Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. apríl 2025 19:00 Adam Erik Bauer, réttarefnafræðingur segir efnið hættulegt. Vísir/Arnar Nýmyndaður ópíóíði sem óttast er að kominn sé í dreifingu hér á landi er þúsund sinnum sterkari en morfín að sögn réttarefnafræðings. Skimað hefur verið eftir efninu undanfarin ár en efnið er mjög svipað í útliti og aðrir ópíóðar og er talið stórhættulegt. Tollurinn lagði í síðustu viku hald á tuttugu þúsund töflur, sem talið var að væru Oxíkontín, en í ljós hefur komið að töflurnar innihalda efnið Nitazene. Formaður Matthildar samtaka um skaðaminnkun sagði í gær að hún óttaðist að efnið gæti þegar verið komið í dreifingu hér á landi. Réttarefnafræðingur sem hefur undanfarin ár mælt ópíóða í fráveituvatni á Íslandi segir Nítazene sérstaklega hættulegt efni. Lítur út eins og aðrir ópíóðar „Þetta eru efni sem eru framleidd á sjötta áratugnum af lyfjafyrirtækjum sem eru að reyna að finna samhliður við morfín og verkastillandi efni en í rauninni eru ekki settar á markað út af því að þessi efni reyndust mjög sterk, um þúsund sinnum sterkari en morfín.“ Efnin hafi svo fyrst birst á svörtum markaði 2019. Að innbyrða þau geti valdið öndunarbælingu og feli í sér auknar líkur á ofskömmtun vegna styrks þeirra. Adam segir erfitt að greina töflurnar frá öðrum ópíóðum. „Ef þú ert ekki með vant auga að þá lítur þetta í rauninni bara út eins og venjulegar töflur. Þetta kom í álþynnum, stimplað með lyfjafyrirtæki, með lotunúmeri og fyrningu þannig að fyrir óvanan einstakling þá lítur þetta bara út eins og töflur og þegar töflur eru í svona þynnum eða boxum eða umbúðum þá býr það til aukið traust og þarna er verið að spila með það traust.“ Adam hefur skimað eftir efninu í fráveitukerfi hér á landi undanfarin ár. Það hefur ekki fundist enn en Adam segir að það þýði þó ekki að það sé ekki komið í dreifingu. Það sé tímaspursmál og segir Adam að neytendur ópíóða þurfi að vera á varðbergi. „Það er talað um með ofskömmtun á nítazínum að Naloxon virkar en það getur þurft fleiri en einn skammt. Útaf því að þetta eru svo gífurlega sterk efni. Þannig að fólk sé vakandi ef það er grunur um ofskömmtun, gefa nalóxon, hringja strax á sjúkrabíl og jafnvel gefa aftur Nalóxon.“ Fíkn Fíkniefnabrot Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Eins og eitt stórt þvagpróf af Reykjavík“ Fyrstu niðurstöður mælinga á ópíóíðum í fráveituvatni á Íslandi sýna að neysla þeirra er nokkuð jöfn alla daga vikunnar. Meiri sveiflur er að finna í neyslu á hefðbundnari vímuefnum eins og MDMA, kókaíni, amfetamíni og kannabis. 9. september 2024 09:01 Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tuttugu þúsund töflur sem tollverðir haldlögðu á Keflavíkurflugvelli voru ekki af gerðinni Oxycontin eins og fyrst var talið. Heldur er um að ræða töflu sem innihalda svokallað Nítazene, sem er sagt hættulegt heilsu manna. 3. apríl 2025 15:27 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Tollurinn lagði í síðustu viku hald á tuttugu þúsund töflur, sem talið var að væru Oxíkontín, en í ljós hefur komið að töflurnar innihalda efnið Nitazene. Formaður Matthildar samtaka um skaðaminnkun sagði í gær að hún óttaðist að efnið gæti þegar verið komið í dreifingu hér á landi. Réttarefnafræðingur sem hefur undanfarin ár mælt ópíóða í fráveituvatni á Íslandi segir Nítazene sérstaklega hættulegt efni. Lítur út eins og aðrir ópíóðar „Þetta eru efni sem eru framleidd á sjötta áratugnum af lyfjafyrirtækjum sem eru að reyna að finna samhliður við morfín og verkastillandi efni en í rauninni eru ekki settar á markað út af því að þessi efni reyndust mjög sterk, um þúsund sinnum sterkari en morfín.“ Efnin hafi svo fyrst birst á svörtum markaði 2019. Að innbyrða þau geti valdið öndunarbælingu og feli í sér auknar líkur á ofskömmtun vegna styrks þeirra. Adam segir erfitt að greina töflurnar frá öðrum ópíóðum. „Ef þú ert ekki með vant auga að þá lítur þetta í rauninni bara út eins og venjulegar töflur. Þetta kom í álþynnum, stimplað með lyfjafyrirtæki, með lotunúmeri og fyrningu þannig að fyrir óvanan einstakling þá lítur þetta bara út eins og töflur og þegar töflur eru í svona þynnum eða boxum eða umbúðum þá býr það til aukið traust og þarna er verið að spila með það traust.“ Adam hefur skimað eftir efninu í fráveitukerfi hér á landi undanfarin ár. Það hefur ekki fundist enn en Adam segir að það þýði þó ekki að það sé ekki komið í dreifingu. Það sé tímaspursmál og segir Adam að neytendur ópíóða þurfi að vera á varðbergi. „Það er talað um með ofskömmtun á nítazínum að Naloxon virkar en það getur þurft fleiri en einn skammt. Útaf því að þetta eru svo gífurlega sterk efni. Þannig að fólk sé vakandi ef það er grunur um ofskömmtun, gefa nalóxon, hringja strax á sjúkrabíl og jafnvel gefa aftur Nalóxon.“
Fíkn Fíkniefnabrot Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Eins og eitt stórt þvagpróf af Reykjavík“ Fyrstu niðurstöður mælinga á ópíóíðum í fráveituvatni á Íslandi sýna að neysla þeirra er nokkuð jöfn alla daga vikunnar. Meiri sveiflur er að finna í neyslu á hefðbundnari vímuefnum eins og MDMA, kókaíni, amfetamíni og kannabis. 9. september 2024 09:01 Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tuttugu þúsund töflur sem tollverðir haldlögðu á Keflavíkurflugvelli voru ekki af gerðinni Oxycontin eins og fyrst var talið. Heldur er um að ræða töflu sem innihalda svokallað Nítazene, sem er sagt hættulegt heilsu manna. 3. apríl 2025 15:27 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
„Eins og eitt stórt þvagpróf af Reykjavík“ Fyrstu niðurstöður mælinga á ópíóíðum í fráveituvatni á Íslandi sýna að neysla þeirra er nokkuð jöfn alla daga vikunnar. Meiri sveiflur er að finna í neyslu á hefðbundnari vímuefnum eins og MDMA, kókaíni, amfetamíni og kannabis. 9. september 2024 09:01
Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tuttugu þúsund töflur sem tollverðir haldlögðu á Keflavíkurflugvelli voru ekki af gerðinni Oxycontin eins og fyrst var talið. Heldur er um að ræða töflu sem innihalda svokallað Nítazene, sem er sagt hættulegt heilsu manna. 3. apríl 2025 15:27