Diddy ekki veittur aukafrestur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. apríl 2025 19:25 Diddy hefur setið í fangelsi í Brooklyn í New York síðan í september. Getty/Dave Benett Dómari í New York ríki í Bandaríkjunum hafnaði í dag beiðni rapparans Sean „Diddy“ Combs um að fresta réttarhöldunum yfir honum um tvo mánuði. Þannig eru réttarhöldin áfram fyrirhuguð þann 5. maí næstkomandi. Mál Combs hefur vakið heimsathygli en hann hefur verið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og kynferðisbrot. Þá hafa ótal einkamál verið höfðuð gegn honum í tengslum við meðal annars nauðganir og mansal. Combs, sem er 55 ára, hefur hafnað sök í fimm ákæruliðum sem varða fjárkúgun og mansal. Saksóknarar í Manhattan saka rapparann um að notfæra sér viðskiptaveldi sitt til að misnota konur kynferðislega á tuttugu ára tímabili, frá 2004 til 2024. Lögmenn Combs segja samþykki hafa verið fyrir hendi í öllum þeim kynferðisathöfnum sem lýst er í ákærum á hendur honum. Einn þeirra, Marc Agnifilio, lagði í byrjun apríl fram beiðni um að réttarhöldunum yrði frestað um tvo mánuði til þess að meiri tími gæfist til undirbúnings, sem fælist meðal annars í að lesa tölvupósta sem hann hefði rukkað einn meintra þolenda um. Arun Subramanian héraðsdómari féllst ekki á beiðnina. Í frétt Reuters um málið segir að ríkissaksóknarar hafi verið andvígir hvers lags seinkun á réttarhöldunum. Fyrr í mánuðinum hafi bæst í ákærur á hendur Combs en þær hafi ekki falið í sér ný gögn eða upplýsingar. Subramanian sagði einnig í yfirheyrslu í gær að nokkrum meintum þolendum byðist sá kostur að gefa vitnisburð sinn undir nafnleynd af öryggisástæðum. Bandaríkin Mál Sean „Diddy“ Combs Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Hollywood Tengdar fréttir „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Will Smith hefur þvertekið fyrir að tengjast Sean „Diddy“ Combs á nokkurn hátt. Hann hafi ekki farið í nein partý til Combs eða komið nálægt kauða. 14. desember 2024 20:50 Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Tískuhönnuðurinn Bryana „Bana“ Bongolan hefur höfðað mál á hendur Sean „Diddy“ Combs en hún sakar hann meðal annars um að hafa ógnað lífi sínu með því að láta hana hanga fram af svölum. 4. desember 2024 08:52 Myndband sýnir árás Diddy Myndefni sýnir tónlistarmanninn Sean „Diddy“ Combs ráðast gegn fyrrverandi kærustu hans, Cassie Ventura. Myndefnið er frá árinu 2016 úr öryggismyndavélum InterContinental-hótelsins í Los Angeles-ríki Bandaríkjanna. 18. maí 2024 11:37 Combs sakaður um enn eina kynferðisárásina Enn einn einstaklingurinn hefur stigið fram og ásakað tónlistar- og athafnamanninn Sean „Diddy“ Combs um kynferðisofbeldi. Kona að nafni Thalia Graves hefur höfðað mál gegn rapparanum, sem hún segir hafa nauðgað sér í New York árið 2001. 25. september 2024 08:32 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Mál Combs hefur vakið heimsathygli en hann hefur verið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og kynferðisbrot. Þá hafa ótal einkamál verið höfðuð gegn honum í tengslum við meðal annars nauðganir og mansal. Combs, sem er 55 ára, hefur hafnað sök í fimm ákæruliðum sem varða fjárkúgun og mansal. Saksóknarar í Manhattan saka rapparann um að notfæra sér viðskiptaveldi sitt til að misnota konur kynferðislega á tuttugu ára tímabili, frá 2004 til 2024. Lögmenn Combs segja samþykki hafa verið fyrir hendi í öllum þeim kynferðisathöfnum sem lýst er í ákærum á hendur honum. Einn þeirra, Marc Agnifilio, lagði í byrjun apríl fram beiðni um að réttarhöldunum yrði frestað um tvo mánuði til þess að meiri tími gæfist til undirbúnings, sem fælist meðal annars í að lesa tölvupósta sem hann hefði rukkað einn meintra þolenda um. Arun Subramanian héraðsdómari féllst ekki á beiðnina. Í frétt Reuters um málið segir að ríkissaksóknarar hafi verið andvígir hvers lags seinkun á réttarhöldunum. Fyrr í mánuðinum hafi bæst í ákærur á hendur Combs en þær hafi ekki falið í sér ný gögn eða upplýsingar. Subramanian sagði einnig í yfirheyrslu í gær að nokkrum meintum þolendum byðist sá kostur að gefa vitnisburð sinn undir nafnleynd af öryggisástæðum.
Bandaríkin Mál Sean „Diddy“ Combs Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Hollywood Tengdar fréttir „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Will Smith hefur þvertekið fyrir að tengjast Sean „Diddy“ Combs á nokkurn hátt. Hann hafi ekki farið í nein partý til Combs eða komið nálægt kauða. 14. desember 2024 20:50 Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Tískuhönnuðurinn Bryana „Bana“ Bongolan hefur höfðað mál á hendur Sean „Diddy“ Combs en hún sakar hann meðal annars um að hafa ógnað lífi sínu með því að láta hana hanga fram af svölum. 4. desember 2024 08:52 Myndband sýnir árás Diddy Myndefni sýnir tónlistarmanninn Sean „Diddy“ Combs ráðast gegn fyrrverandi kærustu hans, Cassie Ventura. Myndefnið er frá árinu 2016 úr öryggismyndavélum InterContinental-hótelsins í Los Angeles-ríki Bandaríkjanna. 18. maí 2024 11:37 Combs sakaður um enn eina kynferðisárásina Enn einn einstaklingurinn hefur stigið fram og ásakað tónlistar- og athafnamanninn Sean „Diddy“ Combs um kynferðisofbeldi. Kona að nafni Thalia Graves hefur höfðað mál gegn rapparanum, sem hún segir hafa nauðgað sér í New York árið 2001. 25. september 2024 08:32 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
„Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Will Smith hefur þvertekið fyrir að tengjast Sean „Diddy“ Combs á nokkurn hátt. Hann hafi ekki farið í nein partý til Combs eða komið nálægt kauða. 14. desember 2024 20:50
Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Tískuhönnuðurinn Bryana „Bana“ Bongolan hefur höfðað mál á hendur Sean „Diddy“ Combs en hún sakar hann meðal annars um að hafa ógnað lífi sínu með því að láta hana hanga fram af svölum. 4. desember 2024 08:52
Myndband sýnir árás Diddy Myndefni sýnir tónlistarmanninn Sean „Diddy“ Combs ráðast gegn fyrrverandi kærustu hans, Cassie Ventura. Myndefnið er frá árinu 2016 úr öryggismyndavélum InterContinental-hótelsins í Los Angeles-ríki Bandaríkjanna. 18. maí 2024 11:37
Combs sakaður um enn eina kynferðisárásina Enn einn einstaklingurinn hefur stigið fram og ásakað tónlistar- og athafnamanninn Sean „Diddy“ Combs um kynferðisofbeldi. Kona að nafni Thalia Graves hefur höfðað mál gegn rapparanum, sem hún segir hafa nauðgað sér í New York árið 2001. 25. september 2024 08:32