Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. apríl 2025 15:28 Finnbogi Jónasson segir samfélagið á Íslandi vera að breytast á ofsahraða. Stöð 2 Aðstoðaryfirlögregluþjónn greiningardeildar ríkislögreglustjóra segir lögregluna meðvitaða um einstaklinga á táningsaldri sem taka þátt í spjallborðum um ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu. Finnbogi Jónasson, aðstoðaryfirlögregluþjónn greiningardeildar ríkislögreglustjóra, segir lögreglu þurfa á auknum forvirkum heimildum að halda til að bregðast við þeim öru breytingum sem eiga sér stað í íslensku samfélagi. Hann ræddi þetta á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Finnbogi segir nauðsynlegt að grípa inn í áður en það verður of seint. „Þeim mun fyrr sem að börnin okkar lenda í einhverjum öfgum, alveg sama hvaða öfgar það eru, hvort það eru hægri öfgafullar ofbeldisskoðanir um það hvernig samfélagið eigi að vera eða öfgar í áfengis- eða fíkniefnaneyslu. Um leið og við missum börnin okkar inn í það, þá er svo erfitt að fá þau til baka,“ segir hann. Hann segir ofbeldisorðræðu á netinu geta undið hratt upp á sig og að auknar eftirlitsheimildir lögreglu dugi ekki einar og sér. Allt samfélagið þurfi að takast á við vandann sem við blasir. „Þetta byrjar kannski lítið. við sjáum þegar við ræðum við okkar samstarfsmenn, hver er vöxturinn í þessu. Þetta byrjar sem umræða svo verður þetta lítil atvik eins og veggjakrot, smávægileg skemmdarverk. Síðan verður þetta að einhvers konar ofbeldisverkum, litlir hópar fara og ráðast á einstaklinga, síðan er farið að ráðast á stærri hópa. Þetta vex og ef við grípum ekki inn í vex þetta og verður stærra og stærra,“ segir Finnbogi. Hryðjuverkaógn hafi aukist Greiningardeild ríkislögreglustjóra gaf út nýja skýrslu um hryðjuverkaógn á Íslandi í vikunni. Hættumatið helst óbreytt frá síðasta ári þar sem talin er aukin hætta á hryðjuverkaógn, þó kemur þar fram að ógnin hafi aukist lítillega. Ógnin stafi helst af ofbeldishneigðum einstaklingum sem sæki í áróður hægri öfgamanna og -hreyfinga. Innræting hægri öfgahyggju á netinu sé merkjanleg meðal íslenskra ungmenna en lögreglan hafi litlar heimildir til að bregðast við. Fólk hverfi inn í nafnleysið Finnbogi segir Ísland vera að breytast hratt. „Við erum á ofsahraða að færast frá þessu litla samfélagi þar sem allir þekkja alla. Bæði hverfur fólk inn til sín, inn í internetið og inn í nafnleysið. Síðan fjölgar gríðarlega í samfélaginu. Það fjölgar ekki bara Íslendingum, við getum horft á einstaklinga af erlendum uppruna sem eru á Íslandi, það er mjög hátt. Það veldur erfiðleikum, þá erum við ekki þar að allir þekkja alla,“ segir hann. Hann tekur þó fram að Ísland standi enn vel á heimsvísu og að áskoranirnar á Íslandi séu smærri en þær á Norðurlöndunum til dæmis. Það sé þó ekkert fast í hendi. Börn og uppeldi Hryðjuverkastarfsemi Lögreglumál Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Sjá meira
Finnbogi Jónasson, aðstoðaryfirlögregluþjónn greiningardeildar ríkislögreglustjóra, segir lögreglu þurfa á auknum forvirkum heimildum að halda til að bregðast við þeim öru breytingum sem eiga sér stað í íslensku samfélagi. Hann ræddi þetta á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Finnbogi segir nauðsynlegt að grípa inn í áður en það verður of seint. „Þeim mun fyrr sem að börnin okkar lenda í einhverjum öfgum, alveg sama hvaða öfgar það eru, hvort það eru hægri öfgafullar ofbeldisskoðanir um það hvernig samfélagið eigi að vera eða öfgar í áfengis- eða fíkniefnaneyslu. Um leið og við missum börnin okkar inn í það, þá er svo erfitt að fá þau til baka,“ segir hann. Hann segir ofbeldisorðræðu á netinu geta undið hratt upp á sig og að auknar eftirlitsheimildir lögreglu dugi ekki einar og sér. Allt samfélagið þurfi að takast á við vandann sem við blasir. „Þetta byrjar kannski lítið. við sjáum þegar við ræðum við okkar samstarfsmenn, hver er vöxturinn í þessu. Þetta byrjar sem umræða svo verður þetta lítil atvik eins og veggjakrot, smávægileg skemmdarverk. Síðan verður þetta að einhvers konar ofbeldisverkum, litlir hópar fara og ráðast á einstaklinga, síðan er farið að ráðast á stærri hópa. Þetta vex og ef við grípum ekki inn í vex þetta og verður stærra og stærra,“ segir Finnbogi. Hryðjuverkaógn hafi aukist Greiningardeild ríkislögreglustjóra gaf út nýja skýrslu um hryðjuverkaógn á Íslandi í vikunni. Hættumatið helst óbreytt frá síðasta ári þar sem talin er aukin hætta á hryðjuverkaógn, þó kemur þar fram að ógnin hafi aukist lítillega. Ógnin stafi helst af ofbeldishneigðum einstaklingum sem sæki í áróður hægri öfgamanna og -hreyfinga. Innræting hægri öfgahyggju á netinu sé merkjanleg meðal íslenskra ungmenna en lögreglan hafi litlar heimildir til að bregðast við. Fólk hverfi inn í nafnleysið Finnbogi segir Ísland vera að breytast hratt. „Við erum á ofsahraða að færast frá þessu litla samfélagi þar sem allir þekkja alla. Bæði hverfur fólk inn til sín, inn í internetið og inn í nafnleysið. Síðan fjölgar gríðarlega í samfélaginu. Það fjölgar ekki bara Íslendingum, við getum horft á einstaklinga af erlendum uppruna sem eru á Íslandi, það er mjög hátt. Það veldur erfiðleikum, þá erum við ekki þar að allir þekkja alla,“ segir hann. Hann tekur þó fram að Ísland standi enn vel á heimsvísu og að áskoranirnar á Íslandi séu smærri en þær á Norðurlöndunum til dæmis. Það sé þó ekkert fast í hendi.
Börn og uppeldi Hryðjuverkastarfsemi Lögreglumál Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Sjá meira