Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. apríl 2025 12:12 Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir. vísir/arnar Sóttvarnalæknir hvetur óbólusetta til að huga að sinni stöðu áður en ferðast er til Texas-ríkis í Bandaríkjunum þar sem mislingafaraldur gengur yfir um þessar mundir. Góð bólusetningarstaða sé besta vörnin gegn sjúkdómnum. Átta ára stúlka hefur látist af völdum mislinga í Texas-ríki í Bandaríkjunum. Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, ferðaðist til ríkisins í gær og var viðstaddur útför stúlkunnar. Hann hvatti fólk til að nota bóluefni gegn sjúkdómnum en stúlkan er annað barnið til að látast í mislingafaraldri vestanhafs frá því í ársbyrjun. Um 500 smit hafa verið staðfest í Texas og í fjölda nágrannaríkja. Afturför í smitvörnum Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir afturför í smitvörnum hafa orðið í Bandaríkjunum undanfarin ár. „Þeir sem eru óbólusettir eru mjög næmir, því þetta er mjög smitandi sjúkdómur og einn mest smitandi sjúkdómur sem við þekkjum. Þetta er klárlega afturför í Bandaríkjunum, því þeir voru búnir að komast í þá stöðu að mislingar voru ekki landlægir hjá þeim fyrir þó nokkuð mörgum árum. Nú er sú staða í hættu. Ef þetta verður viðvarandi smit núna næstu mánuði eða árið, þá munu þeir missa þá stöðu.“ Ástæða til að vera vakandi fyrir þessu Tveir fullorðnir menn greindust með mislinga hér á landi fyrir um ári en engin ný smit hafa greinst síðan. Guðrún segir þó ástæðu til að hafa varann á. Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu áður en ferðast er til Texas eða til Evrópu. „Það er líka vörn í því, fyrir þá sem að fengu mislinga á sínum tíma áður en bólusetningar urðu almennar. Því er ekki ástæða til að fara ekki þangað eða til Evrópu ef þú ert bólusettur. Það er ástæða til að vera vakandi yfir þessu því að mislingar eru og hafa verið í gangi í Evrópu og núna í Bandaríkjunum. Auðvitað er fólk á ferðinni og þetta getur komið hingað. Við verðum að eiga von á því. Okkar vörn felst í því að vera með góða bólusetningarstöðu.“ Mikilvægt að börn fái bólusetningu Samkvæmt landlækni er þátttaka landsmanna í mislingabólusetningu komin undir 90 prósent og því of lág til að viðhalda hjarðónæmi. Guðrún hvetur fólk til að bólusetja sig. „Það er það sem við þurfum að viðhalda, að börn fái sína bólusetningu með þessu bóluefni sem hefur verið í notkun í áratugi. Það er mjög öruggt og veitir öfluga vörn.“ Heilbrigðismál Bólusetningar Ferðalög Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Átta ára stúlka hefur látist af völdum mislinga í Texas-ríki í Bandaríkjunum. Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, ferðaðist til ríkisins í gær og var viðstaddur útför stúlkunnar. Hann hvatti fólk til að nota bóluefni gegn sjúkdómnum en stúlkan er annað barnið til að látast í mislingafaraldri vestanhafs frá því í ársbyrjun. Um 500 smit hafa verið staðfest í Texas og í fjölda nágrannaríkja. Afturför í smitvörnum Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir afturför í smitvörnum hafa orðið í Bandaríkjunum undanfarin ár. „Þeir sem eru óbólusettir eru mjög næmir, því þetta er mjög smitandi sjúkdómur og einn mest smitandi sjúkdómur sem við þekkjum. Þetta er klárlega afturför í Bandaríkjunum, því þeir voru búnir að komast í þá stöðu að mislingar voru ekki landlægir hjá þeim fyrir þó nokkuð mörgum árum. Nú er sú staða í hættu. Ef þetta verður viðvarandi smit núna næstu mánuði eða árið, þá munu þeir missa þá stöðu.“ Ástæða til að vera vakandi fyrir þessu Tveir fullorðnir menn greindust með mislinga hér á landi fyrir um ári en engin ný smit hafa greinst síðan. Guðrún segir þó ástæðu til að hafa varann á. Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu áður en ferðast er til Texas eða til Evrópu. „Það er líka vörn í því, fyrir þá sem að fengu mislinga á sínum tíma áður en bólusetningar urðu almennar. Því er ekki ástæða til að fara ekki þangað eða til Evrópu ef þú ert bólusettur. Það er ástæða til að vera vakandi yfir þessu því að mislingar eru og hafa verið í gangi í Evrópu og núna í Bandaríkjunum. Auðvitað er fólk á ferðinni og þetta getur komið hingað. Við verðum að eiga von á því. Okkar vörn felst í því að vera með góða bólusetningarstöðu.“ Mikilvægt að börn fái bólusetningu Samkvæmt landlækni er þátttaka landsmanna í mislingabólusetningu komin undir 90 prósent og því of lág til að viðhalda hjarðónæmi. Guðrún hvetur fólk til að bólusetja sig. „Það er það sem við þurfum að viðhalda, að börn fái sína bólusetningu með þessu bóluefni sem hefur verið í notkun í áratugi. Það er mjög öruggt og veitir öfluga vörn.“
Heilbrigðismál Bólusetningar Ferðalög Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent