Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2025 21:47 Heiða á von á því að nýr samningur um eftirlitsmyndavélakerfið í miðborginni verði kláraður í vor. Vísir/Einar Borgarstjóri segir brýnt að nýr samningur um rekstur eftirlitsmyndavéla í miðborg verði undirritaður sem fyrst og á von á að málið verði afgreitt í síðasta lagi í maí. Borgin og lögregla hafa óskað eftir aðkomu dómsmálaráðuneytisins að málinu. Greint var frá því á RÚV í vikunni að eftirlitsmyndavélakerfi miðborgarinnar hefði verið í ólestri og að fjórðungur þeirra hefði ekki verið virkur. Kom fram að þetta væri afleiðing þess að meirihlutinn í borginni ákvað að endurnýja ekki samning um rekstur myndavélanna vegna áhyggna af persónuverndarmálum. Borgin, neyðarlínan, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóri hafa komið að rekstrinum. Óljóst hvert hlutverk borgarinnar verður Borgarstjóri sagði á þriðjudag að hún hefði ekki vitað að enginn samningur væri í gildi. Hún fundaði á föstudagsmorgun með Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra, þar sem myndavélakerfið var meðal annars rætt. „Halla Bergþóra ætlar að taka málið áfram, ræða við dómsmálaráðherra og boða svo til fundar. Það er allt á hreinu varðandi Reykjavíkurborg í þessu, við vorum búin að skila af okkur. Það þarf bara að klára málið,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Enn á eftir að koma í ljóst hvert hluverk borgarinnar verður í framhaldinu. Í fyrri samningi var það hlutverk borgarinnar að kaupa myndavélarnar og setja þær upp. „Það var neyðarlínan sem rak þær og lögreglan sem síðan hafði aðgang að þeim því þetta er efni sem á ekkert erindi nema í rannsóknarlegum tilgangi. Við þurfum að koma okkur saman um það núna en á meðan höfum við verið að halda þessum vélum við og höfum gert það í fyrra og erum að klára að gera við þær sem við fengum meldingu um að væru ekki í lagi.“ Býst við að málið verði afgreitt í vor Í miðborginni eru 54 eftirlitsmyndavélar og að sögn lögreglu ekki nærri því nógu margar. Ítrekað þarf lögregla að reiða sig á eftirlitsmyndavélar í eigu fyrirtækja við rannsókn mála. Heiða segir mikilvægt að myndavélar hins opinbera séu í lagi. „Þetta er auðvitað alltaf einhver millileið sem þarf að fara því við viljum ekki að íbúarnir upplifi eins og þeir séu undir stöðugu eftirliti stóra bróður. Þarna er lína og þess vegna fannst okkur þessi persónuverndarvinkill mjög mikilvægur. Að fólk viti hvar það er um það bil í mynd, að þegar þú ert í miðbænum þá er myndbandseftirlit og myndirnar séu geymdar ákveðið lengi,“ segir Heiða. Hvenær heldurðu að nýr samningur muni liggja fyrir? „Við Halla vorum sammála um það að þetta er í raun ekki flókið. Við þurfum að fá dómsmálaráðuneytið að borðinu og mér skilst að það sé viljugt. Hún mun svo bara kalla okkur saman og ég á ekki von á að þetta taki langan tíma. Apríl, maí í síðasta lagi.“ Reykjavík Lögreglan Borgarstjórn Tengdar fréttir Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir eftirlitsmyndavélar í miðborginni geta reynst mikilvæg gögn þegar brot eigi sér stað á götum úti. Hún bindur vonir við samtal milli borgar og lögreglu um eftirlitsmyndavélar í miðborginni. 8. apríl 2025 11:36 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Greint var frá því á RÚV í vikunni að eftirlitsmyndavélakerfi miðborgarinnar hefði verið í ólestri og að fjórðungur þeirra hefði ekki verið virkur. Kom fram að þetta væri afleiðing þess að meirihlutinn í borginni ákvað að endurnýja ekki samning um rekstur myndavélanna vegna áhyggna af persónuverndarmálum. Borgin, neyðarlínan, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóri hafa komið að rekstrinum. Óljóst hvert hlutverk borgarinnar verður Borgarstjóri sagði á þriðjudag að hún hefði ekki vitað að enginn samningur væri í gildi. Hún fundaði á föstudagsmorgun með Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra, þar sem myndavélakerfið var meðal annars rætt. „Halla Bergþóra ætlar að taka málið áfram, ræða við dómsmálaráðherra og boða svo til fundar. Það er allt á hreinu varðandi Reykjavíkurborg í þessu, við vorum búin að skila af okkur. Það þarf bara að klára málið,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Enn á eftir að koma í ljóst hvert hluverk borgarinnar verður í framhaldinu. Í fyrri samningi var það hlutverk borgarinnar að kaupa myndavélarnar og setja þær upp. „Það var neyðarlínan sem rak þær og lögreglan sem síðan hafði aðgang að þeim því þetta er efni sem á ekkert erindi nema í rannsóknarlegum tilgangi. Við þurfum að koma okkur saman um það núna en á meðan höfum við verið að halda þessum vélum við og höfum gert það í fyrra og erum að klára að gera við þær sem við fengum meldingu um að væru ekki í lagi.“ Býst við að málið verði afgreitt í vor Í miðborginni eru 54 eftirlitsmyndavélar og að sögn lögreglu ekki nærri því nógu margar. Ítrekað þarf lögregla að reiða sig á eftirlitsmyndavélar í eigu fyrirtækja við rannsókn mála. Heiða segir mikilvægt að myndavélar hins opinbera séu í lagi. „Þetta er auðvitað alltaf einhver millileið sem þarf að fara því við viljum ekki að íbúarnir upplifi eins og þeir séu undir stöðugu eftirliti stóra bróður. Þarna er lína og þess vegna fannst okkur þessi persónuverndarvinkill mjög mikilvægur. Að fólk viti hvar það er um það bil í mynd, að þegar þú ert í miðbænum þá er myndbandseftirlit og myndirnar séu geymdar ákveðið lengi,“ segir Heiða. Hvenær heldurðu að nýr samningur muni liggja fyrir? „Við Halla vorum sammála um það að þetta er í raun ekki flókið. Við þurfum að fá dómsmálaráðuneytið að borðinu og mér skilst að það sé viljugt. Hún mun svo bara kalla okkur saman og ég á ekki von á að þetta taki langan tíma. Apríl, maí í síðasta lagi.“
Reykjavík Lögreglan Borgarstjórn Tengdar fréttir Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir eftirlitsmyndavélar í miðborginni geta reynst mikilvæg gögn þegar brot eigi sér stað á götum úti. Hún bindur vonir við samtal milli borgar og lögreglu um eftirlitsmyndavélar í miðborginni. 8. apríl 2025 11:36 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir eftirlitsmyndavélar í miðborginni geta reynst mikilvæg gögn þegar brot eigi sér stað á götum úti. Hún bindur vonir við samtal milli borgar og lögreglu um eftirlitsmyndavélar í miðborginni. 8. apríl 2025 11:36