Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Lovísa Arnardóttir skrifar 8. apríl 2025 10:34 Þrjár kynslóðir konungsfjölskyldunnar með forsetahjónunum í norsku konungshöllinni í morgun. Frá vinstri Ingiríður prinsessa, Hákon krónprins, Mette-Marit krónprinsessa, Björn Skúlason, Halla Tómasóttir, forseti Íslands, Haraldur konungur, Sonja drottning og Ástríður prinsessa. Aldís Pálsdóttir/Det Norske Kongehus Það voru tímamót í morgun þegar þrjár kynslóðir norsku konungsfjölskyldunnar tóku á móti Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Birni Skúlasyni, eiginmanni hennar, við konungshöllina í miðborg Oslóar. Þar sinnti Ingiríður prinsessa sínu fyrsta opinbera embættisverki í ríkisheimsókn. Fjallað er um þessi tímamót í norska ríkisútvarpinu, NRK. Þar segir að Ingiríður hafi staðið nokkrum skrefum fyrir aftan ömmu sína og afa, konunginn og drottninguna, og tekið á móti forsetahjónunum sem var fylgt að höllinni af Hákoni krónprinsi, föður hennar. Heimsóknin er 55. ríkisheimsóknin til Noregs í valdatíð Haralds en aldrei hafa þrjár kynslóðir verið í móttökunni áður. Í frétt NRK segir að prinsessan muni auk þess taka þátt í viðburðum síðar í dag þegar Haraldur V. konungur og Sonja drottning bjóða til hádegisverðar og á hátíðarkvöldverði sem haldinn verður í konungshöllinni í kvöld. Ríkisheimsóknin er fyrsta opinbera verk Haralds í kjölfar þriggja vikna frís sem hann fór í en auk þess hefur krónprinsessan Metta-Marit verið í veikindaleyfi í um tvær vikur. Í frétt NRK kemur einnig fram að Ingiríður hafi komið til Íslands í fyrsta sinn fyrir 21 ári aðeins fimm mánaða gömul. Þá í þriggja daga opinberri heimsókn með foreldrum sínum. Prinsessan er nýútskrifuð úr hernum og fékk í síðustu viku medalíu fyrir að ljúka grunnþjálfun. Hér er Ingiríður prinsessa við útskrift úr hernum, önnur frá hægri. Vísir/EPA Í tilkynningu á vef Forseta Íslands um heimsóknina kemur fram að samhliða heimsókninni hafi viðskiptasendinefnd farið til Noregs með fulltrúum um 40 íslenskra fyrirtækja sem sækja þar hluta dagskrárinnar með konungi og forseta ásamt fulltrúum úr norsku viðskiptalífi. Nánar er fjallað um dagskrána á vef forsetans. Á morgun heimsækir forsetinn höfuðstöðvar Innovation Norway, systursamtaka Íslandsstofu, og hittir svo borgarstjóra Oslóar og síðar um kvöldið forsætisráðherra Noregs, Jonas Gahr Støre. Síðdegis á miðvikudag fer fram menningarviðburður í Óslóarháskóla þar sem sjónum verður beint að bókmenntaarfi þjóðanna. Skáldin og rithöfundarnir Gerður Kristný, Knut Ødegård og Mette Karlsvik taka þar þátt í umræðum sem Halldór Guðmundsson rithöfundur stýrir. Um kvöldið býður forseti Íslands til móttöku til heiðurs Haraldi konungi og Sonju drottningu. Þar reiðir íslenska kokkalandsliðið fram veitingar, Ari Eldjárn fer með gamanmál og Benjamín Gísli Einarsson tónskáld leikur á píanó. Á fimmtudag fylgir Hákon krónprins forsetahjónum og opinberri sendinefnd til Þrándheims, ásamt Tore O. Sandvik, varnarmálaráðherra Noregs. Noregur Forseti Íslands Kóngafólk Halla Tómasdóttir Haraldur V Noregskonungur Íslendingar erlendis Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Fjallað er um þessi tímamót í norska ríkisútvarpinu, NRK. Þar segir að Ingiríður hafi staðið nokkrum skrefum fyrir aftan ömmu sína og afa, konunginn og drottninguna, og tekið á móti forsetahjónunum sem var fylgt að höllinni af Hákoni krónprinsi, föður hennar. Heimsóknin er 55. ríkisheimsóknin til Noregs í valdatíð Haralds en aldrei hafa þrjár kynslóðir verið í móttökunni áður. Í frétt NRK segir að prinsessan muni auk þess taka þátt í viðburðum síðar í dag þegar Haraldur V. konungur og Sonja drottning bjóða til hádegisverðar og á hátíðarkvöldverði sem haldinn verður í konungshöllinni í kvöld. Ríkisheimsóknin er fyrsta opinbera verk Haralds í kjölfar þriggja vikna frís sem hann fór í en auk þess hefur krónprinsessan Metta-Marit verið í veikindaleyfi í um tvær vikur. Í frétt NRK kemur einnig fram að Ingiríður hafi komið til Íslands í fyrsta sinn fyrir 21 ári aðeins fimm mánaða gömul. Þá í þriggja daga opinberri heimsókn með foreldrum sínum. Prinsessan er nýútskrifuð úr hernum og fékk í síðustu viku medalíu fyrir að ljúka grunnþjálfun. Hér er Ingiríður prinsessa við útskrift úr hernum, önnur frá hægri. Vísir/EPA Í tilkynningu á vef Forseta Íslands um heimsóknina kemur fram að samhliða heimsókninni hafi viðskiptasendinefnd farið til Noregs með fulltrúum um 40 íslenskra fyrirtækja sem sækja þar hluta dagskrárinnar með konungi og forseta ásamt fulltrúum úr norsku viðskiptalífi. Nánar er fjallað um dagskrána á vef forsetans. Á morgun heimsækir forsetinn höfuðstöðvar Innovation Norway, systursamtaka Íslandsstofu, og hittir svo borgarstjóra Oslóar og síðar um kvöldið forsætisráðherra Noregs, Jonas Gahr Støre. Síðdegis á miðvikudag fer fram menningarviðburður í Óslóarháskóla þar sem sjónum verður beint að bókmenntaarfi þjóðanna. Skáldin og rithöfundarnir Gerður Kristný, Knut Ødegård og Mette Karlsvik taka þar þátt í umræðum sem Halldór Guðmundsson rithöfundur stýrir. Um kvöldið býður forseti Íslands til móttöku til heiðurs Haraldi konungi og Sonju drottningu. Þar reiðir íslenska kokkalandsliðið fram veitingar, Ari Eldjárn fer með gamanmál og Benjamín Gísli Einarsson tónskáld leikur á píanó. Á fimmtudag fylgir Hákon krónprins forsetahjónum og opinberri sendinefnd til Þrándheims, ásamt Tore O. Sandvik, varnarmálaráðherra Noregs.
Noregur Forseti Íslands Kóngafólk Halla Tómasdóttir Haraldur V Noregskonungur Íslendingar erlendis Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent