar, fimm fjarkar eða tvær sjöur fyrir „kíló af hreinu lýsi“ Hún tekur sem dæmi páskaegg númer fjögur sem inniheldur 1500 hitaeiningar. Til að bæta á sig „kílói af mör“ þurfi maður að borða fimm egg númer fjögur yfir páskana. „Páskaegg númer eitt eru 400 hitaeiningar. Svo þú þarft að borða nítján slík til að smyrja kílói af hreinu lýsi á skottið,“ skrifar hún. „Páskaegg númer sjö eru 3000 hitaeiningar. Ef þú borðar rúmlega tvö slík þá neglirðu á þig kílói,“ skrifar hún jafnframt. Öll þau páskaegg þurfi að koma til viðbótar við venjubundnar þrjár til fjórar máltíðir yfir daginn. Engin egg fyrir þá sem hata gleðina eða eru „slavískt“ í heilsunni „Ef þú hatar gleðina og langar alls ekki að skapa minningar um páskana með börnum og fjölskyldu þá skaltu forðast páskaegg eins og loga vítis,“ skrifar Ragga í færslunni. Þá sem langar að vera „slavískt 100% í heilsunni alla daga allt árið um kring í fullkomnu ójafnvægi“ skulu einnig forðast eggin og borða bara „kjúlla og salat“ yfir páskana samkvæmt pistlinum. „Ef þú lamast vinstra megin af kvíða yfir að þú eyðileggir ALLT með að gúffa smá súkkulaði yfir páskana þá ætti þessi pistill að slengja tusku veruleikans í andlitið,“ skrifar Ragga jafnframt. Það að „njóta af og til og fagna páskum með smá súkkó“ segir Ragga að sé hluti af dagskránni hjá öllum þeim sem eigi í „langvarandi hjónabandi við heilsubröltið“. Matur Páskar Sælgæti Heilsa Tengdar fréttir Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Verð á Freyju páskaeggjum hækkar um 17 prósent milli ára í Bónus og Krónunni, mun meira en páskaegg Góu, sem hækka 13 prósent, og Nóa Síríus, sem hækka um 9 prósent. Þau eru einnig dýrari en páskaegg Góu og Nóa í kílóverðssamanburði verðlagseftirlits ASÍ. 8. apríl 2025 11:14 Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Páskarnir nálgast óðfluga en hvað eru páskarnir án páskaeggja? 4. apríl 2025 10:30 Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira
Ragga fjallar um páskaegg og hve hve mörg slík maður þarf að borða til að bæta á sig kílói af líkamsfitu í pistli sem hún birti á Facebook í dag. „Þú þarft 7.700 aukalegar hitaeiningar til að smyrja á þig einu kílói af líkamsfitu. Það eru hitaeiningar sem koma til viðbótar við grunnhitaeiningaþörf þína til að viðhalda líkamsstarfssemi, fóðra heilann og vöðvana. Þú þarft líka að passa að hreyfa hvorki legg né lið yfir daginn til að eyða ekki neinum hitaeiningum,“ skrifar hún í pistlinum. Nítján ásar, fimm fjarkar eða tvær sjöur fyrir „kíló af hreinu lýsi“ Hún tekur sem dæmi páskaegg númer fjögur sem inniheldur 1500 hitaeiningar. Til að bæta á sig „kílói af mör“ þurfi maður að borða fimm egg númer fjögur yfir páskana. „Páskaegg númer eitt eru 400 hitaeiningar. Svo þú þarft að borða nítján slík til að smyrja kílói af hreinu lýsi á skottið,“ skrifar hún. „Páskaegg númer sjö eru 3000 hitaeiningar. Ef þú borðar rúmlega tvö slík þá neglirðu á þig kílói,“ skrifar hún jafnframt. Öll þau páskaegg þurfi að koma til viðbótar við venjubundnar þrjár til fjórar máltíðir yfir daginn. Engin egg fyrir þá sem hata gleðina eða eru „slavískt“ í heilsunni „Ef þú hatar gleðina og langar alls ekki að skapa minningar um páskana með börnum og fjölskyldu þá skaltu forðast páskaegg eins og loga vítis,“ skrifar Ragga í færslunni. Þá sem langar að vera „slavískt 100% í heilsunni alla daga allt árið um kring í fullkomnu ójafnvægi“ skulu einnig forðast eggin og borða bara „kjúlla og salat“ yfir páskana samkvæmt pistlinum. „Ef þú lamast vinstra megin af kvíða yfir að þú eyðileggir ALLT með að gúffa smá súkkulaði yfir páskana þá ætti þessi pistill að slengja tusku veruleikans í andlitið,“ skrifar Ragga jafnframt. Það að „njóta af og til og fagna páskum með smá súkkó“ segir Ragga að sé hluti af dagskránni hjá öllum þeim sem eigi í „langvarandi hjónabandi við heilsubröltið“.
Matur Páskar Sælgæti Heilsa Tengdar fréttir Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Verð á Freyju páskaeggjum hækkar um 17 prósent milli ára í Bónus og Krónunni, mun meira en páskaegg Góu, sem hækka 13 prósent, og Nóa Síríus, sem hækka um 9 prósent. Þau eru einnig dýrari en páskaegg Góu og Nóa í kílóverðssamanburði verðlagseftirlits ASÍ. 8. apríl 2025 11:14 Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Páskarnir nálgast óðfluga en hvað eru páskarnir án páskaeggja? 4. apríl 2025 10:30 Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira
Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Verð á Freyju páskaeggjum hækkar um 17 prósent milli ára í Bónus og Krónunni, mun meira en páskaegg Góu, sem hækka 13 prósent, og Nóa Síríus, sem hækka um 9 prósent. Þau eru einnig dýrari en páskaegg Góu og Nóa í kílóverðssamanburði verðlagseftirlits ASÍ. 8. apríl 2025 11:14
Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Páskarnir nálgast óðfluga en hvað eru páskarnir án páskaeggja? 4. apríl 2025 10:30