Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Lovísa Arnardóttir skrifar 16. apríl 2025 11:23 Kópavogur úthlutaði um 540 leikskólaplássum fyrir haustið. Vísir/Anton Brink Fyrri úthlutun í leikskóla Kópavogs fyrir haustið er lokið og var öllum börnum sem fædd eru í júní 2024 og eldri boðið leikskólapláss. Yngstu börnin verða því um fjórtán mánaða þegar aðlögun hefst í leikskólum Kópavogs að loknu sumarfríi. Úthlutun náði til 540 barna sem sótt var um fyrir 10.mars, sem eru um 90 prósent barna sem hefja leikskólagöngu í haust samkvæmt tilkynningu frá bænum. „Frá því við innleiddum Kópavogsmódelið hefur starfsumhverfi leikskóla í Kópavogi breyst til batnaðar. Mönnun leikskóla gengur vel og frábært að sjá að ríflega helmingur starfsmanna er með háskólamenntun, sem er hátt hlutfall á landsvísu. Þá hefur faglega starfið og þjónustan batnað til muna. Það ríkir mikil tilhlökkun að taka á móti börnunum sem hefja skólagöngu í leikskólum Kópavogs í haust,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, í tilkynningunni. Í tilkynningu kemur einnig fram að eftir páska verði opnað fyrir umsóknir sem bárust eftir 10. mars og haldið áfram að úthluta plássum fram á sumar. Í tilkynningunni segir að frá því að Kópavogsmódelið var innleitt árið 2023 hafi bæði skipulag og starfsumhverfi leikskóla í Kópavogi tekið stakkaskiptum. Betur gangi að manna leikskóla og því sé hægt að bjóða fleiri börnum pláss. Þá sé boðið upp á sveigjanleika í skráningu leikskólatíma sem um 26 prósent foreldra hafa nýtt sér. Leikskólaplássum hefur fjölgað í Kópavogi frá því í fyrra. Barnaskóli Kársness tekur til starfa í ágúst og hefur þegar 40 leikskólaplássum verið úthlutað í leikskólanum. Auk þess eru framkvæmdir hafnar við nýjan leikskóla við Skólatröð. Leikskólinn verður tekinn í notkun á næsta ári og er gert ráð fyrir 60 leikskólaplássum þar. Árið 2027 verður svo opnaður leikskóli við Naustavör sem mun rýma 100 börn. Sams konar tilkynningar komu frá Reykjavík og Garðabæ í gær. Í Reykjavíkurborg hefur öllum börnum 18 mánaða og eldri verið boðið pláss í haust og í Garðabæ var öllum börnum 14 mánaða og eldri boðin leikskólavist. Einhver yngri börn voru innrituð þar og var það yngsta átta mánaða. Reiknað er með að fimmtán og sextán mánaða börn fái einnig boð í ágúst eða september. Skóla- og menntamál Kópavogur Leikskólar Garðabær Reykjavík Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Sjá meira
Úthlutun náði til 540 barna sem sótt var um fyrir 10.mars, sem eru um 90 prósent barna sem hefja leikskólagöngu í haust samkvæmt tilkynningu frá bænum. „Frá því við innleiddum Kópavogsmódelið hefur starfsumhverfi leikskóla í Kópavogi breyst til batnaðar. Mönnun leikskóla gengur vel og frábært að sjá að ríflega helmingur starfsmanna er með háskólamenntun, sem er hátt hlutfall á landsvísu. Þá hefur faglega starfið og þjónustan batnað til muna. Það ríkir mikil tilhlökkun að taka á móti börnunum sem hefja skólagöngu í leikskólum Kópavogs í haust,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, í tilkynningunni. Í tilkynningu kemur einnig fram að eftir páska verði opnað fyrir umsóknir sem bárust eftir 10. mars og haldið áfram að úthluta plássum fram á sumar. Í tilkynningunni segir að frá því að Kópavogsmódelið var innleitt árið 2023 hafi bæði skipulag og starfsumhverfi leikskóla í Kópavogi tekið stakkaskiptum. Betur gangi að manna leikskóla og því sé hægt að bjóða fleiri börnum pláss. Þá sé boðið upp á sveigjanleika í skráningu leikskólatíma sem um 26 prósent foreldra hafa nýtt sér. Leikskólaplássum hefur fjölgað í Kópavogi frá því í fyrra. Barnaskóli Kársness tekur til starfa í ágúst og hefur þegar 40 leikskólaplássum verið úthlutað í leikskólanum. Auk þess eru framkvæmdir hafnar við nýjan leikskóla við Skólatröð. Leikskólinn verður tekinn í notkun á næsta ári og er gert ráð fyrir 60 leikskólaplássum þar. Árið 2027 verður svo opnaður leikskóli við Naustavör sem mun rýma 100 börn. Sams konar tilkynningar komu frá Reykjavík og Garðabæ í gær. Í Reykjavíkurborg hefur öllum börnum 18 mánaða og eldri verið boðið pláss í haust og í Garðabæ var öllum börnum 14 mánaða og eldri boðin leikskólavist. Einhver yngri börn voru innrituð þar og var það yngsta átta mánaða. Reiknað er með að fimmtán og sextán mánaða börn fái einnig boð í ágúst eða september.
Skóla- og menntamál Kópavogur Leikskólar Garðabær Reykjavík Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent