„Ég er bara örvæntingarfull“ Lovísa Arnardóttir skrifar 14. apríl 2025 09:04 Hlín Jóhannesdóttir, kvikmyndaframleiðandi og rektor Kvikmyndaskóla Íslands, kallar eftir því að skólanum verði tryggt fjármagn svo hann geti starfað áfram. Starfsemin sé einstök. Vísir/Vilhelm Hlín Jóhannesdóttir, rektor Kvikmyndaskólan Íslands, segir stöðu skólans grafalvarlega. Hún segir yfirlýsingar mennta- og barnamálaráðherra sýna að hann, og starfsfólk embættisins, hafi ekki kynnt sér nám skólans. Um þúsund hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem stjórnvöld eru hvött til þess að tryggja skólanum áframhaldandi fjármagn. Greint var frá gjaldþroti skólans í síðustu viku. Rafmagnsreikningar skólans hafa síðustu mánuði verið greiddir með launum starfsmanna. Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur leitað eftir því að nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands fái að ljúka námi sínu frá Tækniskólanum eftir að rekstrarfélag Kvikmyndaskólans fór í gjaldþrotameðferð. Vinna á að nýrri námsbraut í kvikmyndagerð innan skólans. Forsvarsmenn þekkingarfyrirtækisins Rafmenntar hafa lýst því yfir að þau segist tilbúin til samstarfs við skólann svo hann geti haldið áfram starfsemi sinnni. Sjá einnig: Kvikmyndaskóli Íslands er gjaldþrota Heitt í hamsi „Vissulega er fólki heitt í hamsi og það verður eiginlega að virða það við okkur að það er tilfinningahiti í umræðunni frá okkar hálfu,“ segir Hlín en það sé innistæða fyrir því öllu. Hlín fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hlín vísar í grein sem birtist á Vísi í gær eftir Örn Pálmason þar sem saga skólans er rakin. Hún hvetur fólk til að kynna sér hana. Hún segir stjórnendur skólans alltaf hafa verið í fullkomnu samstarfi við stjórnvöld. Námið sé þannig uppbyggt að nemendur eru í skólanum 100 prósent í tvö ár og geta ekki verið í öðru á meðan að sögn Hlínar. Við útskrift eiga þau að hafa tekið þátt í gerð sjö til átta stuttmynda. Hún segir námskrána góða og það sé ómögulegt að halda ekki áfram með starfið sem þarna fer fram. Það sé búið að verja milljónum í þennan skóla, í uppbygginguna, og þar með talið milljónum af peningum ríkisins. Hún segir flott starf í gangi í Tækniskólanum en fari námið þangað verði það aldrei eins og hjá þeim. Miklu betra væri ef Tækniskólinn fengi að byggja upp sitt nám, Listaháskólinn fengi að byggja upp sitt nám og þau fengju að halda sínu striki líka. Skólinn hefur um árabil unnið að því að komast á háskólastig og segir Hlín að með samstarfi við Rafmennt myndi þeim takast það og vinna þá við Hlið háskólans að Bifröst. Kvikmyndanám á sem flestum stöðum Hún segist hafa verið í samtali við háskólaráðuneytið um framhald skólans en ekki við mennta- og barnamálaráðuneytið. Það sé fín viðleitni hjá ráðherra um að flytja námið inn í Tækniskólann en hugmyndin endurspegli að starfsmenn mennta- og barnamálaráðuneytisins hafi ekki kynnt sér málið. Þau hafi verið að vinna að því að koma sér á háskólastig en ekki áfram á framhaldsskólastig. „Það er glæsilegt að við séum með Listaháskóla Íslands og þá deild sem þar er. Það er ekki það sem við erum að gera. Ég veit ekki. Það er Rafmennt, við og Bifröst. Þetta er breið samfelld leið í kvikmyndanámi fyrir unglingana okkar og uppkomið fólk jafnvel, sem kvarnaðist úr af á leiðinni, getur munstrað sig inn í og farið á vegferð sem þá bara gefur góða möguleika á að búa til tækifæri, fyrir utan tengslanetið.