NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Lovísa Arnardóttir skrifar 11. apríl 2025 06:21 Þrír mótmælenda fóru á slysadeild og tveir fengu aðhlynningu á vettvangi eftir að lögregla beitti piparúða á mótmælum þann 31. maí í fyrra. Vísir/Ívar Fannar Nefnd um eftirlit með lögreglu telur ekki tilefni til að taka aftur upp á vettvangi nefndarinnar upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem viðstaddir voru mótmæli við Skuggasund þann 31. maí í fyrra. Nefndin fjallaði um mótmælin í ákvörðun í júní í fyrra en vegna umfjöllunar um orðfæri lögreglumanna á vettvangi fór nefndin aftur yfir upptökurnar. „Á síðasta fundi nefndarinnar voru upptökurnar yfirfarnar og gáfu þær ekki tilefni til endurupptöku málsins,“ segir Margrét Lilja Hjaltadóttir lögmaður, sem starfar fyrir nefndina, í skriflegu svari til fréttastofu. Í ákvörðun nefndarinnar frá því í júní í fyrra kom fram að aðgerðir lögreglunnar hefðu ekki verið úr hófi. Í ákvörðuninni var þó ekkert fjallað um orðfæri lögreglumanna á vettvangi. Í kjölfar aðalmeðferðarinnar hafði fréttastofa samband við nefndina og spurði af hverju nefndin fjallaði ekki um ummæli lögreglumanna eða orðfæri í ákvörðun sinni og hvort það stæði til að skoða efnið aftur með tilliti til þess. „Í ljósi þessa mun nefndin fara aftur yfir myndefni sem nefndin hefur undir höndum. Hafi ákveðið orðfæri lögreglumanna farið fram hjá nefndinni fyrir mistök mun nefndin taka ákvörðun hvað gera skuli í framhaldinu, hvað þann þátt varðar,“ sagði Skúli Þór Gunnsteinsson þáverandi formaður nefndarinnar í svari til fréttastofu í febrúar. Orðfæri lögreglumanna á vettvangi kom til umfjöllunar í kjölfar máls í héraðsdómi Reykjavíkur. Þar stefndu átta mótmælendur lögreglunni vegna valdbeitingar lögreglunnar á mótmælunum en lögregla beitti þar piparúða. Mótmælin fóru fram við fund ríkisstjórnarinnar og voru haldin vegna átaka Ísrael og Palestínu og aðgerðaleysis stjórnvalda. Við aðalmeðferð málsins voru spilaðar upptökur úr farsímum viðstaddra, búkmyndavélum og öryggismyndavélum á vettvangi. Snarklikkað lið Töluvert var fjallað um orðfæri lögreglumanna við aðalmeðferðina en á einum tímapunkti kallaði einn lögreglumaður einn mótmælenda dýr á meðan annar sagði mótmælendur snarklikkaða og að þeir hefðu fengið „smá lexíu“ þegar lögregla beitti þá piparúða. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í mars að valdbeiting lögreglunnar við mótmælin hefði ekki verið saknæm eða ólögmæt. Hún hefði verið nauðsynleg til að tryggja lögbundið hlutverk lögreglunnar og ekki brotið reglur um meðalhóf. Mótmælendur hafa ákveðið að áfrýja málinu auk þess sem þau stofnuðu félag í kringum málið sem hefur þann tilgang að berjast fyrir réttinum til að mótmæla friðsamlega. Lögreglumál Dómsmál Mannréttindi Lögreglan Reykjavík Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Íslenska ríkið hefur verið sýknað af öllum kröfum níu mótmælenda vegna aðgerða lögreglunnar á mótmælum við ríkisstjórnarfund í fyrrasumar. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf tólf. 19. mars 2025 11:33 Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu ætlar að horfa aftur á myndbandsupptökur frá mótmælum í fyrra að sögn formanns nefndarinnar og nú til að meta ýmis neikvæð ummæli lögreglu. 26. febrúar 2025 22:07 Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Varaformaður Landssambands lögreglumanna segir sambandið ekki geta sagt til um einstaka ummæli lögreglumanna á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra. Ummælin hafi verið viðhöfð í aðstæðum þar sem spennustig var hátt. Það verði gott fyrir lögreglumenn líka að vita hvar mörkin liggja. 25. febrúar 2025 16:04 „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Lögreglumenn sem voru við störf á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra lýstu við aðalmeðferð á föstudag erfiðum aðstæðum á vettvangi. Lögregla hafi verið fáliðuð og ekki hafi verið hægt að bregðast öðruvísi við á mótmælunum en að beita piparúða. 25. febrúar 2025 07:02 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
„Á síðasta fundi nefndarinnar voru upptökurnar yfirfarnar og gáfu þær ekki tilefni til endurupptöku málsins,“ segir Margrét Lilja Hjaltadóttir lögmaður, sem starfar fyrir nefndina, í skriflegu svari til fréttastofu. Í ákvörðun nefndarinnar frá því í júní í fyrra kom fram að aðgerðir lögreglunnar hefðu ekki verið úr hófi. Í ákvörðuninni var þó ekkert fjallað um orðfæri lögreglumanna á vettvangi. Í kjölfar aðalmeðferðarinnar hafði fréttastofa samband við nefndina og spurði af hverju nefndin fjallaði ekki um ummæli lögreglumanna eða orðfæri í ákvörðun sinni og hvort það stæði til að skoða efnið aftur með tilliti til þess. „Í ljósi þessa mun nefndin fara aftur yfir myndefni sem nefndin hefur undir höndum. Hafi ákveðið orðfæri lögreglumanna farið fram hjá nefndinni fyrir mistök mun nefndin taka ákvörðun hvað gera skuli í framhaldinu, hvað þann þátt varðar,“ sagði Skúli Þór Gunnsteinsson þáverandi formaður nefndarinnar í svari til fréttastofu í febrúar. Orðfæri lögreglumanna á vettvangi kom til umfjöllunar í kjölfar máls í héraðsdómi Reykjavíkur. Þar stefndu átta mótmælendur lögreglunni vegna valdbeitingar lögreglunnar á mótmælunum en lögregla beitti þar piparúða. Mótmælin fóru fram við fund ríkisstjórnarinnar og voru haldin vegna átaka Ísrael og Palestínu og aðgerðaleysis stjórnvalda. Við aðalmeðferð málsins voru spilaðar upptökur úr farsímum viðstaddra, búkmyndavélum og öryggismyndavélum á vettvangi. Snarklikkað lið Töluvert var fjallað um orðfæri lögreglumanna við aðalmeðferðina en á einum tímapunkti kallaði einn lögreglumaður einn mótmælenda dýr á meðan annar sagði mótmælendur snarklikkaða og að þeir hefðu fengið „smá lexíu“ þegar lögregla beitti þá piparúða. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í mars að valdbeiting lögreglunnar við mótmælin hefði ekki verið saknæm eða ólögmæt. Hún hefði verið nauðsynleg til að tryggja lögbundið hlutverk lögreglunnar og ekki brotið reglur um meðalhóf. Mótmælendur hafa ákveðið að áfrýja málinu auk þess sem þau stofnuðu félag í kringum málið sem hefur þann tilgang að berjast fyrir réttinum til að mótmæla friðsamlega.
Lögreglumál Dómsmál Mannréttindi Lögreglan Reykjavík Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Íslenska ríkið hefur verið sýknað af öllum kröfum níu mótmælenda vegna aðgerða lögreglunnar á mótmælum við ríkisstjórnarfund í fyrrasumar. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf tólf. 19. mars 2025 11:33 Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu ætlar að horfa aftur á myndbandsupptökur frá mótmælum í fyrra að sögn formanns nefndarinnar og nú til að meta ýmis neikvæð ummæli lögreglu. 26. febrúar 2025 22:07 Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Varaformaður Landssambands lögreglumanna segir sambandið ekki geta sagt til um einstaka ummæli lögreglumanna á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra. Ummælin hafi verið viðhöfð í aðstæðum þar sem spennustig var hátt. Það verði gott fyrir lögreglumenn líka að vita hvar mörkin liggja. 25. febrúar 2025 16:04 „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Lögreglumenn sem voru við störf á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra lýstu við aðalmeðferð á föstudag erfiðum aðstæðum á vettvangi. Lögregla hafi verið fáliðuð og ekki hafi verið hægt að bregðast öðruvísi við á mótmælunum en að beita piparúða. 25. febrúar 2025 07:02 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Íslenska ríkið hefur verið sýknað af öllum kröfum níu mótmælenda vegna aðgerða lögreglunnar á mótmælum við ríkisstjórnarfund í fyrrasumar. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf tólf. 19. mars 2025 11:33
Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu ætlar að horfa aftur á myndbandsupptökur frá mótmælum í fyrra að sögn formanns nefndarinnar og nú til að meta ýmis neikvæð ummæli lögreglu. 26. febrúar 2025 22:07
Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Varaformaður Landssambands lögreglumanna segir sambandið ekki geta sagt til um einstaka ummæli lögreglumanna á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra. Ummælin hafi verið viðhöfð í aðstæðum þar sem spennustig var hátt. Það verði gott fyrir lögreglumenn líka að vita hvar mörkin liggja. 25. febrúar 2025 16:04
„Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Lögreglumenn sem voru við störf á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra lýstu við aðalmeðferð á föstudag erfiðum aðstæðum á vettvangi. Lögregla hafi verið fáliðuð og ekki hafi verið hægt að bregðast öðruvísi við á mótmælunum en að beita piparúða. 25. febrúar 2025 07:02
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent