Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2025 08:02 Gianluca Zambrotta og Francesco Totti fagna á HM 2006. Sá fyrrnefndi þarf að fara undir hnífinn sem fyrst. EPA/RAINER JENSEN Gianluca Zambrotta spilaði með stórliðum á borð við AC Milan, Barcelona og Juventu sá ferli sínum. Hann vann fjölda titla og stóð uppi sem heimsmeistari með Ítalíu árið 2006. Nú stefnir í að þessi 48 ára gamli fyrrverandi knattspyrnumaður þurfti gervihné til þess að geta gengið eðlilega. Zambrotta var á sínum tíma talinn með bestu bakvörðum heims og spilaði meðal annars 98 A-landsleiki. Á annars glæstum ferli lenti hann ekki í neinum grafalvarlegum meiðslum en í dag er staðan önnur. Hann tjáði sig opinberlega um málið í hlaðvarpi á dögunum. Daily Mail greindi frá. Hér má sjá hvernig fætur Zambrotta eru í dag.Andrea Diodato/Getty Images Þannig er mál með vexti að Zambrotta er það hjólbeinóttur að læknarnir sem hann hefur talað við skilja í raun ekki hvernig hann getur gengið. Í hlaðvarpinu segir leikmaðurinn fyrrverandi að hann hafi þrívegis farið í aðgerð á hné og nú vanti allt trefjabrjósk í bæði hné hans. Það leiði til þess að fætur hans hafi orðið hjólbeinóttir. „Ég er orðinn að tilraunadýri. Læknarnir horfa á mig og spyrja hvernig ég get gengið. Eftir nokkur ár þarf ég að nota gervilimi.“ Zambrotta viðurkennir að ástand hans hafi versnað þar sem hann hafi ekki brugðist nægilega fljótt við. „Ég hefði ef til vill átt að byrja að vinna í þessu fyrr. Ég mun bráðlega fara í aðgerð á báðum hnjám. Læknarnir sem ég hef talað við skilja ekki hvernig ég get tekið þátt í hlutum eins og padel.“ Zambrotta er á leið undir hnífinn þar sem reynt verður að rétta fætur hans. Þó það gangi vel þá þarf hann samt sem áður að fá gervihné á næstu árum. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti HM 2006 í Þýskalandi Ítalski boltinn Padel Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Zambrotta var á sínum tíma talinn með bestu bakvörðum heims og spilaði meðal annars 98 A-landsleiki. Á annars glæstum ferli lenti hann ekki í neinum grafalvarlegum meiðslum en í dag er staðan önnur. Hann tjáði sig opinberlega um málið í hlaðvarpi á dögunum. Daily Mail greindi frá. Hér má sjá hvernig fætur Zambrotta eru í dag.Andrea Diodato/Getty Images Þannig er mál með vexti að Zambrotta er það hjólbeinóttur að læknarnir sem hann hefur talað við skilja í raun ekki hvernig hann getur gengið. Í hlaðvarpinu segir leikmaðurinn fyrrverandi að hann hafi þrívegis farið í aðgerð á hné og nú vanti allt trefjabrjósk í bæði hné hans. Það leiði til þess að fætur hans hafi orðið hjólbeinóttir. „Ég er orðinn að tilraunadýri. Læknarnir horfa á mig og spyrja hvernig ég get gengið. Eftir nokkur ár þarf ég að nota gervilimi.“ Zambrotta viðurkennir að ástand hans hafi versnað þar sem hann hafi ekki brugðist nægilega fljótt við. „Ég hefði ef til vill átt að byrja að vinna í þessu fyrr. Ég mun bráðlega fara í aðgerð á báðum hnjám. Læknarnir sem ég hef talað við skilja ekki hvernig ég get tekið þátt í hlutum eins og padel.“ Zambrotta er á leið undir hnífinn þar sem reynt verður að rétta fætur hans. Þó það gangi vel þá þarf hann samt sem áður að fá gervihné á næstu árum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti HM 2006 í Þýskalandi Ítalski boltinn Padel Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Sjá meira