Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Jón Þór Stefánsson skrifar 9. apríl 2025 12:18 Mennirnir voru stöðvaðir á leið upp í Norrænu á Seyðisfirði. Vísir/Jóhann K. Tveir karlmenn hafa hvor um sig verið dæmdir í tíu mánaða fangelsi, en þar af verða sjö mánuðir skilorðsbundnir, vegna hylmingar í tengslum við þjófnað í tveimur verslunum Elko í september í fyrra. Tvímeningarnir voru ákærðir fyrir að hafa í vörslum sínum 129 farsíma, bæði frá Apple og Samsung, og rúma milljón króna og tæplega fimm þúsund evrur í reiðufé, sem jafngildir rúmum 700 þúsund krónum. Þeir voru sakfelldir fyrir hylmingu á símunum. Þeir voru hins vegar sýknaðir fyrir hylmingu á reiðufénu. Þetta staðfestir Júlí Karlsson saksóknari í samtali við fréttastofu. Mennirnir voru stöðvaðir þann 25. september síðastliðinn. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að þeir hafi verið í bíl á Seyðisfirði, en þeir munu hafa verið á leið í Norrænu. Lögreglan hafi fundið farsímana í tveimur bakpokum sem voru í farangursgeymslu bílsins, og þá hafi reiðuféð verið í fórum mannanna. Í ákæru segir að mönnunum hefði átt að vera ljóst að um þýfi væri að ræða. Þeir hefðu því haldið farsímunum og reiðufénu ólöglega fyrir eigenda þess. Enginn verið ákærður fyrir sjálfan þjófnaðinn Enn á eftir að gefa út ákæru fyrir sjálfan þjófnaðinn sem tengist málinu. Um er að ræða tvo stuldi sem áttu sér stað í verslunum Elko. Annars vegar í Skeifunni í Reykjavík og hins vegar í Lindum í Kópavogi. Lögreglu barst tilkynning um málið 23. september. Maður sem hafði verið að vinna í Elko Lindum sagðist hafa verið að vinna við framkvæmdir í húsinu til klukkan 16 daginn áður. Þegar hann hafi farið hafi allt verið í lagi, en þegar hann kom aftur daginn eftir hafi verið búið að brjóta timburhlera á glugga húsnæðisins og búið að opna peningaskáp sem var inni í versluninni. Lögreglan ræddi við verslunarstjóra annarrar verslunarinnar. Sá sagðist hafa séð í upptökum úr öryggismyndavélum þegar fjórir grímuklæddir menn fóru inn um glugga húsnæðisins klukkan 2:22 um nóttina. Verslunarstjórinn sagði að stolið hefði verið úr peningaskáp þeirrar verslunar, tæplega 5,2 milljónum króna. Þar að auki hefði mörgum farsímum verið stolið. Bíll eins hinna grunuðu mun hafa verið gripinn á mynd fyrir utan verslunina á þeim tíma sem brotist var inn. Þá er talið að annar hinna grunuðu sjáist á mynd afhenda þessum eiganda bílsins bíllykla. Hundrað milljóna virði Verslunarstjóri hinnar verslunarinnar sagði að búið hefði verið að brjóta upp stafjárn á dyrum húsnæðisins. Við komu lögreglu á vettvang mátti sjá að búið væri að gera op á peningaskápa sem voru geymdir í versluninni. Verslunarstjórinn greindi lögreglu frá því að í einum peningaskápnum væru geymdir farsímar. Samkvæmt verðmati sem var gert í upphafi málsins var virði þess stolna 99,8 milljónir. Svo virðist sem lögreglu hafi fljótlega farið að gruna hverjir ættu í hlut, en henni bárust upplýsingar sama dag og málið kom upp, frá Tollgæslunni, að hinir grunuðu ættu flug til Mílan með Wizz Air síðar þennan sama dag. Mennirnir voru handteknir, en í farangri eins þeirra fannst mikið magn af reiðufé. Greint var frá því í fjölmiðlum að sjö hefðu verið handteknir á flugvellinum, en hinir grunuðu hefðu verið búnir að innrita sig í flugið. Fram kom að þýfið væri þó ófundið. Þessir sjö væru Rúmenar sem hefðu ekki búsetu hér á landi. Nokkrum dögum seinna var greint frá því að tveir hefðu verið handteknir á leið í Norrænu með hluta þýfisins, en það eru þeir sem hafa nú verið sakfelldir. Dómsmál Þjófnaður í Elko Norræna Kópavogur Reykjavík Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Tvímeningarnir voru ákærðir fyrir að hafa í vörslum sínum 129 farsíma, bæði frá Apple og Samsung, og rúma milljón króna og tæplega fimm þúsund evrur í reiðufé, sem jafngildir rúmum 700 þúsund krónum. Þeir voru sakfelldir fyrir hylmingu á símunum. Þeir voru hins vegar sýknaðir fyrir hylmingu á reiðufénu. Þetta staðfestir Júlí Karlsson saksóknari í samtali við fréttastofu. Mennirnir voru stöðvaðir þann 25. september síðastliðinn. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að þeir hafi verið í bíl á Seyðisfirði, en þeir munu hafa verið á leið í Norrænu. Lögreglan hafi fundið farsímana í tveimur bakpokum sem voru í farangursgeymslu bílsins, og þá hafi reiðuféð verið í fórum mannanna. Í ákæru segir að mönnunum hefði átt að vera ljóst að um þýfi væri að ræða. Þeir hefðu því haldið farsímunum og reiðufénu ólöglega fyrir eigenda þess. Enginn verið ákærður fyrir sjálfan þjófnaðinn Enn á eftir að gefa út ákæru fyrir sjálfan þjófnaðinn sem tengist málinu. Um er að ræða tvo stuldi sem áttu sér stað í verslunum Elko. Annars vegar í Skeifunni í Reykjavík og hins vegar í Lindum í Kópavogi. Lögreglu barst tilkynning um málið 23. september. Maður sem hafði verið að vinna í Elko Lindum sagðist hafa verið að vinna við framkvæmdir í húsinu til klukkan 16 daginn áður. Þegar hann hafi farið hafi allt verið í lagi, en þegar hann kom aftur daginn eftir hafi verið búið að brjóta timburhlera á glugga húsnæðisins og búið að opna peningaskáp sem var inni í versluninni. Lögreglan ræddi við verslunarstjóra annarrar verslunarinnar. Sá sagðist hafa séð í upptökum úr öryggismyndavélum þegar fjórir grímuklæddir menn fóru inn um glugga húsnæðisins klukkan 2:22 um nóttina. Verslunarstjórinn sagði að stolið hefði verið úr peningaskáp þeirrar verslunar, tæplega 5,2 milljónum króna. Þar að auki hefði mörgum farsímum verið stolið. Bíll eins hinna grunuðu mun hafa verið gripinn á mynd fyrir utan verslunina á þeim tíma sem brotist var inn. Þá er talið að annar hinna grunuðu sjáist á mynd afhenda þessum eiganda bílsins bíllykla. Hundrað milljóna virði Verslunarstjóri hinnar verslunarinnar sagði að búið hefði verið að brjóta upp stafjárn á dyrum húsnæðisins. Við komu lögreglu á vettvang mátti sjá að búið væri að gera op á peningaskápa sem voru geymdir í versluninni. Verslunarstjórinn greindi lögreglu frá því að í einum peningaskápnum væru geymdir farsímar. Samkvæmt verðmati sem var gert í upphafi málsins var virði þess stolna 99,8 milljónir. Svo virðist sem lögreglu hafi fljótlega farið að gruna hverjir ættu í hlut, en henni bárust upplýsingar sama dag og málið kom upp, frá Tollgæslunni, að hinir grunuðu ættu flug til Mílan með Wizz Air síðar þennan sama dag. Mennirnir voru handteknir, en í farangri eins þeirra fannst mikið magn af reiðufé. Greint var frá því í fjölmiðlum að sjö hefðu verið handteknir á flugvellinum, en hinir grunuðu hefðu verið búnir að innrita sig í flugið. Fram kom að þýfið væri þó ófundið. Þessir sjö væru Rúmenar sem hefðu ekki búsetu hér á landi. Nokkrum dögum seinna var greint frá því að tveir hefðu verið handteknir á leið í Norrænu með hluta þýfisins, en það eru þeir sem hafa nú verið sakfelldir.
Dómsmál Þjófnaður í Elko Norræna Kópavogur Reykjavík Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira