Bandaríkin muni semja Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. apríl 2025 20:00 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri telur að Bandaríkjastjorn mun nota næstu mánuði til að semja við einstök viðskiptalönd um tolla. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri telur að stjórnvöld í Bandaríkjunum muni semja við helstu viðskiptaþjóðir sínar um tolla í stað þess að taka ákvarðanir um þá einhliða. Hlutabréfamarkaðir hafa verið eins og jójó síðustu daga í takt við ákvarðanir Bandaríkjaforseta. Hlutabréfavísitölur vestanhafs féllu nokkuð við opnun markaða í dag eftir sögulegar hækkanir í gær í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjaforseta um að fresta að víðtækum innflutningstollum um 90 daga. Eftir sem áður er grunninnflutningstollur 10 prósent á flestar vörur í Bandaríkjunum. Þá leggjast nú alls 145 prósenta tollar á innfluttar vörur frá Kína. Forsetinn segist hafa fylgt hjartanu „Hér heima tók markaðurinn þó nokkuð við sér í dag líkt og markaðir í Evrópu og Asíu eftir umtalsverðar lækkanir síðustu daga þrátt fyrir að frestunin hafi engin bein áhrif á Ísland sem fær eftir sem áður á sig 10 prósenta tolla. Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,40 prósent í dag. Donald Trump forsetinn skýrði ákvörðun sína á blaðamannafundi í gær. „Við sömdum þetta frá hjartanu. Þetta var skrifað frá hjartanu. Og ég held að það sé vel skrifað en það var skrifað frá hjartanu. Þetta var skrifað sem eitthvað sem ég held að sé mjög jákvætt fyrir allan heiminn og fyrir okkur. Við viljum ekki skaða ríki sem ekki þarf að skaða.Og þau vilja öll semja“ sagði Trump. Fall á mörkuðum hafi fyrst og fremst haft áhrif Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum voru það vaxandi áhyggjur af áfalli á skuldabréfamarkaði og möguleg keðjuverkandi áhrif á bandarískan efnahag sem knúðu Trump til þess að stíga til baka. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri tekur undir það. „Vextir á skuldabréfum voru að hækka á sama tíma og hlutabréfaverð var að lækka. Sem bendir til þess að það var farinn að skapast lausafjárskortur sem er ákveðin hættumerki,“ segir Ásgeir. Ásgeir telur að Bandaríkjastjórn muni semja um tolla við helstu viðskiptalönd í framhaldinu. Mér finnst mjög líklegt að þessir níutíu dagar verði nýttir einhvers konar samninga. Þannig að þetta upplegg Trump frá 2. apríl verði orðið svolítið öðruvísi eftir þá samninga. Hann telur að tollastríð Trumps hafi haft lítil áhrif hér á landi. „Ég held að staðan til að takast á við þetta áfall hér á landi sé mjög góð. Þessar hræringar hafa í sjálfu sér ekki komið við okkur,“ segir Ásgeir. Skattar og tollar Bandaríkin Viðskiptaþvinganir Donald Trump Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Fleiri fréttir Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sjá meira
Hlutabréfavísitölur vestanhafs féllu nokkuð við opnun markaða í dag eftir sögulegar hækkanir í gær í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjaforseta um að fresta að víðtækum innflutningstollum um 90 daga. Eftir sem áður er grunninnflutningstollur 10 prósent á flestar vörur í Bandaríkjunum. Þá leggjast nú alls 145 prósenta tollar á innfluttar vörur frá Kína. Forsetinn segist hafa fylgt hjartanu „Hér heima tók markaðurinn þó nokkuð við sér í dag líkt og markaðir í Evrópu og Asíu eftir umtalsverðar lækkanir síðustu daga þrátt fyrir að frestunin hafi engin bein áhrif á Ísland sem fær eftir sem áður á sig 10 prósenta tolla. Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,40 prósent í dag. Donald Trump forsetinn skýrði ákvörðun sína á blaðamannafundi í gær. „Við sömdum þetta frá hjartanu. Þetta var skrifað frá hjartanu. Og ég held að það sé vel skrifað en það var skrifað frá hjartanu. Þetta var skrifað sem eitthvað sem ég held að sé mjög jákvætt fyrir allan heiminn og fyrir okkur. Við viljum ekki skaða ríki sem ekki þarf að skaða.Og þau vilja öll semja“ sagði Trump. Fall á mörkuðum hafi fyrst og fremst haft áhrif Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum voru það vaxandi áhyggjur af áfalli á skuldabréfamarkaði og möguleg keðjuverkandi áhrif á bandarískan efnahag sem knúðu Trump til þess að stíga til baka. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri tekur undir það. „Vextir á skuldabréfum voru að hækka á sama tíma og hlutabréfaverð var að lækka. Sem bendir til þess að það var farinn að skapast lausafjárskortur sem er ákveðin hættumerki,“ segir Ásgeir. Ásgeir telur að Bandaríkjastjórn muni semja um tolla við helstu viðskiptalönd í framhaldinu. Mér finnst mjög líklegt að þessir níutíu dagar verði nýttir einhvers konar samninga. Þannig að þetta upplegg Trump frá 2. apríl verði orðið svolítið öðruvísi eftir þá samninga. Hann telur að tollastríð Trumps hafi haft lítil áhrif hér á landi. „Ég held að staðan til að takast á við þetta áfall hér á landi sé mjög góð. Þessar hræringar hafa í sjálfu sér ekki komið við okkur,“ segir Ásgeir.
Skattar og tollar Bandaríkin Viðskiptaþvinganir Donald Trump Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Fleiri fréttir Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sjá meira