Tveir „galdramenn“ í haldi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. apríl 2025 19:00 Hildur Bolladóttir og Bolli Ófeigsson eigendur Ófeigs gullsmiðju lentu í þjófagengi í gær sem þau lýsa eins og galdramönnum. Lögregla hefur handtekið tvo í tengslum við málið. Vísir Þaulskipulagt erlent þjófagengi lét greipar sópa í skartgripabúð á Skólavörustíg í gær. Eigendur lýsa þjófunum eins og galdramönnum. Lögregla hefur handtekið tvo úr genginu og náð einhverju af þýfinu. Þá náðist myndband af bíræfnum vasaþjófum í Haukadal í gær. Eigandi Gullsmiðju og listmunahúss Ófeigs á Skólavörðustíg var við það að loka í gær þegar fólk sem virtist vera erlendir ferðamenn fór að streyma inn. Hluti hópsins hafði það hlutverk að versla og trufla eigandann meðan aðrir hnupluðu skartgripum fyrir hundruðum þúsunda.Þjófnaðurinn náðist á eftirlitsmyndavélar. „Rosalega óþægilegt“ „Þau komu á stuttum tíma í hollum inn í búðina og voru átta þegar mest var. Ein þeirra bað mig um að sýna sér hring. Ég opnaði hólfið hér í augnablik og þá nýtti annar tækifærið og teygði sig inn fyrir glerið og tókst að ná sér í silfurarmband. Þetta er rosalega óþægilegt,“ segir Hildur Bolladóttir verslunareigandi sem stóð vaktina í gær. Á meðan Hildur afgreiddi svo eitt parið notaði annar einstaklingur úr genginu tækifæri til að stela sýningarbakka með skartgripum úr glugganum. Sá þjófur missti tvo hringi á leið út en var svo bíræfinn að koma aftur til baka og sækja annan þeirra. „Við sáum í eftirlitsmyndavélunum að hann kom aftur inn í búðina til að sækja annan hringinn,“ segir Hildur. Hildur gerði sér grein fyrir að hún hefði verið rænd skömmu eftir að þjófarnir voru á brott og þegar var haft samband við lögreglu. Þá tilkynnti Bolli Ófeigsson gullsmiður og sonur hennar um þjófnaðinn á Facebook. Lögregla hafði snör handtök. „Ég held að það sé búið að finna megnið af þessu og handtaka tvo. Ég er mjög ánægð með það og mikið létt,“ segir Hildur. Eins og galdramenn Bolli Ófeigsson gullsmiðlur segir ótrúlegt að sjá þjófanna athafna sig á eftirlitsmyndböndunum verslunarinnar. „Þjófarnir eru eins og galdramenn,“ segir hann. Hann segir verslunarmenn á Skólavörðustígnum hafa þó nokkrum sinnum lent í sambærilegum þjófagengjum. „Svipaðir hópar hafa verið hér áður og ryksugað úr verslunum. Þetta eru oft algjörir sjónhverfingamenn,“ segir hann. Hann segir að eitt einkenni þjófanna umfram annað. „Fólkið er yfirleitt lélegt í ensku,“ segir hann. Vasaþjófar á vinsælum ferðamannastöðum Það var þó ekki bara á Skólavörðustígnum sem þjófagengi athöfnuðu sig í gær því vasaþjófur læddist í vasa grandalauss ferðamanns við Strokk í Haukadal. Búðarkona í Reykjavík bar kennsl á þjófinn þegar hann reyndi að versla með stolnum greiðslukortum í gær. Lögreglu var gert viðvart. Verslun Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Sjá meira
Eigandi Gullsmiðju og listmunahúss Ófeigs á Skólavörðustíg var við það að loka í gær þegar fólk sem virtist vera erlendir ferðamenn fór að streyma inn. Hluti hópsins hafði það hlutverk að versla og trufla eigandann meðan aðrir hnupluðu skartgripum fyrir hundruðum þúsunda.Þjófnaðurinn náðist á eftirlitsmyndavélar. „Rosalega óþægilegt“ „Þau komu á stuttum tíma í hollum inn í búðina og voru átta þegar mest var. Ein þeirra bað mig um að sýna sér hring. Ég opnaði hólfið hér í augnablik og þá nýtti annar tækifærið og teygði sig inn fyrir glerið og tókst að ná sér í silfurarmband. Þetta er rosalega óþægilegt,“ segir Hildur Bolladóttir verslunareigandi sem stóð vaktina í gær. Á meðan Hildur afgreiddi svo eitt parið notaði annar einstaklingur úr genginu tækifæri til að stela sýningarbakka með skartgripum úr glugganum. Sá þjófur missti tvo hringi á leið út en var svo bíræfinn að koma aftur til baka og sækja annan þeirra. „Við sáum í eftirlitsmyndavélunum að hann kom aftur inn í búðina til að sækja annan hringinn,“ segir Hildur. Hildur gerði sér grein fyrir að hún hefði verið rænd skömmu eftir að þjófarnir voru á brott og þegar var haft samband við lögreglu. Þá tilkynnti Bolli Ófeigsson gullsmiður og sonur hennar um þjófnaðinn á Facebook. Lögregla hafði snör handtök. „Ég held að það sé búið að finna megnið af þessu og handtaka tvo. Ég er mjög ánægð með það og mikið létt,“ segir Hildur. Eins og galdramenn Bolli Ófeigsson gullsmiðlur segir ótrúlegt að sjá þjófanna athafna sig á eftirlitsmyndböndunum verslunarinnar. „Þjófarnir eru eins og galdramenn,“ segir hann. Hann segir verslunarmenn á Skólavörðustígnum hafa þó nokkrum sinnum lent í sambærilegum þjófagengjum. „Svipaðir hópar hafa verið hér áður og ryksugað úr verslunum. Þetta eru oft algjörir sjónhverfingamenn,“ segir hann. Hann segir að eitt einkenni þjófanna umfram annað. „Fólkið er yfirleitt lélegt í ensku,“ segir hann. Vasaþjófar á vinsælum ferðamannastöðum Það var þó ekki bara á Skólavörðustígnum sem þjófagengi athöfnuðu sig í gær því vasaþjófur læddist í vasa grandalauss ferðamanns við Strokk í Haukadal. Búðarkona í Reykjavík bar kennsl á þjófinn þegar hann reyndi að versla með stolnum greiðslukortum í gær. Lögreglu var gert viðvart.
Verslun Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Sjá meira