Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Eiður Þór Árnason skrifar 10. apríl 2025 22:42 Alexandra Briem borgarfulltrúi og Þórarinn Hjartarson hlaðvarpsstjórnandi voru sammála um að það væri ekki gott að dæma heilan hóp fólks út frá öfgakenndum dæmum. Vísir/Anton Brink „Það er verið að gera öllum upp einhvern annarlegan ásetning og það er óþolandi,“ segir Karen Kjartansdóttir almannatengill um þær skotgrafir sem myndast reglulega í þjóðfélagsumræðu á samfélagsmiðlum. Hún ræddi hugtakið „woke“ eða vók ásamt Alexöndru Briem borgarfulltrúa og Þórarin Hjartarsyni hlaðvarpsstjórnanda í Pallborðinu á Vísi undir stjórn Hallgerðar Kolbrúnar E. Jónsdóttur fréttamanns. Fljótlega var ljóst að þremenningarnir lögðu ekki sömu merkingu í þetta umdeilda hugtak. „Þetta snýst allt um það að hvatastýringin snýr að því að við erum að þykjast einhvern veginn vera á þeirri skoðun að þú sért vond manneskja fyrir að vera ósammála,“ sagði Þórarinn. Karen lýsti því að hugtakið hafi sprottið upp meðal vel meinandi fólks vinstra megin á hinu pólitíska litrófi sem styðji mannréttindi. Það hafi síðan orðið of strangt og byrjað að leita uppi hugsanavillur og skamma fólk og ýta því út í horn eða í burtu. Þetta væri vissulega slæmt en undanfarið hafi „hin hliðin algjörlega verið svo miklu móðgunargjarnari af því að vókið í dag snýst í rauninni um það hver er móðgunargjarnastur á hverjum tíma.“ Þórarinn sagði það fara fyrir brjóstið á fólki að einstaklingar hafi verið sakaðir um að vera vondar manneskjur fyrir það eitt að spyrja spurninga um flóttamannamál og málefni trans fólks svo fátt eitt sé nefnt. „Ég er ekki að segja endilega að allir eigi að vera sammála mínum stjórnmálaskoðunum en ég lofa ykkur því að það sem fólk er að ræða, sem er ekki inn á Kjarval eða inn á þessum vinsælu stöðum, það er að velta þessu fyrir sér. Það er bara staðreynd málsins.“ Vísaði hann þar til Vinnustofu Kjarvals, vinnu- og samkomurýmis við Austurvöll sem er einungis aðgengilegt sérstökum meðlimum. Karen Kjartansdóttir almannatengill.Vísir/Anton Brink Karen kallaði eftir því að annað og meira lýsandi orðalag verði notað í umræðunni í stað hugtaksins vók. „Ekki vera alltaf að skella á einhverjum höttum, rasismi eða vók eða hvað það nú er.“ Vókið sé dautt Talið barst að frétt sem unnin var upp úr skýrslu ríkislögreglustjóra um hryðjuverkaógn á Íslandi þar sem fram kom að lögreglunni hafi borist upplýsingar um erlenda menn hér á landi sem væru með tengsl við hryðjuverkasamtök. Þórarinn telur að slíkar yfirlýsingar hefðu fyrir nokkrum árum hlotið mun meiri gagnrýni en í dag. Þetta sé vísbending um það að vókið sé dautt. Þórarinn Hjartarson hlaðvarpsstjórnandi segist lengi hafa barist gegn vókinu á Íslandi.Vísir/Anton Brink Alexandra velti því upp í kjölfarið hvort Þórarinn hafi gerst sekur um dæma sig og annað fólk sem hann telji aðhyllast vók-hugmyndafræðina út frá öfgafullum dæmum. „Þú talar um gallana á vókinu út frá verstu mögulegu dæmunum. Ég kannast ekki við það að vera eitthvað á móti því að fólk sem er eitthvað tengt hryðjuverkasamtökum sé mögulega útilokað, það er bara besta mál. En þú ímyndar mér að ég myndi vera á móti því vegna þess að þín hugmynd um hver ég er kemur frá einhverjum ýktum dæmum sem ég tengi ekki endilega við.“ Þórarinn svaraði því að fólk hafi verið „hrætt um það einfaldlega að spyrja spurninga er varða þessi mál.“ Fólk hafi fengið nóg. Geri hvort öðru upp skoðanir Karen telur það hluta af vandanum að fólk sitt hvorum megin í umræðunni geri hvort öðru reglulega upp skoðanir. „Mér finnst við í samtímanum, bæði vók-fólkið og þeir á hinni línunni sem hata vók, erum svo mikið að gera hvoru öðru upp eitthvað.“ Hún mældi með því að fólk sleppi því stundum að setja athugasemd við samfélagsmiðlafærslu sem angrar það og taki frekar upp símann til að eiga samtal við viðkomandi. Alexandra Briem borgarfulltrúi.Vísir/Anton Brink Í seinni hluta þáttarins vaknaði upp sú spurning hvort það væri ekki bara nauðsynlegt að hætta að nota hugtakið vók og þá sérstaklega í ljósi þess að fólk skilji það á mjög ólíkan hátt. „Ég myndi hvetja ykkur til að sleppa því af því að það eru til skýrari orð. Ef þú ert á móti því að stjórnmálin snúist mest um, eins og það hefur verið kallað, identity politics [innsk. blm. stundum þýtt merkimiðapólitík] eða eitthvað svoleiðis þá er það miklu skýrari skilaboð heldur en að segja vók. Ef þú ert á móti skoðanakúgun þá eru það miklu skýrari skilaboð en að nota vók,“ sagði Alexandra. Vill líka nota önnur hugtök Karen kýs frekar að notast við hugtakið pólitískan rétttrúnað, sem snúi að því að vera handhafi sannleikans hverju sinni. Vók hafi verið túlkað sem regnhlífahugtak yfir fjölda ólíkra hugtaka og fólk sé að gera sér óleik með því að einfalda heiminn of mikið. Alexandra Briem borgarfulltrúi, Karen Kjartansdóttir almannatengill og Þórarinn Hjartarson hlaðvarpsstjórnandi voru sammála um að umræðan á samfélagsmiðlum geti stundum verið óhjálpleg.Vísir/Anon Brink Alexandra tók undir þetta og segir einnig slæmt að skipta heiminum upp í tvö lið. Hún ítrekar að það sé óæskilegt að dæma heilan hóp fólks út frá einangruðum tilvikum á jöðrunum. „Ég er alveg sammála að einhverju leyti þarna að við eigum ekki að nota verstu dæmin af fólki til þess einhvern veginn að mála það upp sem sú manneskja sem þau eru,“ sagði Þórarinn. Gátu þau öll verið sammála um að gæði umræða á samfélagsmiðlum á borð við Facebook hafi farið hríðversnandi á síðustu árum. „Samfélagsmiðlar eru að gera okkur biluð,“ klykkti Þórarinn út að lokum og tóku Alexandra og Karen þar heilshugar undir. Pallborðið Samfélagsmiðlar Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Fleiri fréttir Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Sjá meira
Hún ræddi hugtakið „woke“ eða vók ásamt Alexöndru Briem borgarfulltrúa og Þórarin Hjartarsyni hlaðvarpsstjórnanda í Pallborðinu á Vísi undir stjórn Hallgerðar Kolbrúnar E. Jónsdóttur fréttamanns. Fljótlega var ljóst að þremenningarnir lögðu ekki sömu merkingu í þetta umdeilda hugtak. „Þetta snýst allt um það að hvatastýringin snýr að því að við erum að þykjast einhvern veginn vera á þeirri skoðun að þú sért vond manneskja fyrir að vera ósammála,“ sagði Þórarinn. Karen lýsti því að hugtakið hafi sprottið upp meðal vel meinandi fólks vinstra megin á hinu pólitíska litrófi sem styðji mannréttindi. Það hafi síðan orðið of strangt og byrjað að leita uppi hugsanavillur og skamma fólk og ýta því út í horn eða í burtu. Þetta væri vissulega slæmt en undanfarið hafi „hin hliðin algjörlega verið svo miklu móðgunargjarnari af því að vókið í dag snýst í rauninni um það hver er móðgunargjarnastur á hverjum tíma.“ Þórarinn sagði það fara fyrir brjóstið á fólki að einstaklingar hafi verið sakaðir um að vera vondar manneskjur fyrir það eitt að spyrja spurninga um flóttamannamál og málefni trans fólks svo fátt eitt sé nefnt. „Ég er ekki að segja endilega að allir eigi að vera sammála mínum stjórnmálaskoðunum en ég lofa ykkur því að það sem fólk er að ræða, sem er ekki inn á Kjarval eða inn á þessum vinsælu stöðum, það er að velta þessu fyrir sér. Það er bara staðreynd málsins.“ Vísaði hann þar til Vinnustofu Kjarvals, vinnu- og samkomurýmis við Austurvöll sem er einungis aðgengilegt sérstökum meðlimum. Karen Kjartansdóttir almannatengill.Vísir/Anton Brink Karen kallaði eftir því að annað og meira lýsandi orðalag verði notað í umræðunni í stað hugtaksins vók. „Ekki vera alltaf að skella á einhverjum höttum, rasismi eða vók eða hvað það nú er.“ Vókið sé dautt Talið barst að frétt sem unnin var upp úr skýrslu ríkislögreglustjóra um hryðjuverkaógn á Íslandi þar sem fram kom að lögreglunni hafi borist upplýsingar um erlenda menn hér á landi sem væru með tengsl við hryðjuverkasamtök. Þórarinn telur að slíkar yfirlýsingar hefðu fyrir nokkrum árum hlotið mun meiri gagnrýni en í dag. Þetta sé vísbending um það að vókið sé dautt. Þórarinn Hjartarson hlaðvarpsstjórnandi segist lengi hafa barist gegn vókinu á Íslandi.Vísir/Anton Brink Alexandra velti því upp í kjölfarið hvort Þórarinn hafi gerst sekur um dæma sig og annað fólk sem hann telji aðhyllast vók-hugmyndafræðina út frá öfgafullum dæmum. „Þú talar um gallana á vókinu út frá verstu mögulegu dæmunum. Ég kannast ekki við það að vera eitthvað á móti því að fólk sem er eitthvað tengt hryðjuverkasamtökum sé mögulega útilokað, það er bara besta mál. En þú ímyndar mér að ég myndi vera á móti því vegna þess að þín hugmynd um hver ég er kemur frá einhverjum ýktum dæmum sem ég tengi ekki endilega við.“ Þórarinn svaraði því að fólk hafi verið „hrætt um það einfaldlega að spyrja spurninga er varða þessi mál.“ Fólk hafi fengið nóg. Geri hvort öðru upp skoðanir Karen telur það hluta af vandanum að fólk sitt hvorum megin í umræðunni geri hvort öðru reglulega upp skoðanir. „Mér finnst við í samtímanum, bæði vók-fólkið og þeir á hinni línunni sem hata vók, erum svo mikið að gera hvoru öðru upp eitthvað.“ Hún mældi með því að fólk sleppi því stundum að setja athugasemd við samfélagsmiðlafærslu sem angrar það og taki frekar upp símann til að eiga samtal við viðkomandi. Alexandra Briem borgarfulltrúi.Vísir/Anton Brink Í seinni hluta þáttarins vaknaði upp sú spurning hvort það væri ekki bara nauðsynlegt að hætta að nota hugtakið vók og þá sérstaklega í ljósi þess að fólk skilji það á mjög ólíkan hátt. „Ég myndi hvetja ykkur til að sleppa því af því að það eru til skýrari orð. Ef þú ert á móti því að stjórnmálin snúist mest um, eins og það hefur verið kallað, identity politics [innsk. blm. stundum þýtt merkimiðapólitík] eða eitthvað svoleiðis þá er það miklu skýrari skilaboð heldur en að segja vók. Ef þú ert á móti skoðanakúgun þá eru það miklu skýrari skilaboð en að nota vók,“ sagði Alexandra. Vill líka nota önnur hugtök Karen kýs frekar að notast við hugtakið pólitískan rétttrúnað, sem snúi að því að vera handhafi sannleikans hverju sinni. Vók hafi verið túlkað sem regnhlífahugtak yfir fjölda ólíkra hugtaka og fólk sé að gera sér óleik með því að einfalda heiminn of mikið. Alexandra Briem borgarfulltrúi, Karen Kjartansdóttir almannatengill og Þórarinn Hjartarson hlaðvarpsstjórnandi voru sammála um að umræðan á samfélagsmiðlum geti stundum verið óhjálpleg.Vísir/Anon Brink Alexandra tók undir þetta og segir einnig slæmt að skipta heiminum upp í tvö lið. Hún ítrekar að það sé óæskilegt að dæma heilan hóp fólks út frá einangruðum tilvikum á jöðrunum. „Ég er alveg sammála að einhverju leyti þarna að við eigum ekki að nota verstu dæmin af fólki til þess einhvern veginn að mála það upp sem sú manneskja sem þau eru,“ sagði Þórarinn. Gátu þau öll verið sammála um að gæði umræða á samfélagsmiðlum á borð við Facebook hafi farið hríðversnandi á síðustu árum. „Samfélagsmiðlar eru að gera okkur biluð,“ klykkti Þórarinn út að lokum og tóku Alexandra og Karen þar heilshugar undir.
Pallborðið Samfélagsmiðlar Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Fleiri fréttir Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Sjá meira