Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2025 16:31 Jude Bellingham og félagar þurfa að vinna upp þriggja marka forskot Arsenal á morgun en eru staðráðnir í að gera það. Getty/Marc Atkins Jude Bellingham segist alltaf vera að heyra og sjá sama orðið, „remontada“, fyrir seinni leik Real Madrid við Arsenal í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Carlo Ancelotti vill að leikmenn sínir sýni „hug, hjarta og hreðjar“ annað kvöld. Eftir aukaspyrnusýningu Declan Rice í síðustu viku er Arsenal 3-0 yfir í einvíginu og ríkjandi Evrópumeistarar Real því í afar erfiðri stöðu. Bellingham og Ancelotti létu samt engan bilbug á sér finna í dag, á blaðamannafundi fyrir seinni leik liðanna sem fram fer á Santiago Bernabeu á morgun klukkan 19. Spænska orðið „remontada“ táknar endurkomu, eins og Real ætlar að ná annað kvöld með því að knýja fram sigur í einvíginu. „Remontada… ég hef heyrt þetta milljón sinnum í þessari viku og séð milljón myndbönd á netinu. Þetta gírar mann svakalega upp. Svona kvöld eru gerð fyrir Real Madrid og fólk hérna er vant þessu. Vonandi getum við bætt við öðru einstöku kvöldi,“ sagði Bellingham. Ancelotti hefur unnið keppnina fimm sinnum sem knattspyrnustjóri, oftast allra, og er pollslakur: „Ég er einbeittur og mjög yfirvegaður. Þetta er ekki fyrsta svona kvöldið mitt og verður ekki það síðasta heldur. Ég er mun frekar spenntur en áhyggjufullur, að fá að taka þátt í svona leik af bekknum. Þessi spenna hjálpar mér að vera yfirvegaður,“ sagði Ancelotti sem eins og fyrr segir vill sjá „hug, hjarta og hreðjar“ hjá sínum mönnum. Ancelotti vill líka sjá Kylian Mbappé sýna sínar bestu hliðar, eftir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Alaves á sunnudaginn. „Hann er særður, vonsvikinn yfir því sem gerðist, en æfði mjög vel í gær og er mjög vel gíraður. Við þurfum hann og mörkin hans, meira en nokkru sinni,“ sagði Ancelotti. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Sjá meira
Eftir aukaspyrnusýningu Declan Rice í síðustu viku er Arsenal 3-0 yfir í einvíginu og ríkjandi Evrópumeistarar Real því í afar erfiðri stöðu. Bellingham og Ancelotti létu samt engan bilbug á sér finna í dag, á blaðamannafundi fyrir seinni leik liðanna sem fram fer á Santiago Bernabeu á morgun klukkan 19. Spænska orðið „remontada“ táknar endurkomu, eins og Real ætlar að ná annað kvöld með því að knýja fram sigur í einvíginu. „Remontada… ég hef heyrt þetta milljón sinnum í þessari viku og séð milljón myndbönd á netinu. Þetta gírar mann svakalega upp. Svona kvöld eru gerð fyrir Real Madrid og fólk hérna er vant þessu. Vonandi getum við bætt við öðru einstöku kvöldi,“ sagði Bellingham. Ancelotti hefur unnið keppnina fimm sinnum sem knattspyrnustjóri, oftast allra, og er pollslakur: „Ég er einbeittur og mjög yfirvegaður. Þetta er ekki fyrsta svona kvöldið mitt og verður ekki það síðasta heldur. Ég er mun frekar spenntur en áhyggjufullur, að fá að taka þátt í svona leik af bekknum. Þessi spenna hjálpar mér að vera yfirvegaður,“ sagði Ancelotti sem eins og fyrr segir vill sjá „hug, hjarta og hreðjar“ hjá sínum mönnum. Ancelotti vill líka sjá Kylian Mbappé sýna sínar bestu hliðar, eftir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Alaves á sunnudaginn. „Hann er særður, vonsvikinn yfir því sem gerðist, en æfði mjög vel í gær og er mjög vel gíraður. Við þurfum hann og mörkin hans, meira en nokkru sinni,“ sagði Ancelotti.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Sjá meira