Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. apríl 2025 21:00 Þetta er meðal þess sem hefur fundist í veggjum Kaffivagnsins. aðsend Nýr eigandi Kaffivagnsins segir ýmsar gersemar allt að 70 ára gamlar hafa fundist í veggjum húsnæðisins sem gengur nú í endurnýjun lífdaga Yfirhalning stendur nú yfir í húsnæði Kaffivagnsins. Nýr eigandi segir að um hálfgerðan draum sé að ræða fyrir fyrrverandi fastagest og að það séu forréttindi að gera kennileitið upp. „Kaffivagninn er að fá nýja hnjá- og mjaðmaliði og verða aðeins nútímavæddur eins og maður segir. Annars er bara sama gamla góða stemmningin og allt slíkt áfram og góður matur en örlitlar breytingar. Ég er mjög þakklátur húseigendum að taka þetta verk upp í fangið á mér og stýra því alla leið. Ég á fjögur yndisleg börn, ég ætla vona það að Kaffivagninn verði númer fimm.“ Svona mun Kaffivagninn líta út að framkvæmdum loknum.aðsend Kaffivagninn var stofnaður árið 1935 og um sögufrægt hús að ræða enda ýmislegt í húsinu komið til ára sinna. Framkvæmdaaðilar ráku upp stór augu þegar veggir hússins voru opnaðir en þar leyndust ýmsar fornar gersemar og óvæntir aðskotahlutir. „Það skemmtilegasta sem við sáum hingað til kom í ljós í gær, það var skriðjökull. Það var þannig að frystiskápurinn hjá okkur, einangrunin í honum var ekki til staðar lengur og þar af leiðandi var ísinn búinn að þjappa sér inn í vegginn. Við erum búin að finna hérna handrit og finna hérna melaglös með nöfnum þekktra listamanna. Ég myndi halda að þetta elsta sem við fundum sé allavega 70 plús. Þetta var texti á blöðum og vafið inn í svona eins og roð eða eitthvað slíkt. Mögulega gamlar uppskriftir.“ Kaffivagninn tekur stakkaskiptum.aðsend Framkvæmdir gangi vel og er vonast til að opna í maí. Ýmsir beri tilfinningar til hússins. „Ég er örugglega að fá svona 300 símtöl á dag frá fólki sem ég þekki ekki neitt. Þau segja bara: Hvað ertu að gera vinur minn? Afhverju? Ég tek þessi símtöl og tek þetta á kassann og ég er búinn að bjóða þessu fólki hingað í heimsókn þegar við opnum.“ Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Yfirhalning stendur nú yfir í húsnæði Kaffivagnsins. Nýr eigandi segir að um hálfgerðan draum sé að ræða fyrir fyrrverandi fastagest og að það séu forréttindi að gera kennileitið upp. „Kaffivagninn er að fá nýja hnjá- og mjaðmaliði og verða aðeins nútímavæddur eins og maður segir. Annars er bara sama gamla góða stemmningin og allt slíkt áfram og góður matur en örlitlar breytingar. Ég er mjög þakklátur húseigendum að taka þetta verk upp í fangið á mér og stýra því alla leið. Ég á fjögur yndisleg börn, ég ætla vona það að Kaffivagninn verði númer fimm.“ Svona mun Kaffivagninn líta út að framkvæmdum loknum.aðsend Kaffivagninn var stofnaður árið 1935 og um sögufrægt hús að ræða enda ýmislegt í húsinu komið til ára sinna. Framkvæmdaaðilar ráku upp stór augu þegar veggir hússins voru opnaðir en þar leyndust ýmsar fornar gersemar og óvæntir aðskotahlutir. „Það skemmtilegasta sem við sáum hingað til kom í ljós í gær, það var skriðjökull. Það var þannig að frystiskápurinn hjá okkur, einangrunin í honum var ekki til staðar lengur og þar af leiðandi var ísinn búinn að þjappa sér inn í vegginn. Við erum búin að finna hérna handrit og finna hérna melaglös með nöfnum þekktra listamanna. Ég myndi halda að þetta elsta sem við fundum sé allavega 70 plús. Þetta var texti á blöðum og vafið inn í svona eins og roð eða eitthvað slíkt. Mögulega gamlar uppskriftir.“ Kaffivagninn tekur stakkaskiptum.aðsend Framkvæmdir gangi vel og er vonast til að opna í maí. Ýmsir beri tilfinningar til hússins. „Ég er örugglega að fá svona 300 símtöl á dag frá fólki sem ég þekki ekki neitt. Þau segja bara: Hvað ertu að gera vinur minn? Afhverju? Ég tek þessi símtöl og tek þetta á kassann og ég er búinn að bjóða þessu fólki hingað í heimsókn þegar við opnum.“
Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira