Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Lovísa Arnardóttir skrifar 9. apríl 2025 19:41 Sólveig Anna, formaður Eflingar, heldur á Palestínufána með öðrum mótmælendum. Vísir/Anton Brink Mótmælendur hafa nú safnast saman fyrir utan Ásvelli, íþróttamiðstöð Hauka í Hafnafirði, til að mótmæla veru ísraelska handboltaliðsins í kvennahandbolta sem keppir í kvöld við íslenska landsliðið í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í vetur. Leikurinn er spilaður fyrir luktum dyrum vegna tilmæla lögreglu til að verja öryggi leikmanna. Ísraelsku landsliðskonurnar mættu til leiks í lögreglufylgd fyrr í dag. Myndskeið af því má sjá hér að neðan. Leikurinn hófst klukkan 19.30. Landsliðskonum hafa í aðdraganda leiksins borist ýmis skilaboð. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, skrifaði til dæmis opið bréf til leikmanna þar sem hann biðlaði til þeirra um að spila ekki leikinn. Leikurinn er spilaður fyrir luktum dyrum. Vísir/Anton Brink „Þær sem mæta ykkur á vellinum hafa ef til vill ekki tekið beinan þátt í skefjalausu morðæði en þær eru hluti af þeirri vél. Farið heldur ekki í grafgötur með að Ísraelsher og þjóðarmorðsstjórnin líta svo á að þeirra landslið sé að vinna að réttlætingu þjóðarmorðsins. Þær mæta inn á völlinn með blóð barna á höndunum og þaðan mun það blóð berast til ykkar þegar boltinn fer á milli – ef þið leikið á móti þeim,“ sagði hann í bréfinu. Arnar Pétursson, þjálfari liðsins, sagði sniðgöngu á leiknum hafa komið til umræðu á vettvangi HSÍ. Það hefði haft þær afleiðingar að Ísrael færi áfram á HM í stað Íslands. Mótmælendur veifa palestínska fánanum og rauða spjaldinu fyrir utan Ásvelli. Nokkur fjöldi er samankominn í Hafnarfirði til að mótmæla. Vísir/Anton Brink Sólveig Anna, formaður Eflingar, heldur á Palestínufána með öðrum mótmælendum. Vísir/Anton Brink Leikurinn er spilaður fyrir luktum dyrum. Vísir/Anton Brink Handbolti Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Landslið kvenna í handbolta HSÍ HM kvenna í handbolta 2025 Tengdar fréttir Sniðganga var rædd innan HSÍ „Ég get alveg verið hreinskilinn með það að þetta hefur verið aðeins snúið. Þetta er aðeins öðruvísi en vanalega. Við erum að spila við andstæðing sem við klárlega völdum okkur ekki og þurfum þar af leiðandi aðeins að glíma við það,“ segir Arnar Pétursson um verkefni kvöldsins er Ísland mætir Ísrael í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í vetur. 9. apríl 2025 08:00 Í beinni: Ísland - Ísrael | Leikið í skugga deilna Stelpurnar okkar eru komnar með annan fótinn á HM eftir stórsigur, 39-27, gegn Ísrael í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna en þau mætast aftur annað kvöld. Sá leikur á að vera formsatriði fyrir Ísland. 9. apríl 2025 18:47 „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson segir stöðu íslenska kvennalandsliðsins vera snúna fyrir komandi leiki við Ísrael í umspili um sæti á HM í nóvember. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni en íslenska liðið er aðeins þessum tveimur leikjum frá heimsmeistaramóti. 8. apríl 2025 16:13 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira
Leikurinn er spilaður fyrir luktum dyrum vegna tilmæla lögreglu til að verja öryggi leikmanna. Ísraelsku landsliðskonurnar mættu til leiks í lögreglufylgd fyrr í dag. Myndskeið af því má sjá hér að neðan. Leikurinn hófst klukkan 19.30. Landsliðskonum hafa í aðdraganda leiksins borist ýmis skilaboð. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, skrifaði til dæmis opið bréf til leikmanna þar sem hann biðlaði til þeirra um að spila ekki leikinn. Leikurinn er spilaður fyrir luktum dyrum. Vísir/Anton Brink „Þær sem mæta ykkur á vellinum hafa ef til vill ekki tekið beinan þátt í skefjalausu morðæði en þær eru hluti af þeirri vél. Farið heldur ekki í grafgötur með að Ísraelsher og þjóðarmorðsstjórnin líta svo á að þeirra landslið sé að vinna að réttlætingu þjóðarmorðsins. Þær mæta inn á völlinn með blóð barna á höndunum og þaðan mun það blóð berast til ykkar þegar boltinn fer á milli – ef þið leikið á móti þeim,“ sagði hann í bréfinu. Arnar Pétursson, þjálfari liðsins, sagði sniðgöngu á leiknum hafa komið til umræðu á vettvangi HSÍ. Það hefði haft þær afleiðingar að Ísrael færi áfram á HM í stað Íslands. Mótmælendur veifa palestínska fánanum og rauða spjaldinu fyrir utan Ásvelli. Nokkur fjöldi er samankominn í Hafnarfirði til að mótmæla. Vísir/Anton Brink Sólveig Anna, formaður Eflingar, heldur á Palestínufána með öðrum mótmælendum. Vísir/Anton Brink Leikurinn er spilaður fyrir luktum dyrum. Vísir/Anton Brink
Handbolti Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Landslið kvenna í handbolta HSÍ HM kvenna í handbolta 2025 Tengdar fréttir Sniðganga var rædd innan HSÍ „Ég get alveg verið hreinskilinn með það að þetta hefur verið aðeins snúið. Þetta er aðeins öðruvísi en vanalega. Við erum að spila við andstæðing sem við klárlega völdum okkur ekki og þurfum þar af leiðandi aðeins að glíma við það,“ segir Arnar Pétursson um verkefni kvöldsins er Ísland mætir Ísrael í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í vetur. 9. apríl 2025 08:00 Í beinni: Ísland - Ísrael | Leikið í skugga deilna Stelpurnar okkar eru komnar með annan fótinn á HM eftir stórsigur, 39-27, gegn Ísrael í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna en þau mætast aftur annað kvöld. Sá leikur á að vera formsatriði fyrir Ísland. 9. apríl 2025 18:47 „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson segir stöðu íslenska kvennalandsliðsins vera snúna fyrir komandi leiki við Ísrael í umspili um sæti á HM í nóvember. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni en íslenska liðið er aðeins þessum tveimur leikjum frá heimsmeistaramóti. 8. apríl 2025 16:13 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira
Sniðganga var rædd innan HSÍ „Ég get alveg verið hreinskilinn með það að þetta hefur verið aðeins snúið. Þetta er aðeins öðruvísi en vanalega. Við erum að spila við andstæðing sem við klárlega völdum okkur ekki og þurfum þar af leiðandi aðeins að glíma við það,“ segir Arnar Pétursson um verkefni kvöldsins er Ísland mætir Ísrael í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í vetur. 9. apríl 2025 08:00
Í beinni: Ísland - Ísrael | Leikið í skugga deilna Stelpurnar okkar eru komnar með annan fótinn á HM eftir stórsigur, 39-27, gegn Ísrael í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna en þau mætast aftur annað kvöld. Sá leikur á að vera formsatriði fyrir Ísland. 9. apríl 2025 18:47
„Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson segir stöðu íslenska kvennalandsliðsins vera snúna fyrir komandi leiki við Ísrael í umspili um sæti á HM í nóvember. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni en íslenska liðið er aðeins þessum tveimur leikjum frá heimsmeistaramóti. 8. apríl 2025 16:13