“ Hlín segir kvikmyndagerð samvinnu og skólinn njóti mikillar virðingar um allan heim fyrir það sem þau geri. Ástæðan sé að þau séu með sínar fjórar deildir en þær vinni allar saman. Þegar nemendur fari út í atvinnulífið séu þeir tilbúnir. Samstarf ekki einkaskóli Hlín segist ekki endilega líta á skólann sem einkaskóla. Þetta sé samstarf ríkis og skólans. Nemendur borgi há skólagjöld og framlag ríkisins komi svo á móti. Það sé ekki hærra en í annarra skóla. „Þetta er samstarf, þetta var samstarf. Hvar er þetta samstarf?“ Fram kemur á vef skólans að skólagjöldin séu 700 þúsund fyrir fyrstu önnina en svo 600 þúsund fyrir þær þrjár annir sem eru eftir það. Námið er lánshæft. Nemendur þurfa að hafa lokið stúdentsprófi til að geta sótt um en skólinn tekur þó inn nemendur sem ekki hafa lokið stúdentsprófi en hafa þekkingu sem jafngildir því. Fram kemur á vef skólans að hámarksfjöldi nemenda í hverjum bekk sé 12. Hlín segist vera orðin örvæntingarfull hvað varðar framtíð skólans. „Ég er örvæntingarfull, og ef þetta verður svona. Ég sannarlega spyr mig hvar True North, Baltasar og Saga Film. Við þurfum þetta fólk.“ Hún segist algjörlega fylgjandi því að kvikmyndanám sé í boði á sem flestum stöðum. „Við erum að horfa til framtíðar þar sem skapandi greinar eru einn af máttarstólpum atvinnulífsins. Getum við aðeins horft á það?“ Þúsund undirskriftir Hún hvetur fólk til að kynna sér málið og það sem nemendur og starfsfólk hafa skrifað síðustu daga. Þá hvetur hún fólk til að skrifa undir undirskriftalista nemenda á Ísland.is þar sem þeir skora á stjórnvöld að tryggja skólanum fjármagn til áframhaldandi starfsemi. „Við skorum á stjórnvöld og ráðherra að axla ábyrgð og bregðast við þessari alvarlegu stöðu – með því að tryggja fjármögnun og sjálfstæða framtíð Kvikmyndaskóla Íslands. Við viljum ekki verða kynslóðin sem missti af tækifæri til að læra og skapa – vegna skorts á vilja og forgangsröðun,“ segir í yfirlýsingu nemenda við undirskriftalistann. Gjaldþrot Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Háskólar Bítið Kvikmyndagerð á Íslandi Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira
Greint var frá gjaldþroti skólans í síðustu viku. Rafmagnsreikningar skólans hafa síðustu mánuði verið greiddir með launum starfsmanna. Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur leitað eftir því að nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands fái að ljúka námi sínu frá Tækniskólanum eftir að rekstrarfélag Kvikmyndaskólans fór í gjaldþrotameðferð. Vinna á að nýrri námsbraut í kvikmyndagerð innan skólans. Forsvarsmenn þekkingarfyrirtækisins Rafmenntar hafa lýst því yfir að þau segist tilbúin til samstarfs við skólann svo hann geti haldið áfram starfsemi sinnni. Sjá einnig: Kvikmyndaskóli Íslands er gjaldþrota Heitt í hamsi „Vissulega er fólki heitt í hamsi og það verður eiginlega að virða það við okkur að það er tilfinningahiti í umræðunni frá okkar hálfu,“ segir Hlín en það sé innistæða fyrir því öllu. Hlín fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hlín vísar í grein sem birtist á Vísi í gær eftir Örn Pálmason þar sem saga skólans er rakin. Hún hvetur fólk til að kynna sér hana. Hún segir stjórnendur skólans alltaf hafa verið í fullkomnu samstarfi við stjórnvöld. Námið sé þannig uppbyggt að nemendur eru í skólanum 100 prósent í tvö ár og geta ekki verið í öðru á meðan að sögn Hlínar. Við útskrift eiga þau að hafa tekið þátt í gerð sjö til átta stuttmynda. Hún segir námskrána góða og það sé ómögulegt að halda ekki áfram með starfið sem þarna fer fram. Það sé búið að verja milljónum í þennan skóla, í uppbygginguna, og þar með talið milljónum af peningum ríkisins. Hún segir flott starf í gangi í Tækniskólanum en fari námið þangað verði það aldrei eins og hjá þeim. Miklu betra væri ef Tækniskólinn fengi að byggja upp sitt nám, Listaháskólinn fengi að byggja upp sitt nám og þau fengju að halda sínu striki líka. Skólinn hefur um árabil unnið að því að komast á háskólastig og segir Hlín að með samstarfi við Rafmennt myndi þeim takast það og vinna þá við Hlið háskólans að Bifröst. Kvikmyndanám á sem flestum stöðum Hún segist hafa verið í samtali við háskólaráðuneytið um framhald skólans en ekki við mennta- og barnamálaráðuneytið. Það sé fín viðleitni hjá ráðherra um að flytja námið inn í Tækniskólann en hugmyndin endurspegli að starfsmenn mennta- og barnamálaráðuneytisins hafi ekki kynnt sér málið. Þau hafi verið að vinna að því að koma sér á háskólastig en ekki áfram á framhaldsskólastig. „Það er glæsilegt að við séum með Listaháskóla Íslands og þá deild sem þar er. Það er ekki það sem við erum að gera. Ég veit ekki. Það er Rafmennt, við og Bifröst. Þetta er breið samfelld leið í kvikmyndanámi fyrir unglingana okkar og uppkomið fólk jafnvel, sem kvarnaðist úr af á leiðinni, getur munstrað sig inn í og farið á vegferð sem þá bara gefur góða möguleika á að búa til tækifæri, fyrir utan tengslanetið.“ Hlín segir kvikmyndagerð samvinnu og skólinn njóti mikillar virðingar um allan heim fyrir það sem þau geri. Ástæðan sé að þau séu með sínar fjórar deildir en þær vinni allar saman. Þegar nemendur fari út í atvinnulífið séu þeir tilbúnir. Samstarf ekki einkaskóli Hlín segist ekki endilega líta á skólann sem einkaskóla. Þetta sé samstarf ríkis og skólans. Nemendur borgi há skólagjöld og framlag ríkisins komi svo á móti. Það sé ekki hærra en í annarra skóla. „Þetta er samstarf, þetta var samstarf. Hvar er þetta samstarf?“ Fram kemur á vef skólans að skólagjöldin séu 700 þúsund fyrir fyrstu önnina en svo 600 þúsund fyrir þær þrjár annir sem eru eftir það. Námið er lánshæft. Nemendur þurfa að hafa lokið stúdentsprófi til að geta sótt um en skólinn tekur þó inn nemendur sem ekki hafa lokið stúdentsprófi en hafa þekkingu sem jafngildir því. Fram kemur á vef skólans að hámarksfjöldi nemenda í hverjum bekk sé 12. Hlín segist vera orðin örvæntingarfull hvað varðar framtíð skólans. „Ég er örvæntingarfull, og ef þetta verður svona. Ég sannarlega spyr mig hvar True North, Baltasar og Saga Film. Við þurfum þetta fólk.“ Hún segist algjörlega fylgjandi því að kvikmyndanám sé í boði á sem flestum stöðum. „Við erum að horfa til framtíðar þar sem skapandi greinar eru einn af máttarstólpum atvinnulífsins. Getum við aðeins horft á það?“ Þúsund undirskriftir Hún hvetur fólk til að kynna sér málið og það sem nemendur og starfsfólk hafa skrifað síðustu daga. Þá hvetur hún fólk til að skrifa undir undirskriftalista nemenda á Ísland.is þar sem þeir skora á stjórnvöld að tryggja skólanum fjármagn til áframhaldandi starfsemi. „Við skorum á stjórnvöld og ráðherra að axla ábyrgð og bregðast við þessari alvarlegu stöðu – með því að tryggja fjármögnun og sjálfstæða framtíð Kvikmyndaskóla Íslands. Við viljum ekki verða kynslóðin sem missti af tækifæri til að læra og skapa – vegna skorts á vilja og forgangsröðun,“ segir í yfirlýsingu nemenda við undirskriftalistann.
Gjaldþrot Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Háskólar Bítið Kvikmyndagerð á Íslandi Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira