Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 4. apríl 2025 13:03 Hljómsveitin Stuðlabandið semur og flytur Þjóðhátíðarlagið 2025. Lagið kemur út þann 15. maí næstkomandi. Skjáskot/Stuðlabandið Hljómsveitin Stuðlabandið eru höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins í ár. Þjóðhátíð í Eyjum er stærsta og vinsælasta útihátíð landsins og ríkir því mikil spenna fyrir Þjóðhátíðarlaginu ár hvert. Þetta var tilkynnt í útvarpsþættinum Brennslan á FM957 í morgun. Hljómsveitin Stuðlabandið er þaulvön að koma fram og halda uppi stemningu en Stuðlabandið hefur spilað á stærstu útihátíðum Íslands undanfarin ár. Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, útskýrir valið á Stuðlabandinu og segir að þeir hafi einfaldlega átt það skilið. „Stuðlabandið hefur verið með okkur á þjóðhátíðinni síðan 2016 og hefur alltaf staðið sig frábærlega. Þegar maður leitar til þeirra er það aldrei neitt mál, mér finnst þeir bara hafa átt þetta skilið. Við erum í rauninni bara að þakka þeim fyrir,“ segir Jónas. Magnús Kjartan Eyjólfsson og Marínó Geir Lilliendahl, meðlimir Stuðlabandsins, segja það vera mikinn heiður að fá þetta verkefni í hendurnar og þakka Þjóðhátíðarnefnd fyrir traustið. Þegar spurt er hvort hljómsveitin finni fyrir pressu vegna þess að þjóðhátíðarlagið það sem mikil spenna og eftirvænting er ávallt fyrir því, svarar Magnús: „Já, það er alltaf pressa. Ég hef sagt það áður, það eru tvö lög sem Íslendingar hafa miklar skoðanir á, það er Eurovision-lagið og svo Þjóðhátíðarlagið. Það er nánast sama hvað við gerum, við bara megum ekki fokka þessu upp,“ segir Magnús og hlær. Völdu úr fimmtán lögum Lagið sjálft kemur út þann 15. maí næstkomandi. Þeir segjast hafa samið fimmtán lög og hafa haft fimmtán hugmyndir: „Við erum náttúrulega um það bil ellefu í hljómsveitinni og við höfum ekki verið duglegastir að gefa út okkar eigin tónlist. Við höfum frekar spilað tónlist eftir aðra. En þegar við byrjum að semja lag, þá er eins og banki af hugmyndum opnist í höfðinu á okkur og það flæðir bara út. Svo er það bara að velja úr,“ segir Marinó, og bætir við í léttu gríni: „Þetta gæti verið í fyrsta skipti sem ekki er gefið út Þjóðhátíðarlag, heldur Þjóðhátíðarplata..“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Halda orkustiginu í hæstu hæðum Hljómsveitin Stuðlabandið er þaulvön að koma fram og halda uppi stemningu en Stuðlabandið hefur spilað á stærstu útihátíðum Íslands undanfarin ár. 15. júlí 2022 11:31 „Hún kann að halda mér niðri á jörðinni ef hausinn fer á eitthvað flug“ Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, sér um brekkusönginn í ár. Hann stóð vaktina í síðasta brekkusöng þar sem engir áhorfendur voru í dalnum en söng sig inn í hjörtu margra landsmanna á skjánum heima. Blaðamaður tók púlsinn á Magnúsi Kjartani, sem fór á sína fyrstu Þjóðhátíð fyrir rúmum tveimur áratugum. 20. júlí 2022 11:31 Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Fleiri fréttir Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Sjá meira
Hljómsveitin Stuðlabandið er þaulvön að koma fram og halda uppi stemningu en Stuðlabandið hefur spilað á stærstu útihátíðum Íslands undanfarin ár. Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, útskýrir valið á Stuðlabandinu og segir að þeir hafi einfaldlega átt það skilið. „Stuðlabandið hefur verið með okkur á þjóðhátíðinni síðan 2016 og hefur alltaf staðið sig frábærlega. Þegar maður leitar til þeirra er það aldrei neitt mál, mér finnst þeir bara hafa átt þetta skilið. Við erum í rauninni bara að þakka þeim fyrir,“ segir Jónas. Magnús Kjartan Eyjólfsson og Marínó Geir Lilliendahl, meðlimir Stuðlabandsins, segja það vera mikinn heiður að fá þetta verkefni í hendurnar og þakka Þjóðhátíðarnefnd fyrir traustið. Þegar spurt er hvort hljómsveitin finni fyrir pressu vegna þess að þjóðhátíðarlagið það sem mikil spenna og eftirvænting er ávallt fyrir því, svarar Magnús: „Já, það er alltaf pressa. Ég hef sagt það áður, það eru tvö lög sem Íslendingar hafa miklar skoðanir á, það er Eurovision-lagið og svo Þjóðhátíðarlagið. Það er nánast sama hvað við gerum, við bara megum ekki fokka þessu upp,“ segir Magnús og hlær. Völdu úr fimmtán lögum Lagið sjálft kemur út þann 15. maí næstkomandi. Þeir segjast hafa samið fimmtán lög og hafa haft fimmtán hugmyndir: „Við erum náttúrulega um það bil ellefu í hljómsveitinni og við höfum ekki verið duglegastir að gefa út okkar eigin tónlist. Við höfum frekar spilað tónlist eftir aðra. En þegar við byrjum að semja lag, þá er eins og banki af hugmyndum opnist í höfðinu á okkur og það flæðir bara út. Svo er það bara að velja úr,“ segir Marinó, og bætir við í léttu gríni: „Þetta gæti verið í fyrsta skipti sem ekki er gefið út Þjóðhátíðarlag, heldur Þjóðhátíðarplata..“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Halda orkustiginu í hæstu hæðum Hljómsveitin Stuðlabandið er þaulvön að koma fram og halda uppi stemningu en Stuðlabandið hefur spilað á stærstu útihátíðum Íslands undanfarin ár. 15. júlí 2022 11:31 „Hún kann að halda mér niðri á jörðinni ef hausinn fer á eitthvað flug“ Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, sér um brekkusönginn í ár. Hann stóð vaktina í síðasta brekkusöng þar sem engir áhorfendur voru í dalnum en söng sig inn í hjörtu margra landsmanna á skjánum heima. Blaðamaður tók púlsinn á Magnúsi Kjartani, sem fór á sína fyrstu Þjóðhátíð fyrir rúmum tveimur áratugum. 20. júlí 2022 11:31 Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Fleiri fréttir Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Sjá meira
Halda orkustiginu í hæstu hæðum Hljómsveitin Stuðlabandið er þaulvön að koma fram og halda uppi stemningu en Stuðlabandið hefur spilað á stærstu útihátíðum Íslands undanfarin ár. 15. júlí 2022 11:31
„Hún kann að halda mér niðri á jörðinni ef hausinn fer á eitthvað flug“ Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, sér um brekkusönginn í ár. Hann stóð vaktina í síðasta brekkusöng þar sem engir áhorfendur voru í dalnum en söng sig inn í hjörtu margra landsmanna á skjánum heima. Blaðamaður tók púlsinn á Magnúsi Kjartani, sem fór á sína fyrstu Þjóðhátíð fyrir rúmum tveimur áratugum. 20. júlí 2022 11:31