Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2025 22:18 Aleksander Ceferin, forseti UEFA, ræðir við Gianni Infantino, forseta FIFA, á ársþingi UEFA í Belgrad. Getty/Tullio Puglia Aleksander Ceferin, forseti knattspyrnusambands Evrópu er ekki hrifinn að þeirri hugmynd að fjölga enn meira á heimsmeistaramóti karla í fótbolta. FIFA er nú að velta því fyrir sér að fjölga þjóðum í úrslitakeppni HM upp í 64 lið. Næsta HM fer fram næsta sumar og þar munu 48 þjóðir taka þátt en 32 þjóðir voru á síðasta heimsmeistaramóti 2022. Þetta hefur verið í umræðunni eftir að tillaga kom frá stjórnarmanni frá Úrúgvæ á ársþingi Alþjóða knattspyrnusambandsins. ESPN segir frá. Það væri þá verið að fjölga þjóðum um sextán á tveimur heimsmeistaramótum í röð og það án þess að reynsla sé komin á 48 þjóða heimsmeistarakeppni. „Þessi tillaga kom mér jafnvel meira á óvart en ykkur,“ sagði Aleksander Ceferin á blaðamannafundi eftir ársþing UEFA í Belgrad í Serbíu. „Ég tel að þetta sé slæm hugmynd,“ sagði Ceferin sem er líka varaforseti FIFA. Gianni Infantino, forseti FIFA, vill fjölga þátttökuþjóðum enn meira, og er að reyna að koma þessu í gegn. Svo margar þátttökuþjóðir hefðu auðvitað það í för mér sér að gæðin myndu minnka og að það þyrfti einnig að koma fyrir 128 leikjum á rúmum mánuði. „Þetta er ekki góð hugmynd fyrir sjálfa heimsmeistarakeppnina og þetta er heldur ekki gott fyrir undankeppnina,“ sagði Ceferin. UEFA er með sextán sæti á HM 2026 og það hefur kallað á breytta undankeppni. Nú eru riðlarnir tólf og sumar þjóðir spila færri leiki en öll undankeppnin fer fram í ár. Spánn og Portúgal halda HM 2030 ásamt Marokkó en Suðurameríkuþjóðirnar Argentína, Paragvæ og Úrúgvæ hýsa einn leik í byrjun móts til að halda upp á að það eru hundrað ár liðin frá fyrstu heimsmeistarakeppninni sem fór fram í Úrúgvæ 1930. „Það er skrýtið að við fengum ekki að vita neitt um þessa tillögu áður en hún kom fyrir þingið. Ég veit ekki hvaðan hún kom,“ sagði Ceferin. FIFA UEFA HM 2030 í fótbolta Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Fleiri fréttir Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Í beinni: Kauno Zalgiris - Valur | Koma á siglingu til Litáen Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Sjá meira
FIFA er nú að velta því fyrir sér að fjölga þjóðum í úrslitakeppni HM upp í 64 lið. Næsta HM fer fram næsta sumar og þar munu 48 þjóðir taka þátt en 32 þjóðir voru á síðasta heimsmeistaramóti 2022. Þetta hefur verið í umræðunni eftir að tillaga kom frá stjórnarmanni frá Úrúgvæ á ársþingi Alþjóða knattspyrnusambandsins. ESPN segir frá. Það væri þá verið að fjölga þjóðum um sextán á tveimur heimsmeistaramótum í röð og það án þess að reynsla sé komin á 48 þjóða heimsmeistarakeppni. „Þessi tillaga kom mér jafnvel meira á óvart en ykkur,“ sagði Aleksander Ceferin á blaðamannafundi eftir ársþing UEFA í Belgrad í Serbíu. „Ég tel að þetta sé slæm hugmynd,“ sagði Ceferin sem er líka varaforseti FIFA. Gianni Infantino, forseti FIFA, vill fjölga þátttökuþjóðum enn meira, og er að reyna að koma þessu í gegn. Svo margar þátttökuþjóðir hefðu auðvitað það í för mér sér að gæðin myndu minnka og að það þyrfti einnig að koma fyrir 128 leikjum á rúmum mánuði. „Þetta er ekki góð hugmynd fyrir sjálfa heimsmeistarakeppnina og þetta er heldur ekki gott fyrir undankeppnina,“ sagði Ceferin. UEFA er með sextán sæti á HM 2026 og það hefur kallað á breytta undankeppni. Nú eru riðlarnir tólf og sumar þjóðir spila færri leiki en öll undankeppnin fer fram í ár. Spánn og Portúgal halda HM 2030 ásamt Marokkó en Suðurameríkuþjóðirnar Argentína, Paragvæ og Úrúgvæ hýsa einn leik í byrjun móts til að halda upp á að það eru hundrað ár liðin frá fyrstu heimsmeistarakeppninni sem fór fram í Úrúgvæ 1930. „Það er skrýtið að við fengum ekki að vita neitt um þessa tillögu áður en hún kom fyrir þingið. Ég veit ekki hvaðan hún kom,“ sagði Ceferin.
FIFA UEFA HM 2030 í fótbolta Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Fleiri fréttir Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Í beinni: Kauno Zalgiris - Valur | Koma á siglingu til Litáen Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Sjá meira