Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Sindri Sverrisson skrifar 2. apríl 2025 13:01 Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn leikmaður Víkings sem nú er spáð Íslandsmeistaratitlinum. Hann þykir besti og erfiðasti mótherji deildarinnar. Vísir/Vilhelm Helmingur leikmanna Bestu deildar karla er hrifnari af gervigrasi en venjulegu grasi. Mikill meirihluti vill myndbandsdómgæslu í deildinni, aðeins 5% leikmanna eru hvorki í annarri vinnu né námi með fótboltanum, og langflestir telja Gylfa Þór Sigurðsson besta leikmann deildarinnar. Þetta er meðal þess sem fram kom í könnun sem gerð var á meðal leikmanna í Bestu deild karla. Niðurstöður úr könnuninni voru kynntar í dag um leið og árleg spá fyrirliða, þjálfara og formanna félaganna tólf í deildinni var birt. Samkvæmt spánni verða Víkingar Íslandsmeistarar í haust. Víkingar keyptu sem kunnugt er Gylfa Þór Sigurðsson frá Val í vetur og vann hann með yfirburðum kosninguna um besta leikmann deildarinnar. Blikarnir Óli Valur Ómarsson og Höskuldur Gunnlaugsson komu honum næstir. Kaplakriki skemmtilegastur en Víkin erfiðust Gylfi var sömuleiðis talinn erfiðasti mótherjinn en þar dreifðust atkvæði mun meira og hlaut Gylfi 22 atkvæði en Höskuldur kom næstur með 15 atkvæði. Flestir telja að þrátt fyrir að hann fái engar stoðsendingar frá Gylfa í sumar þá verði Patrick Pedersen markakóngur deildarinnar. Kaplakriki var valinn skemmtilegasti völlurinn og Víkingsvöllur erfiðasti völlurinn. Þá telja menn Aftureldingu líklegasta til að koma á óvart en Fram og ÍBV voru einnig oft nefnd í því sambandi. Mönnum þykir skemmtilegast, en ekki erfiðast, að spila á grasinu á Kaplakrikavelli.vísir/Diego Helmingur í námi og flestir hinna í vinnu Aðeins 5% leikmanna deildarinnar segjast vera eingöngu fótboltamenn. Langflestir eru annað hvort í námi eða fullri vinnu með boltanum. Um 15% eru í hlutastarfi með boltanum, 33% í fullu starfi en 47%, eða tæplega helmingur leikmanna, eru í námi. Margir eru eflaust í bæði starfi og námi með fótboltanum en spurt var hvaða lýsing ætti best við menn. Alls vilja 70% leikmanna fá VAR í Bestu deildina en 30% eru á móti því. Myndbandsdómgæsla er sífellt innleidd í fleiri deildir og spurning hvort og þá hvenær það gerist hér á landi en ljóst er að leikmenn kalla eftir henni. Jafnmargir styðja gervigras og gras Leikmenn skiptast í tvo nánast hnífjafna hópa þegar spurt er hvort þeir séu hrifnari af gervigrasi (49% eru „team gervigras“) eða náttúrulegu grasi (51% eru „team gras“). Besti leikmaður í sögu efstu deildar er Óskar Örn Hauksson, sem lék með Víkingum í fyrra en kvaddi félagið í vetur, en hann hlaut yfirburðakosningu. Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í könnun sem gerð var á meðal leikmanna í Bestu deild karla. Niðurstöður úr könnuninni voru kynntar í dag um leið og árleg spá fyrirliða, þjálfara og formanna félaganna tólf í deildinni var birt. Samkvæmt spánni verða Víkingar Íslandsmeistarar í haust. Víkingar keyptu sem kunnugt er Gylfa Þór Sigurðsson frá Val í vetur og vann hann með yfirburðum kosninguna um besta leikmann deildarinnar. Blikarnir Óli Valur Ómarsson og Höskuldur Gunnlaugsson komu honum næstir. Kaplakriki skemmtilegastur en Víkin erfiðust Gylfi var sömuleiðis talinn erfiðasti mótherjinn en þar dreifðust atkvæði mun meira og hlaut Gylfi 22 atkvæði en Höskuldur kom næstur með 15 atkvæði. Flestir telja að þrátt fyrir að hann fái engar stoðsendingar frá Gylfa í sumar þá verði Patrick Pedersen markakóngur deildarinnar. Kaplakriki var valinn skemmtilegasti völlurinn og Víkingsvöllur erfiðasti völlurinn. Þá telja menn Aftureldingu líklegasta til að koma á óvart en Fram og ÍBV voru einnig oft nefnd í því sambandi. Mönnum þykir skemmtilegast, en ekki erfiðast, að spila á grasinu á Kaplakrikavelli.vísir/Diego Helmingur í námi og flestir hinna í vinnu Aðeins 5% leikmanna deildarinnar segjast vera eingöngu fótboltamenn. Langflestir eru annað hvort í námi eða fullri vinnu með boltanum. Um 15% eru í hlutastarfi með boltanum, 33% í fullu starfi en 47%, eða tæplega helmingur leikmanna, eru í námi. Margir eru eflaust í bæði starfi og námi með fótboltanum en spurt var hvaða lýsing ætti best við menn. Alls vilja 70% leikmanna fá VAR í Bestu deildina en 30% eru á móti því. Myndbandsdómgæsla er sífellt innleidd í fleiri deildir og spurning hvort og þá hvenær það gerist hér á landi en ljóst er að leikmenn kalla eftir henni. Jafnmargir styðja gervigras og gras Leikmenn skiptast í tvo nánast hnífjafna hópa þegar spurt er hvort þeir séu hrifnari af gervigrasi (49% eru „team gervigras“) eða náttúrulegu grasi (51% eru „team gras“). Besti leikmaður í sögu efstu deildar er Óskar Örn Hauksson, sem lék með Víkingum í fyrra en kvaddi félagið í vetur, en hann hlaut yfirburðakosningu.
Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum Sjá meira