„Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi Árni Sæberg skrifar 31. mars 2025 17:02 Frá blaðamannafundi formanna ríkisstjórnarflokkanna í dag. Vísir/Anton Brink Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja gefa lítið fyrir tal um ætlað reynsluleysi Flokks fólksins og áhrif þess á stjórnarsambandið. Formaður Viðreisnar segir slíkt tal merki um hroka og yfirlæti og bendir á að Viðreisn og Flokkur fólksins hafi boðið fram fyrst sama árið. Þetta var meðal þess sem kom fram á blaðamannafundi þeirra Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra og Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra í dag. Þær blésu til fundar í tilefni af því að eitt hundrað dagar eru liðnir frá því að ríkisstjórn Kristrúnar tók til starfa. Þá fjölluðu þær einnig um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2030, sem kynnt var í morgun. Að loknum ávörpum sínum biðu valkyrjurnar svokölluðu viðstöddum að bera upp spurningar. Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður nýtti tækifærið og spurði út í nokkur atvik sem komið hafa upp í tengslum við Flokk fólksins á þessum hundrað dögum. Þá helst hvort að reynsluleysi flokksins hefði haft áhrif þar á. „Nei“ „Ef ég má byrja þá myndi ég segja það að nei, reynsluleysi er ekki að gera neitt sem hefur áhrif á okkar frábæra samstarf. Þvert á móti hefur sú ágjöf sem þú nefnir, sem tengist Flokki fólksins, hún hefur einfaldlega bara þjappað okkur enn betur saman og við höldum bara áfram okkar góðu verkum. Við höfum hins vegar ætlað okkur í dag að ræða um hundrað daga afmæli ríkisstjórnarinnar og erum ekki að horfa í baksýnisspegilinn. Við segjum áfram veginn,“ sagði Inga. Ríkisstjórnin ætli að láta verkin tala og í herbúðum hennar ríki bjartsýni og bros. Ríkisstjórnin taki allri ágjöf sem svo að hún styrki hana. „En reynsluleysið sem slíkt, við höfum aldrei verið í ríkisstjórn áður. Við lærum af þeim mistök sem við gerum. Ég segi það fyrir okkar hönd í Flokki fólksins, við erum náttúrulega einstaklega frábær og í alveg frábærri ríkisstjórn.“ Engin áætlun án Flokks fólksins Kristrún tók þá við og sagði að sú fjármálaáætlun sem lögð var fram í dag hefði ekki verið lögð fram án Flokks fólksins, það væri alveg á hreinu. „Margar af stórum ákvörðunum sem hér er verið að taka er vegna þess að þessi ríkisstjórn er samsett eins og hún er í dag. Það er það sem situr eftir og fólk er samstillt í pólistískum skilaboðum. Koma upp mál út af alls konar þáttum sem eru alls ótengd pólitíkinni? Já. Þar maður að eiga við þau? Já. Er það stundum erfitt? Já. En við fórum í þetta til að vinna í pólitík, þetta er afrakstur þess. Ég er þakklát fyrir að vera í ríkisstjórn með Flokki fólksins.“ Hroki og yfirlæti Loks tók Þorgerður Katrín við keflinu og sagðist taka heils hugar undir með Kristrúnu. „Reynsluleysi, ég veit ekki hvort það sé, fyrirgefðu, allt að því hroki eða yfirlæti. Af því að Flokkur fólksins var stofnaður sama ár og Viðreisn, 2016. Hefur alveg jafnmikla reynslu á þingi og við í Viðreisn. Komum við frá ólíkum hópum í samfélaginu? Já, við gerum það. En fyrir vikið höfum við náð að efla samstarf okkar þannig að það er bæði gagnkvæmur skilningur og það er hreinskiptni. Fyrir vikið þá dýpkar samstarfið og verður betra að mínu mati. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Flokkur fólksins Samfylkingin Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Tengdar fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Fjármála- og efnahagsráðherra ætlar að hagræða um ríflega hundrað milljarða hjá hinu opinbera á næstu árum. Hann segir slíkar aðgerðir skila hallalausum ríkissjóði fyrr en áður hafði verið áætlað. Þá á að sækja auknar tekjur í veiðigjald, aðgangstýringargjald og bifreiðagjald. 31. mars 2025 12:43 Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Formaður Flokks fólksins segir Ásthildi Lóu Þórsdóttur einfaldlega hafa sagt af sér til að koma í veg fyrir að ráðist yrði á sig og ríkisstjórnina í fjölmiðlum. Barnabarn hennar sem glataði skóm tímabundið í Borgarholtsskóla hafi ekki sótt skólann síðan fjallað var um símtal hennar við skólastjórann. Inga spyr um ábyrgð hans. 31. mars 2025 11:56 Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Samkvæmt nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2026 til 2030 verður ríkissjóður hallalaus strax árið 2027 og hið opinbera hallalaust árið 2028. Hvoru tveggja er ári fyrr en fyrri áætlun gerði ráð fyrir. 31. mars 2025 09:39 Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir fyrrum formann Samfylkingarinnar vera snúa út úr málflutningi stjórnarandstöðunnar í máli fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra. Ýmislegt sé óskýrt varðandi aðkomu forsætisráðuneytisins í málinu. Hún sakar forsætisráðherra um að hafa farið með rangt mál í pontu Alþingis. 30. mars 2025 21:58 Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV „Ég er bara rosalega sorgmædd og mjög döpur. Sendi Ástu bara kærleikskveðjur,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra. 28. mars 2025 12:25 Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Mikið hefur gustað um Flokk fólksins á fyrstu þremur mánuðum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Aðeins vika er síðan fráfarandi mennta- og barnamálaráðherra baðst afsökunar á ummælum um íslenska dómstóla. 21. mars 2025 19:01 Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Skömmu áður en hann var fyrst kjörinn í stjórn VR gagnrýndi Ragnar Þór Ingólfsson, fyrrverandi formaður félagsins, annan fyrrverandi formann harðlega fyrir að þiggja biðlaun. Það var eftir að Gunnar Páll Pálsson tapaði kosningum um embætti formanns VR og fékk sjö milljónir í biðlaun. 26. febrúar 2025 17:48 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Þetta var meðal þess sem kom fram á blaðamannafundi þeirra Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra og Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra í dag. Þær blésu til fundar í tilefni af því að eitt hundrað dagar eru liðnir frá því að ríkisstjórn Kristrúnar tók til starfa. Þá fjölluðu þær einnig um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2030, sem kynnt var í morgun. Að loknum ávörpum sínum biðu valkyrjurnar svokölluðu viðstöddum að bera upp spurningar. Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður nýtti tækifærið og spurði út í nokkur atvik sem komið hafa upp í tengslum við Flokk fólksins á þessum hundrað dögum. Þá helst hvort að reynsluleysi flokksins hefði haft áhrif þar á. „Nei“ „Ef ég má byrja þá myndi ég segja það að nei, reynsluleysi er ekki að gera neitt sem hefur áhrif á okkar frábæra samstarf. Þvert á móti hefur sú ágjöf sem þú nefnir, sem tengist Flokki fólksins, hún hefur einfaldlega bara þjappað okkur enn betur saman og við höldum bara áfram okkar góðu verkum. Við höfum hins vegar ætlað okkur í dag að ræða um hundrað daga afmæli ríkisstjórnarinnar og erum ekki að horfa í baksýnisspegilinn. Við segjum áfram veginn,“ sagði Inga. Ríkisstjórnin ætli að láta verkin tala og í herbúðum hennar ríki bjartsýni og bros. Ríkisstjórnin taki allri ágjöf sem svo að hún styrki hana. „En reynsluleysið sem slíkt, við höfum aldrei verið í ríkisstjórn áður. Við lærum af þeim mistök sem við gerum. Ég segi það fyrir okkar hönd í Flokki fólksins, við erum náttúrulega einstaklega frábær og í alveg frábærri ríkisstjórn.“ Engin áætlun án Flokks fólksins Kristrún tók þá við og sagði að sú fjármálaáætlun sem lögð var fram í dag hefði ekki verið lögð fram án Flokks fólksins, það væri alveg á hreinu. „Margar af stórum ákvörðunum sem hér er verið að taka er vegna þess að þessi ríkisstjórn er samsett eins og hún er í dag. Það er það sem situr eftir og fólk er samstillt í pólistískum skilaboðum. Koma upp mál út af alls konar þáttum sem eru alls ótengd pólitíkinni? Já. Þar maður að eiga við þau? Já. Er það stundum erfitt? Já. En við fórum í þetta til að vinna í pólitík, þetta er afrakstur þess. Ég er þakklát fyrir að vera í ríkisstjórn með Flokki fólksins.“ Hroki og yfirlæti Loks tók Þorgerður Katrín við keflinu og sagðist taka heils hugar undir með Kristrúnu. „Reynsluleysi, ég veit ekki hvort það sé, fyrirgefðu, allt að því hroki eða yfirlæti. Af því að Flokkur fólksins var stofnaður sama ár og Viðreisn, 2016. Hefur alveg jafnmikla reynslu á þingi og við í Viðreisn. Komum við frá ólíkum hópum í samfélaginu? Já, við gerum það. En fyrir vikið höfum við náð að efla samstarf okkar þannig að það er bæði gagnkvæmur skilningur og það er hreinskiptni. Fyrir vikið þá dýpkar samstarfið og verður betra að mínu mati.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Flokkur fólksins Samfylkingin Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Tengdar fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Fjármála- og efnahagsráðherra ætlar að hagræða um ríflega hundrað milljarða hjá hinu opinbera á næstu árum. Hann segir slíkar aðgerðir skila hallalausum ríkissjóði fyrr en áður hafði verið áætlað. Þá á að sækja auknar tekjur í veiðigjald, aðgangstýringargjald og bifreiðagjald. 31. mars 2025 12:43 Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Formaður Flokks fólksins segir Ásthildi Lóu Þórsdóttur einfaldlega hafa sagt af sér til að koma í veg fyrir að ráðist yrði á sig og ríkisstjórnina í fjölmiðlum. Barnabarn hennar sem glataði skóm tímabundið í Borgarholtsskóla hafi ekki sótt skólann síðan fjallað var um símtal hennar við skólastjórann. Inga spyr um ábyrgð hans. 31. mars 2025 11:56 Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Samkvæmt nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2026 til 2030 verður ríkissjóður hallalaus strax árið 2027 og hið opinbera hallalaust árið 2028. Hvoru tveggja er ári fyrr en fyrri áætlun gerði ráð fyrir. 31. mars 2025 09:39 Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir fyrrum formann Samfylkingarinnar vera snúa út úr málflutningi stjórnarandstöðunnar í máli fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra. Ýmislegt sé óskýrt varðandi aðkomu forsætisráðuneytisins í málinu. Hún sakar forsætisráðherra um að hafa farið með rangt mál í pontu Alþingis. 30. mars 2025 21:58 Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV „Ég er bara rosalega sorgmædd og mjög döpur. Sendi Ástu bara kærleikskveðjur,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra. 28. mars 2025 12:25 Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Mikið hefur gustað um Flokk fólksins á fyrstu þremur mánuðum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Aðeins vika er síðan fráfarandi mennta- og barnamálaráðherra baðst afsökunar á ummælum um íslenska dómstóla. 21. mars 2025 19:01 Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Skömmu áður en hann var fyrst kjörinn í stjórn VR gagnrýndi Ragnar Þór Ingólfsson, fyrrverandi formaður félagsins, annan fyrrverandi formann harðlega fyrir að þiggja biðlaun. Það var eftir að Gunnar Páll Pálsson tapaði kosningum um embætti formanns VR og fékk sjö milljónir í biðlaun. 26. febrúar 2025 17:48 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Fjármála- og efnahagsráðherra ætlar að hagræða um ríflega hundrað milljarða hjá hinu opinbera á næstu árum. Hann segir slíkar aðgerðir skila hallalausum ríkissjóði fyrr en áður hafði verið áætlað. Þá á að sækja auknar tekjur í veiðigjald, aðgangstýringargjald og bifreiðagjald. 31. mars 2025 12:43
Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Formaður Flokks fólksins segir Ásthildi Lóu Þórsdóttur einfaldlega hafa sagt af sér til að koma í veg fyrir að ráðist yrði á sig og ríkisstjórnina í fjölmiðlum. Barnabarn hennar sem glataði skóm tímabundið í Borgarholtsskóla hafi ekki sótt skólann síðan fjallað var um símtal hennar við skólastjórann. Inga spyr um ábyrgð hans. 31. mars 2025 11:56
Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Samkvæmt nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2026 til 2030 verður ríkissjóður hallalaus strax árið 2027 og hið opinbera hallalaust árið 2028. Hvoru tveggja er ári fyrr en fyrri áætlun gerði ráð fyrir. 31. mars 2025 09:39
Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir fyrrum formann Samfylkingarinnar vera snúa út úr málflutningi stjórnarandstöðunnar í máli fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra. Ýmislegt sé óskýrt varðandi aðkomu forsætisráðuneytisins í málinu. Hún sakar forsætisráðherra um að hafa farið með rangt mál í pontu Alþingis. 30. mars 2025 21:58
Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV „Ég er bara rosalega sorgmædd og mjög döpur. Sendi Ástu bara kærleikskveðjur,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra. 28. mars 2025 12:25
Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Mikið hefur gustað um Flokk fólksins á fyrstu þremur mánuðum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Aðeins vika er síðan fráfarandi mennta- og barnamálaráðherra baðst afsökunar á ummælum um íslenska dómstóla. 21. mars 2025 19:01
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Skömmu áður en hann var fyrst kjörinn í stjórn VR gagnrýndi Ragnar Þór Ingólfsson, fyrrverandi formaður félagsins, annan fyrrverandi formann harðlega fyrir að þiggja biðlaun. Það var eftir að Gunnar Páll Pálsson tapaði kosningum um embætti formanns VR og fékk sjö milljónir í biðlaun. 26. febrúar 2025 17:48