Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. apríl 2025 14:44 Starfsmenn og stjórnendur borverksins með jarðborinn Óðinn í bakgrunni. Aðsend/Aron Ingi Gestsson Í gærmorgun hóf HS Orka að bora fyrstu djúpu rannsóknarborholu í Krýsuvík. Áætlunin er að afla sér ítarlegri þekkingu á jarðhitakerfinu með það að markmiði að framleiða heitt vatn til notkunar á höfuðborgarsvæðinu. „Í gærmorgun hófst borun fyrstu djúpu rannsóknarborholunnar við Sveifluháls í Krýsuvík en borunin er hluti af jarðhitarannsóknum HS Orku á Krýsuvíkursvæðinu,“ segir í tilkynningu frá HS Orku. Yfirborðsrannsókn á svæðinu er lokið en markmiðið verkefnisins er að framleiða heitt vatn fyrir Hafnarfjörð og höfuðborgarsvæðið auk rafmagns inn á landskerfið. Í tilkynningunni segir að ætla megi að nýtt orkuver geti hitað upp fimmtíu þúsund manna byggð og haft 100 megawatta rafmagnsaflsgetu. Í dag kemur stærsti hlutur heitavatns á höfuðborgarsvæðinu frá Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun. Áætlunin er að bora allt að 2750 metra langa holu niður á rúmlega tveggja kílómetra dýpi til að „auka þekkingu á jarðhitakerfinu, sannreyna tilvist háhitaauðlindar og meta nýtingu hennar á svæðinu Sveifluháls-Austurengjar.“ Að sögn Birnu Lárusdóttur, upplýsingafulltrúa HS Orku er rafmagnsdrifni borinn í gangi allan sólarhringinn. Skili þessar rannsóknir tilætluðum árangri mun rísa jarðvarmaver við Sveifluháls en þó sé ekki tímabært að segja til um staðsetningu versins. Það fari eftir niðurstöðum rannsóknarinnar auk umhverfismats. Landsvæðið þar sem rannsóknirnar fara fram á er á vinsælu útivistarsvæði í eigu Hafnarfjarðarbæjar. Bærinn og HS Orka undirrituðu samning um heimild til rannsókna, landnota, lóðarleigu og nýtingar auðlindaréttinda í tengslum við mögulega nýtingu auðlinda á síðasta ári. Ekki er þetta í fyrsta skipti sem rannsóknarstarf fer fram á Krýsuvíkursvæðinu en það nær aftur til ársins 1941. Alls hafa 34 holur verið boraðar á svæðinu á þessum tíma. Jarðhiti Orkumál Hafnarfjörður Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
„Í gærmorgun hófst borun fyrstu djúpu rannsóknarborholunnar við Sveifluháls í Krýsuvík en borunin er hluti af jarðhitarannsóknum HS Orku á Krýsuvíkursvæðinu,“ segir í tilkynningu frá HS Orku. Yfirborðsrannsókn á svæðinu er lokið en markmiðið verkefnisins er að framleiða heitt vatn fyrir Hafnarfjörð og höfuðborgarsvæðið auk rafmagns inn á landskerfið. Í tilkynningunni segir að ætla megi að nýtt orkuver geti hitað upp fimmtíu þúsund manna byggð og haft 100 megawatta rafmagnsaflsgetu. Í dag kemur stærsti hlutur heitavatns á höfuðborgarsvæðinu frá Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun. Áætlunin er að bora allt að 2750 metra langa holu niður á rúmlega tveggja kílómetra dýpi til að „auka þekkingu á jarðhitakerfinu, sannreyna tilvist háhitaauðlindar og meta nýtingu hennar á svæðinu Sveifluháls-Austurengjar.“ Að sögn Birnu Lárusdóttur, upplýsingafulltrúa HS Orku er rafmagnsdrifni borinn í gangi allan sólarhringinn. Skili þessar rannsóknir tilætluðum árangri mun rísa jarðvarmaver við Sveifluháls en þó sé ekki tímabært að segja til um staðsetningu versins. Það fari eftir niðurstöðum rannsóknarinnar auk umhverfismats. Landsvæðið þar sem rannsóknirnar fara fram á er á vinsælu útivistarsvæði í eigu Hafnarfjarðarbæjar. Bærinn og HS Orka undirrituðu samning um heimild til rannsókna, landnota, lóðarleigu og nýtingar auðlindaréttinda í tengslum við mögulega nýtingu auðlinda á síðasta ári. Ekki er þetta í fyrsta skipti sem rannsóknarstarf fer fram á Krýsuvíkursvæðinu en það nær aftur til ársins 1941. Alls hafa 34 holur verið boraðar á svæðinu á þessum tíma.
Jarðhiti Orkumál Hafnarfjörður Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira