Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. apríl 2025 15:28 Finnbogi Jónasson segir samfélagið á Íslandi vera að breytast á ofsahraða. Stöð 2 Aðstoðaryfirlögregluþjónn greiningardeildar ríkislögreglustjóra segir lögregluna meðvitaða um einstaklinga á táningsaldri sem taka þátt í spjallborðum um ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu. Finnbogi Jónasson, aðstoðaryfirlögregluþjónn greiningardeildar ríkislögreglustjóra, segir lögreglu þurfa á auknum forvirkum heimildum að halda til að bregðast við þeim öru breytingum sem eiga sér stað í íslensku samfélagi. Hann ræddi þetta á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Finnbogi segir nauðsynlegt að grípa inn í áður en það verður of seint. „Þeim mun fyrr sem að börnin okkar lenda í einhverjum öfgum, alveg sama hvaða öfgar það eru, hvort það eru hægri öfgafullar ofbeldisskoðanir um það hvernig samfélagið eigi að vera eða öfgar í áfengis- eða fíkniefnaneyslu. Um leið og við missum börnin okkar inn í það, þá er svo erfitt að fá þau til baka,“ segir hann. Hann segir ofbeldisorðræðu á netinu geta undið hratt upp á sig og að auknar eftirlitsheimildir lögreglu dugi ekki einar og sér. Allt samfélagið þurfi að takast á við vandann sem við blasir. „Þetta byrjar kannski lítið. við sjáum þegar við ræðum við okkar samstarfsmenn, hver er vöxturinn í þessu. Þetta byrjar sem umræða svo verður þetta lítil atvik eins og veggjakrot, smávægileg skemmdarverk. Síðan verður þetta að einhvers konar ofbeldisverkum, litlir hópar fara og ráðast á einstaklinga, síðan er farið að ráðast á stærri hópa. Þetta vex og ef við grípum ekki inn í vex þetta og verður stærra og stærra,“ segir Finnbogi. Hryðjuverkaógn hafi aukist Greiningardeild ríkislögreglustjóra gaf út nýja skýrslu um hryðjuverkaógn á Íslandi í vikunni. Hættumatið helst óbreytt frá síðasta ári þar sem talin er aukin hætta á hryðjuverkaógn, þó kemur þar fram að ógnin hafi aukist lítillega. Ógnin stafi helst af ofbeldishneigðum einstaklingum sem sæki í áróður hægri öfgamanna og -hreyfinga. Innræting hægri öfgahyggju á netinu sé merkjanleg meðal íslenskra ungmenna en lögreglan hafi litlar heimildir til að bregðast við. Fólk hverfi inn í nafnleysið Finnbogi segir Ísland vera að breytast hratt. „Við erum á ofsahraða að færast frá þessu litla samfélagi þar sem allir þekkja alla. Bæði hverfur fólk inn til sín, inn í internetið og inn í nafnleysið. Síðan fjölgar gríðarlega í samfélaginu. Það fjölgar ekki bara Íslendingum, við getum horft á einstaklinga af erlendum uppruna sem eru á Íslandi, það er mjög hátt. Það veldur erfiðleikum, þá erum við ekki þar að allir þekkja alla,“ segir hann. Hann tekur þó fram að Ísland standi enn vel á heimsvísu og að áskoranirnar á Íslandi séu smærri en þær á Norðurlöndunum til dæmis. Það sé þó ekkert fast í hendi. Börn og uppeldi Hryðjuverkastarfsemi Lögreglumál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Finnbogi Jónasson, aðstoðaryfirlögregluþjónn greiningardeildar ríkislögreglustjóra, segir lögreglu þurfa á auknum forvirkum heimildum að halda til að bregðast við þeim öru breytingum sem eiga sér stað í íslensku samfélagi. Hann ræddi þetta á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Finnbogi segir nauðsynlegt að grípa inn í áður en það verður of seint. „Þeim mun fyrr sem að börnin okkar lenda í einhverjum öfgum, alveg sama hvaða öfgar það eru, hvort það eru hægri öfgafullar ofbeldisskoðanir um það hvernig samfélagið eigi að vera eða öfgar í áfengis- eða fíkniefnaneyslu. Um leið og við missum börnin okkar inn í það, þá er svo erfitt að fá þau til baka,“ segir hann. Hann segir ofbeldisorðræðu á netinu geta undið hratt upp á sig og að auknar eftirlitsheimildir lögreglu dugi ekki einar og sér. Allt samfélagið þurfi að takast á við vandann sem við blasir. „Þetta byrjar kannski lítið. við sjáum þegar við ræðum við okkar samstarfsmenn, hver er vöxturinn í þessu. Þetta byrjar sem umræða svo verður þetta lítil atvik eins og veggjakrot, smávægileg skemmdarverk. Síðan verður þetta að einhvers konar ofbeldisverkum, litlir hópar fara og ráðast á einstaklinga, síðan er farið að ráðast á stærri hópa. Þetta vex og ef við grípum ekki inn í vex þetta og verður stærra og stærra,“ segir Finnbogi. Hryðjuverkaógn hafi aukist Greiningardeild ríkislögreglustjóra gaf út nýja skýrslu um hryðjuverkaógn á Íslandi í vikunni. Hættumatið helst óbreytt frá síðasta ári þar sem talin er aukin hætta á hryðjuverkaógn, þó kemur þar fram að ógnin hafi aukist lítillega. Ógnin stafi helst af ofbeldishneigðum einstaklingum sem sæki í áróður hægri öfgamanna og -hreyfinga. Innræting hægri öfgahyggju á netinu sé merkjanleg meðal íslenskra ungmenna en lögreglan hafi litlar heimildir til að bregðast við. Fólk hverfi inn í nafnleysið Finnbogi segir Ísland vera að breytast hratt. „Við erum á ofsahraða að færast frá þessu litla samfélagi þar sem allir þekkja alla. Bæði hverfur fólk inn til sín, inn í internetið og inn í nafnleysið. Síðan fjölgar gríðarlega í samfélaginu. Það fjölgar ekki bara Íslendingum, við getum horft á einstaklinga af erlendum uppruna sem eru á Íslandi, það er mjög hátt. Það veldur erfiðleikum, þá erum við ekki þar að allir þekkja alla,“ segir hann. Hann tekur þó fram að Ísland standi enn vel á heimsvísu og að áskoranirnar á Íslandi séu smærri en þær á Norðurlöndunum til dæmis. Það sé þó ekkert fast í hendi.
Börn og uppeldi Hryðjuverkastarfsemi Lögreglumál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira