Tveir „galdramenn“ í haldi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. apríl 2025 19:00 Hildur Bolladóttir og Bolli Ófeigsson eigendur Ófeigs gullsmiðju lentu í þjófagengi í gær sem þau lýsa eins og galdramönnum. Lögregla hefur handtekið tvo í tengslum við málið. Vísir Þaulskipulagt erlent þjófagengi lét greipar sópa í skartgripabúð á Skólavörustíg í gær. Eigendur lýsa þjófunum eins og galdramönnum. Lögregla hefur handtekið tvo úr genginu og náð einhverju af þýfinu. Þá náðist myndband af bíræfnum vasaþjófum í Haukadal í gær. Eigandi Gullsmiðju og listmunahúss Ófeigs á Skólavörðustíg var við það að loka í gær þegar fólk sem virtist vera erlendir ferðamenn fór að streyma inn. Hluti hópsins hafði það hlutverk að versla og trufla eigandann meðan aðrir hnupluðu skartgripum fyrir hundruðum þúsunda.Þjófnaðurinn náðist á eftirlitsmyndavélar. „Rosalega óþægilegt“ „Þau komu á stuttum tíma í hollum inn í búðina og voru átta þegar mest var. Ein þeirra bað mig um að sýna sér hring. Ég opnaði hólfið hér í augnablik og þá nýtti annar tækifærið og teygði sig inn fyrir glerið og tókst að ná sér í silfurarmband. Þetta er rosalega óþægilegt,“ segir Hildur Bolladóttir verslunareigandi sem stóð vaktina í gær. Á meðan Hildur afgreiddi svo eitt parið notaði annar einstaklingur úr genginu tækifæri til að stela sýningarbakka með skartgripum úr glugganum. Sá þjófur missti tvo hringi á leið út en var svo bíræfinn að koma aftur til baka og sækja annan þeirra. „Við sáum í eftirlitsmyndavélunum að hann kom aftur inn í búðina til að sækja annan hringinn,“ segir Hildur. Hildur gerði sér grein fyrir að hún hefði verið rænd skömmu eftir að þjófarnir voru á brott og þegar var haft samband við lögreglu. Þá tilkynnti Bolli Ófeigsson gullsmiður og sonur hennar um þjófnaðinn á Facebook. Lögregla hafði snör handtök. „Ég held að það sé búið að finna megnið af þessu og handtaka tvo. Ég er mjög ánægð með það og mikið létt,“ segir Hildur. Eins og galdramenn Bolli Ófeigsson gullsmiðlur segir ótrúlegt að sjá þjófanna athafna sig á eftirlitsmyndböndunum verslunarinnar. „Þjófarnir eru eins og galdramenn,“ segir hann. Hann segir verslunarmenn á Skólavörðustígnum hafa þó nokkrum sinnum lent í sambærilegum þjófagengjum. „Svipaðir hópar hafa verið hér áður og ryksugað úr verslunum. Þetta eru oft algjörir sjónhverfingamenn,“ segir hann. Hann segir að eitt einkenni þjófanna umfram annað. „Fólkið er yfirleitt lélegt í ensku,“ segir hann. Vasaþjófar á vinsælum ferðamannastöðum Það var þó ekki bara á Skólavörðustígnum sem þjófagengi athöfnuðu sig í gær því vasaþjófur læddist í vasa grandalauss ferðamanns við Strokk í Haukadal. Búðarkona í Reykjavík bar kennsl á þjófinn þegar hann reyndi að versla með stolnum greiðslukortum í gær. Lögreglu var gert viðvart. Verslun Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Eigandi Gullsmiðju og listmunahúss Ófeigs á Skólavörðustíg var við það að loka í gær þegar fólk sem virtist vera erlendir ferðamenn fór að streyma inn. Hluti hópsins hafði það hlutverk að versla og trufla eigandann meðan aðrir hnupluðu skartgripum fyrir hundruðum þúsunda.Þjófnaðurinn náðist á eftirlitsmyndavélar. „Rosalega óþægilegt“ „Þau komu á stuttum tíma í hollum inn í búðina og voru átta þegar mest var. Ein þeirra bað mig um að sýna sér hring. Ég opnaði hólfið hér í augnablik og þá nýtti annar tækifærið og teygði sig inn fyrir glerið og tókst að ná sér í silfurarmband. Þetta er rosalega óþægilegt,“ segir Hildur Bolladóttir verslunareigandi sem stóð vaktina í gær. Á meðan Hildur afgreiddi svo eitt parið notaði annar einstaklingur úr genginu tækifæri til að stela sýningarbakka með skartgripum úr glugganum. Sá þjófur missti tvo hringi á leið út en var svo bíræfinn að koma aftur til baka og sækja annan þeirra. „Við sáum í eftirlitsmyndavélunum að hann kom aftur inn í búðina til að sækja annan hringinn,“ segir Hildur. Hildur gerði sér grein fyrir að hún hefði verið rænd skömmu eftir að þjófarnir voru á brott og þegar var haft samband við lögreglu. Þá tilkynnti Bolli Ófeigsson gullsmiður og sonur hennar um þjófnaðinn á Facebook. Lögregla hafði snör handtök. „Ég held að það sé búið að finna megnið af þessu og handtaka tvo. Ég er mjög ánægð með það og mikið létt,“ segir Hildur. Eins og galdramenn Bolli Ófeigsson gullsmiðlur segir ótrúlegt að sjá þjófanna athafna sig á eftirlitsmyndböndunum verslunarinnar. „Þjófarnir eru eins og galdramenn,“ segir hann. Hann segir verslunarmenn á Skólavörðustígnum hafa þó nokkrum sinnum lent í sambærilegum þjófagengjum. „Svipaðir hópar hafa verið hér áður og ryksugað úr verslunum. Þetta eru oft algjörir sjónhverfingamenn,“ segir hann. Hann segir að eitt einkenni þjófanna umfram annað. „Fólkið er yfirleitt lélegt í ensku,“ segir hann. Vasaþjófar á vinsælum ferðamannastöðum Það var þó ekki bara á Skólavörðustígnum sem þjófagengi athöfnuðu sig í gær því vasaþjófur læddist í vasa grandalauss ferðamanns við Strokk í Haukadal. Búðarkona í Reykjavík bar kennsl á þjófinn þegar hann reyndi að versla með stolnum greiðslukortum í gær. Lögreglu var gert viðvart.
Verslun Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira