„Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 10. apríl 2025 07:01 Vala og Bryns þykja fátt skemmtilegra en að spila tölvuleiki saman heima. Vala Grand Einarsdóttir og Brynjólfur Gunnarsson, sem vinir og fjölskylda kalla Bryn, eru nýlega byrjuð saman eftir að þau kynntust á stefnumótaforritinu Smitten. Vala lýsir þeim sem tækniáhugafólki þar sem þau vinna bæði í tæknigeiranum og deila ástríðu fyrir tölvuleikjum. Vala er flestum landsmönnum vel kunn en það vakti landsathygli árið 2010 þegar hún fór í gegnum kynleiðréttingarferli. Hún hefur rætt ferlið á opinskáan hátt og lýsti því meðal annars í Einkalífinu á Vísi árið 2019 hvernig það var að komast loksins í réttan líkama. Vala starfar hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Icelandia við upplýsingatækni, en Bryn starfar sem forritari hjá vefstofunni Vettvangi. Vala Grand situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Ást er. Hvernig kynntust þið? Á Smitten Hvort ykkar tók fyrsta skrefið? Ég tók af skarið með því að senda honum skilaboð á Smitten. Fyrsti kossinn okkar: Eftir fyrsta date-ið okkar þá fórum við á skrifstofuna hans til að fara á klósettið og svona. Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans. Fyrsta stefnumótið? Við byrjuðum á því að fara út að borða á Nings og svo í bíó að sjá Wolverine and Deadpool 2. Við enduðum á því að rífast um það hvort okkar ætti að borga, sem var mjög fyndið, og afgreiðsludömurnar hlógu bara og sögðu „cute“. Hvernig myndirðu lýsa sambandinu ykkar: Rómantískt, virðing, SJÓÐANDI. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Þar sem við tvö erum að njóta nærveru hvors annars. Sama hvort það sé úti á flottum veitingastað eða bara að spila tölvuleiki heima. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin okkar er: The Notebook. Lagið okkar: I Follow Rivers - Trigger Finger Eigið þið sameiginleg áhugamál? Tölvur, tölvuleikir og tækni yfir höfuð. Hvort ykkar eldar meira? Við eldum yfirleitt saman en ég myndi segja að ég geri það oftar því Brynjólfur er oft djúpt sokkinn í forritun heima. Haldið þið upp á sambandsafmælið? Það er ekki komið svo langt en auðvitað stefnum við á það. Eruði rómantísk? Já ég myndi ég segja það, all svakalega! Fyrsta gjöfin sem ég gaf manninum mínum: Ralph Lauren peysu. Fyrsta gjöfin sem maðurinn minn gaf mér: Hann gaf mér loforðshring úti á Tenerife. Maðurinn minn er: Klár, ljúfur, virðulegur, herramaður, metnaðarfullur og hefur mikla ást að gefa – bæði mér og dýrum. Rómantískasti staður á landinu: Um hávetur þá fór hann mig að Hvalvatni í Hvalfirði þar sem það var mjög dimmt, mikil norðurljós og stjörnubjart. Mér fannst ég vera stödd í ævintýri þegar hann sýndi mér þennan stað á þessum tíma. Fyndnasta minningin af ykkur saman? Við vorum að fara í fermingarveislu með tengdó. Við búin að gera okkur fín í spariföt með litla frænda hans og alles með. Komum á staðinn og enginn þar. Komumst svo að því að tengdó las rangt á boðskortið og við vorum viku fyrr í ferminguna! Enduðum á að gera bara góðan fjölskyldudag úr þessu í staðinn. Hver væri titillinn á ævisögu ykkar? Silicon Valley. Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun? Spilum tölvuleiki, ferðumst, forritum og kúrum! Lýstu manninum þínum í þremur orðum: Klár, ljúfur, metnaðarfullur Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár? Komin í góða eign mögulega með tvöföldum bílskúr bæði á góðum stöðum í tæknigeiranum. Hvernig viðhaldið þið neistanum? Neistinn hefur bara ekkert dvínað. Ást er ... Ást er djúpt og flókið tilfinningalegt samband milli tveggja eða fleiri einstaklinga. Hún getur verið bæði rómantísk, fjölskylduleg eða vináttuástar. Hún er eitt af grunnþörfum mannlegrar lífsreynslu. Ástin og lífið Tímamót Ást er... Mest lesið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Lífið Morð, nauðgun, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump Áskorun Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Fleiri fréttir Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Sjá meira
Vala er flestum landsmönnum vel kunn en það vakti landsathygli árið 2010 þegar hún fór í gegnum kynleiðréttingarferli. Hún hefur rætt ferlið á opinskáan hátt og lýsti því meðal annars í Einkalífinu á Vísi árið 2019 hvernig það var að komast loksins í réttan líkama. Vala starfar hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Icelandia við upplýsingatækni, en Bryn starfar sem forritari hjá vefstofunni Vettvangi. Vala Grand situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Ást er. Hvernig kynntust þið? Á Smitten Hvort ykkar tók fyrsta skrefið? Ég tók af skarið með því að senda honum skilaboð á Smitten. Fyrsti kossinn okkar: Eftir fyrsta date-ið okkar þá fórum við á skrifstofuna hans til að fara á klósettið og svona. Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans. Fyrsta stefnumótið? Við byrjuðum á því að fara út að borða á Nings og svo í bíó að sjá Wolverine and Deadpool 2. Við enduðum á því að rífast um það hvort okkar ætti að borga, sem var mjög fyndið, og afgreiðsludömurnar hlógu bara og sögðu „cute“. Hvernig myndirðu lýsa sambandinu ykkar: Rómantískt, virðing, SJÓÐANDI. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Þar sem við tvö erum að njóta nærveru hvors annars. Sama hvort það sé úti á flottum veitingastað eða bara að spila tölvuleiki heima. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin okkar er: The Notebook. Lagið okkar: I Follow Rivers - Trigger Finger Eigið þið sameiginleg áhugamál? Tölvur, tölvuleikir og tækni yfir höfuð. Hvort ykkar eldar meira? Við eldum yfirleitt saman en ég myndi segja að ég geri það oftar því Brynjólfur er oft djúpt sokkinn í forritun heima. Haldið þið upp á sambandsafmælið? Það er ekki komið svo langt en auðvitað stefnum við á það. Eruði rómantísk? Já ég myndi ég segja það, all svakalega! Fyrsta gjöfin sem ég gaf manninum mínum: Ralph Lauren peysu. Fyrsta gjöfin sem maðurinn minn gaf mér: Hann gaf mér loforðshring úti á Tenerife. Maðurinn minn er: Klár, ljúfur, virðulegur, herramaður, metnaðarfullur og hefur mikla ást að gefa – bæði mér og dýrum. Rómantískasti staður á landinu: Um hávetur þá fór hann mig að Hvalvatni í Hvalfirði þar sem það var mjög dimmt, mikil norðurljós og stjörnubjart. Mér fannst ég vera stödd í ævintýri þegar hann sýndi mér þennan stað á þessum tíma. Fyndnasta minningin af ykkur saman? Við vorum að fara í fermingarveislu með tengdó. Við búin að gera okkur fín í spariföt með litla frænda hans og alles með. Komum á staðinn og enginn þar. Komumst svo að því að tengdó las rangt á boðskortið og við vorum viku fyrr í ferminguna! Enduðum á að gera bara góðan fjölskyldudag úr þessu í staðinn. Hver væri titillinn á ævisögu ykkar? Silicon Valley. Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun? Spilum tölvuleiki, ferðumst, forritum og kúrum! Lýstu manninum þínum í þremur orðum: Klár, ljúfur, metnaðarfullur Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár? Komin í góða eign mögulega með tvöföldum bílskúr bæði á góðum stöðum í tæknigeiranum. Hvernig viðhaldið þið neistanum? Neistinn hefur bara ekkert dvínað. Ást er ... Ást er djúpt og flókið tilfinningalegt samband milli tveggja eða fleiri einstaklinga. Hún getur verið bæði rómantísk, fjölskylduleg eða vináttuástar. Hún er eitt af grunnþörfum mannlegrar lífsreynslu.
Ástin og lífið Tímamót Ást er... Mest lesið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Lífið Morð, nauðgun, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump Áskorun Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Fleiri fréttir Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Sjá meira