Sniðganga var rædd innan HSÍ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. apríl 2025 08:00 Arnar Pétursson segir sniðgöngu á leiknum við Ísrael hafa komið til umræðu innan Handknattsleikssambandsins. EPA-EFE/Beate Oma Dahle „Ég get alveg verið hreinskilinn með það að þetta hefur verið aðeins snúið. Þetta er aðeins öðruvísi en vanalega. Við erum að spila við andstæðing sem við klárlega völdum okkur ekki og þurfum þar af leiðandi aðeins að glíma við það,“ segir Arnar Pétursson um verkefni kvöldsins er Ísland mætir Ísrael í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í vetur. Gengið hefur á ýmsu í aðdraganda leikjanna. Landsliðskonum hafa borist ýmisskonar skilaboð og þá verður leikið fyrir luktum dyrum vegna tilmæla lögreglu, öryggis leikmanna vegna. Klippa: Ræðir Ísraelaleikina og allt þar í kring „Ég skil vel þennan óróleika og þennan óróa og hef sjálfur mjög sterkar skoðanir á þessu. Núna er mitt hlutverk og okkar hlutverk að klára þessa tvo leiki, að einblína á handboltann og það sem við erum að gera þar. Við þurfum að koma okkur á HM. Það er okkar markmið núna en svo getur vel verið að ég tjái mig eftir þá leiki og opinberi mínar skoðanir á þessu. Því ég hef klárlega mjög sterkar skoðanir á þessu ástandi,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild. Kallað hefur verið eftir sniðgöngu íslenska liðsins. Það vakti athygli þegar Kristinn Hrafnsson kallaði eftir slíku í gær í ljósi þess að landslið Ísraels tæki óbeinan þátt í réttlætingu þjóðarmorðs Ísraels á Palestínumönnum. Aðspurður um hvort sniðganga hafi verið rædd innan HSÍ segir Arnar: „Já, hún hefur gert það eins og svo margir aðrir þættir í kringum þetta. Það var tekin ákvörðun um að fara ekki þá leið, allavega enn sem komið er. Ég skil alveg þetta sjónarmið og ber virðingu fyrir því og finnst það eðlilegt, ég ætla að bíða með að tjá mig frekar um þetta þar til eftir leikina.“ Hverjar yrðu afleiðingar slíkrar sniðgöngu? „Stærsta afleiðingin yrði sú að Ísrael færi á HM í staðinn fyrir okkur. Við viljum gera okkar besta til að koma í veg fyrir það. Svo yrðu eflaust einhverjar fésektir og eitthvað sem við fengjum á okkur, sem er kannski smávægilegt í þessu stóra samhengi. Ég hef ekki kynnt mér það til hlítar. Ég er að reyna eins og hægt er að eyða næstu klukkustundum í að einblína á þessa leiki og koma okkur almennilega í gegnum þá,“ segir Arnar. Ísland mætir Ísrael að Ásvöllum klukkan 19:30 í kvöld fyrir luktum dyrum. Leiknum verður lýst beint á Vísi. Landslið kvenna í handbolta HSÍ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Sjá meira
Gengið hefur á ýmsu í aðdraganda leikjanna. Landsliðskonum hafa borist ýmisskonar skilaboð og þá verður leikið fyrir luktum dyrum vegna tilmæla lögreglu, öryggis leikmanna vegna. Klippa: Ræðir Ísraelaleikina og allt þar í kring „Ég skil vel þennan óróleika og þennan óróa og hef sjálfur mjög sterkar skoðanir á þessu. Núna er mitt hlutverk og okkar hlutverk að klára þessa tvo leiki, að einblína á handboltann og það sem við erum að gera þar. Við þurfum að koma okkur á HM. Það er okkar markmið núna en svo getur vel verið að ég tjái mig eftir þá leiki og opinberi mínar skoðanir á þessu. Því ég hef klárlega mjög sterkar skoðanir á þessu ástandi,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild. Kallað hefur verið eftir sniðgöngu íslenska liðsins. Það vakti athygli þegar Kristinn Hrafnsson kallaði eftir slíku í gær í ljósi þess að landslið Ísraels tæki óbeinan þátt í réttlætingu þjóðarmorðs Ísraels á Palestínumönnum. Aðspurður um hvort sniðganga hafi verið rædd innan HSÍ segir Arnar: „Já, hún hefur gert það eins og svo margir aðrir þættir í kringum þetta. Það var tekin ákvörðun um að fara ekki þá leið, allavega enn sem komið er. Ég skil alveg þetta sjónarmið og ber virðingu fyrir því og finnst það eðlilegt, ég ætla að bíða með að tjá mig frekar um þetta þar til eftir leikina.“ Hverjar yrðu afleiðingar slíkrar sniðgöngu? „Stærsta afleiðingin yrði sú að Ísrael færi á HM í staðinn fyrir okkur. Við viljum gera okkar besta til að koma í veg fyrir það. Svo yrðu eflaust einhverjar fésektir og eitthvað sem við fengjum á okkur, sem er kannski smávægilegt í þessu stóra samhengi. Ég hef ekki kynnt mér það til hlítar. Ég er að reyna eins og hægt er að eyða næstu klukkustundum í að einblína á þessa leiki og koma okkur almennilega í gegnum þá,“ segir Arnar. Ísland mætir Ísrael að Ásvöllum klukkan 19:30 í kvöld fyrir luktum dyrum. Leiknum verður lýst beint á Vísi.
Landslið kvenna í handbolta HSÍ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Sjá meira