Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn Lovísa Arnardóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 8. apríl 2025 11:36 Þorbjörg Sigríður segir myndavélarnar mikilvægar og hún bindi vonir við að málið verði leyst. Vísir/Einar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir eftirlitsmyndavélar í miðborginni geta reynst mikilvæg gögn þegar brot eigi sér stað á götum úti. Hún bindur vonir við samtal milli borgar og lögreglu um eftirlitsmyndavélar í miðborginni. Fjallað var um það í kvöldfréttum RÚV í gær að fjórðungur eftirlitsmyndavéla í miðborg Reykjavíkur hefði verið úti í gær, alls 14 eftirlitsmyndavélar. Lögregla sagði ófremdarástand uppi og sagði ótækt að Reykjavíkurborg hefði sagt upp samstarfssamningi borgarinnar, Neyðarlínunnar, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra um rekstur og stýringu á eftirlitsmyndavélum í mars árið 2023. „Mér líst vel á að lögreglustjóri og borgarstjóri ætli að funda um málið,“ segir Þorbjörg Sigríður sem var spurð út í málið að loknum ríkisstjórnarfundi í dag en fram kom í frétt RÚV í gær að borgarstjóri og lögreglustjóri ætli að funda á föstudag. Hún segir að þegar horft er til öryggis og öryggistilfinningar borgara þá skipti þessar myndavélar máli. Hún bindi því vonir við að leyst verði úr málinu hratt og vel. Hún segir myndavélarnar geta haft mikla þýðingu við rannsókn sakamála og upptökur séu mikilvæg gögn þegar til dæmis líkamsárásir eigi sér stað í miðbænum eða annars konar brot. „Þá eru þetta oft fínustu sönnunargögn, efnið sem er í þessum myndavélum,“ segir Þorbjörg Sigríður og að hún hafi skilning á sjónarmiði aðstoðaryfirlögregluþjóns sem lýsti mikilli óánægju með þetta í kvöldfréttum RÚV í gær. Fjórtán eftirlitsmyndavélar voru óvirkar í gærmorgun. Vísir/Vilhelm Vonar að málið verði leyst „Ég ætla að trúa því að úr þessu verði leyst af hálfu borgarinnar.“ Hún segist ætla að bíða eftir niðurstöðu fundar borgarstjóra og lögreglustjóra áður en hún ákveður hvort hún stígi inn í málið. „Þessar myndavélar, þær skipta máli, og ég ætla að gefa mér það að fólk leysi úr stöðunni.“ Öryggis- og varnarmál Reykjavík Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla Sjá meira
Fjallað var um það í kvöldfréttum RÚV í gær að fjórðungur eftirlitsmyndavéla í miðborg Reykjavíkur hefði verið úti í gær, alls 14 eftirlitsmyndavélar. Lögregla sagði ófremdarástand uppi og sagði ótækt að Reykjavíkurborg hefði sagt upp samstarfssamningi borgarinnar, Neyðarlínunnar, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra um rekstur og stýringu á eftirlitsmyndavélum í mars árið 2023. „Mér líst vel á að lögreglustjóri og borgarstjóri ætli að funda um málið,“ segir Þorbjörg Sigríður sem var spurð út í málið að loknum ríkisstjórnarfundi í dag en fram kom í frétt RÚV í gær að borgarstjóri og lögreglustjóri ætli að funda á föstudag. Hún segir að þegar horft er til öryggis og öryggistilfinningar borgara þá skipti þessar myndavélar máli. Hún bindi því vonir við að leyst verði úr málinu hratt og vel. Hún segir myndavélarnar geta haft mikla þýðingu við rannsókn sakamála og upptökur séu mikilvæg gögn þegar til dæmis líkamsárásir eigi sér stað í miðbænum eða annars konar brot. „Þá eru þetta oft fínustu sönnunargögn, efnið sem er í þessum myndavélum,“ segir Þorbjörg Sigríður og að hún hafi skilning á sjónarmiði aðstoðaryfirlögregluþjóns sem lýsti mikilli óánægju með þetta í kvöldfréttum RÚV í gær. Fjórtán eftirlitsmyndavélar voru óvirkar í gærmorgun. Vísir/Vilhelm Vonar að málið verði leyst „Ég ætla að trúa því að úr þessu verði leyst af hálfu borgarinnar.“ Hún segist ætla að bíða eftir niðurstöðu fundar borgarstjóra og lögreglustjóra áður en hún ákveður hvort hún stígi inn í málið. „Þessar myndavélar, þær skipta máli, og ég ætla að gefa mér það að fólk leysi úr stöðunni.“
Öryggis- og varnarmál Reykjavík Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla Sjá meira