Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn Lovísa Arnardóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 8. apríl 2025 11:36 Þorbjörg Sigríður segir myndavélarnar mikilvægar og hún bindi vonir við að málið verði leyst. Vísir/Einar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir eftirlitsmyndavélar í miðborginni geta reynst mikilvæg gögn þegar brot eigi sér stað á götum úti. Hún bindur vonir við samtal milli borgar og lögreglu um eftirlitsmyndavélar í miðborginni. Fjallað var um það í kvöldfréttum RÚV í gær að fjórðungur eftirlitsmyndavéla í miðborg Reykjavíkur hefði verið úti í gær, alls 14 eftirlitsmyndavélar. Lögregla sagði ófremdarástand uppi og sagði ótækt að Reykjavíkurborg hefði sagt upp samstarfssamningi borgarinnar, Neyðarlínunnar, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra um rekstur og stýringu á eftirlitsmyndavélum í mars árið 2023. „Mér líst vel á að lögreglustjóri og borgarstjóri ætli að funda um málið,“ segir Þorbjörg Sigríður sem var spurð út í málið að loknum ríkisstjórnarfundi í dag en fram kom í frétt RÚV í gær að borgarstjóri og lögreglustjóri ætli að funda á föstudag. Hún segir að þegar horft er til öryggis og öryggistilfinningar borgara þá skipti þessar myndavélar máli. Hún bindi því vonir við að leyst verði úr málinu hratt og vel. Hún segir myndavélarnar geta haft mikla þýðingu við rannsókn sakamála og upptökur séu mikilvæg gögn þegar til dæmis líkamsárásir eigi sér stað í miðbænum eða annars konar brot. „Þá eru þetta oft fínustu sönnunargögn, efnið sem er í þessum myndavélum,“ segir Þorbjörg Sigríður og að hún hafi skilning á sjónarmiði aðstoðaryfirlögregluþjóns sem lýsti mikilli óánægju með þetta í kvöldfréttum RÚV í gær. Fjórtán eftirlitsmyndavélar voru óvirkar í gærmorgun. Vísir/Vilhelm Vonar að málið verði leyst „Ég ætla að trúa því að úr þessu verði leyst af hálfu borgarinnar.“ Hún segist ætla að bíða eftir niðurstöðu fundar borgarstjóra og lögreglustjóra áður en hún ákveður hvort hún stígi inn í málið. „Þessar myndavélar, þær skipta máli, og ég ætla að gefa mér það að fólk leysi úr stöðunni.“ Öryggis- og varnarmál Reykjavík Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Fjallað var um það í kvöldfréttum RÚV í gær að fjórðungur eftirlitsmyndavéla í miðborg Reykjavíkur hefði verið úti í gær, alls 14 eftirlitsmyndavélar. Lögregla sagði ófremdarástand uppi og sagði ótækt að Reykjavíkurborg hefði sagt upp samstarfssamningi borgarinnar, Neyðarlínunnar, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra um rekstur og stýringu á eftirlitsmyndavélum í mars árið 2023. „Mér líst vel á að lögreglustjóri og borgarstjóri ætli að funda um málið,“ segir Þorbjörg Sigríður sem var spurð út í málið að loknum ríkisstjórnarfundi í dag en fram kom í frétt RÚV í gær að borgarstjóri og lögreglustjóri ætli að funda á föstudag. Hún segir að þegar horft er til öryggis og öryggistilfinningar borgara þá skipti þessar myndavélar máli. Hún bindi því vonir við að leyst verði úr málinu hratt og vel. Hún segir myndavélarnar geta haft mikla þýðingu við rannsókn sakamála og upptökur séu mikilvæg gögn þegar til dæmis líkamsárásir eigi sér stað í miðbænum eða annars konar brot. „Þá eru þetta oft fínustu sönnunargögn, efnið sem er í þessum myndavélum,“ segir Þorbjörg Sigríður og að hún hafi skilning á sjónarmiði aðstoðaryfirlögregluþjóns sem lýsti mikilli óánægju með þetta í kvöldfréttum RÚV í gær. Fjórtán eftirlitsmyndavélar voru óvirkar í gærmorgun. Vísir/Vilhelm Vonar að málið verði leyst „Ég ætla að trúa því að úr þessu verði leyst af hálfu borgarinnar.“ Hún segist ætla að bíða eftir niðurstöðu fundar borgarstjóra og lögreglustjóra áður en hún ákveður hvort hún stígi inn í málið. „Þessar myndavélar, þær skipta máli, og ég ætla að gefa mér það að fólk leysi úr stöðunni.“
Öryggis- og varnarmál Reykjavík Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira