Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Jón Ísak Ragnarsson skrifar 1. apríl 2025 20:48 Þórdís Lóa lagði tillöguna fram á fundi borgarstjórnar í dag. Vísir/Vilhelm Tillaga Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur oddvita Viðreisnar í Reykjavík um að einkaþotum og þyrluflugi á Reykjavíkurflugvelli verði fundinn nýr staður var samþykkt á fundi borgarstjórnar í kvöld eftir að breytingar höfðu verið gerðar á tillögunni af hálfu meirihlutaflokkanna í borgarstjórn. Allir fulltrúar meirihlutans greiddu atkvæði með tillögunni auk Þórdísar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn henni og Framsóknarflokkurinn sat hjá. Tillagan, með áðurnefndum breytingum hljómar á þá leið að lagt er til að borgarstjóra verði falið að beita sér fyrir því að færa umferð einkaþotna og almennt þyrlu - og kennsluflug frá Reykjavíkurflugvelli sem fyrst og taka aftur upp samtal við ríkið byggt á samkomulagi sem gert var í október 2013 sem undirritað var af þáverandi borgarstjóra og innanríkisráðherra. Í því samkomulegai stendur meðal annars að innanríkisráðuneytið og Isavia hafi forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar. Þórdís lóa sagði á borgarstjórnarfundinum í gærkvöldi að markmið tillögunnar sé að skapa sátt um umgjörð áætlunar og sjúkraflugs á Reykjavíkurflugvelli sem þarf að ríkja uns nýr staður er fundinn og um leið að draga úr mengun, slysahættu og ónæði fyrir íbúa í nágrenni flugvallarins. Áðu hafði verið haft eftir henni að auðvelt ætti að vera að finna öðru flugi nýjan stað. Dæmi um það gæti verið Keflavíkurflugvöllur, gamli Keflavíkurvöllur eða á Suðurlandi. Það sé stefna Viðreisnar að innanlandsflugi verði í framtíðinni fundin annar staður. Hins vegar hafi ekki verið fundið nýtt svæði fyrir innanlandsflug, og draga verði þá ályktun að sjúkra- og áætlunarflug muni verða á Reykjavíkurflugvelli næstu tuttugu árin og mikilvægt sé að tryggja þá umgjörð sem þarf. Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Reykjavík Viðreisn Samgöngur Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira
Allir fulltrúar meirihlutans greiddu atkvæði með tillögunni auk Þórdísar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn henni og Framsóknarflokkurinn sat hjá. Tillagan, með áðurnefndum breytingum hljómar á þá leið að lagt er til að borgarstjóra verði falið að beita sér fyrir því að færa umferð einkaþotna og almennt þyrlu - og kennsluflug frá Reykjavíkurflugvelli sem fyrst og taka aftur upp samtal við ríkið byggt á samkomulagi sem gert var í október 2013 sem undirritað var af þáverandi borgarstjóra og innanríkisráðherra. Í því samkomulegai stendur meðal annars að innanríkisráðuneytið og Isavia hafi forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar. Þórdís lóa sagði á borgarstjórnarfundinum í gærkvöldi að markmið tillögunnar sé að skapa sátt um umgjörð áætlunar og sjúkraflugs á Reykjavíkurflugvelli sem þarf að ríkja uns nýr staður er fundinn og um leið að draga úr mengun, slysahættu og ónæði fyrir íbúa í nágrenni flugvallarins. Áðu hafði verið haft eftir henni að auðvelt ætti að vera að finna öðru flugi nýjan stað. Dæmi um það gæti verið Keflavíkurflugvöllur, gamli Keflavíkurvöllur eða á Suðurlandi. Það sé stefna Viðreisnar að innanlandsflugi verði í framtíðinni fundin annar staður. Hins vegar hafi ekki verið fundið nýtt svæði fyrir innanlandsflug, og draga verði þá ályktun að sjúkra- og áætlunarflug muni verða á Reykjavíkurflugvelli næstu tuttugu árin og mikilvægt sé að tryggja þá umgjörð sem þarf.
Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Reykjavík Viðreisn Samgöngur Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira