Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2025 11:31 Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í leikjunum við Frakkland og Sviss fyrir mánuði en er að glíma við hnémeiðsli. Getty/Alex Nicodim „Hún á við meiðsli að stríða og er bara ekki klár í þessa landsleiki,“ segir Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, um Glódísi Perlu Viggósdóttur sem missir af leikjunum mikilvægu við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni. Glódís sneri aftur í byrjunarlið Bayern München í gær gegn Leverkusen, spilaði 82 mínútur og virtist ekki kenna sér meins þegar henni var skipt af velli. Hún hefur hins vegar verið að glíma við hnémeiðsli í nokkurn tíma og þau hafa haldið henni frá keppni með Bayern að undanförnu. Því hefur ríkt óvissa um hvort hún næði að spila leikina mikilvægu sem fram undan eru með landsliðinu, næsta föstudag og svo 8. apríl, en nú er ljóst að hún verður ekki með og missir því í fyrsta sinn á sínum ferli af landsleikjum vegna meiðsla. Ekki þarf að fjölyrða um það hvílíkt áfall það er fyrir Ísland að missa fyrirliðann, besta leikmanninn og íþróttamann ársins út en landsliðsþjálfarinn segir að horfa verði lengra fram í tímann. Um þrír mánuðir eru í að lokakeppni EM hefjist í Sviss. Horfir lengra fram í tímann með Glódísi „Hún verður einhvern tíma að jafna sig eftir gærdaginn,“ segir Þorsteinn við Vísi og bætir við: „Mér fannst það ekki þess virði að taka hana inn í landsleikina og taka einhvern séns á að hún myndi verða ennþá verri. Við þurfum að horfa lengra fram í tímann, þannig að hún verði leikfær fyrir okkur seinna meir. Og við vitum ekki hvort hún hefði hvort sem er getað spilað. Það er alveg óvíst. Miðað við síðasta leik sem hún spilaði þá tók hana rúmar tvær vikur að jafna sig.“ Þorsteinn Halldórsson þarf að reiða sig á aðra leikmenn en Glódísi í komandi leikjum. Hann kallaði á Elísu Viðarsdóttur inn í landsliðshópinn í hennar stað.Getty/Alex Nicodim Leikir sem skipta sköpum í baráttu um veru í A-deild Ísland hóf keppni í Þjóðadeildinni á tveimur útileikjum og gerði þá markalaust jafntefli við Sviss en tapaði 3-2 gegn Frakklandi. Nú er komið að fyrstu heimaleikjunum en liðið mætir Noregi á föstudag klukkan 16:30 og svo Sviss þriðjudaginn 8. apríl, einnig klukkan 16:30. Báðir leikirnir fara fram á Þróttarvelli vegna framkvæmda sem standa yfir á Laugardalsvelli. Ísland, Frakkland, Noregur og Sviss eru saman í riðli í A-deild og kemst efsta liðið í úrslit keppninnar. Efstu tvö liðin eru örugg um að halda áfram í A-deild, neðsta liðið fellur en liðið í 3. sæti fer í umspil um að halda sér í A-deild. Að leika í A-deild á næstu leiktíð myndi hjálpa Íslandi mikið í baráttunni um að komast á HM 2027. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Glódís sneri aftur í byrjunarlið Bayern München í gær gegn Leverkusen, spilaði 82 mínútur og virtist ekki kenna sér meins þegar henni var skipt af velli. Hún hefur hins vegar verið að glíma við hnémeiðsli í nokkurn tíma og þau hafa haldið henni frá keppni með Bayern að undanförnu. Því hefur ríkt óvissa um hvort hún næði að spila leikina mikilvægu sem fram undan eru með landsliðinu, næsta föstudag og svo 8. apríl, en nú er ljóst að hún verður ekki með og missir því í fyrsta sinn á sínum ferli af landsleikjum vegna meiðsla. Ekki þarf að fjölyrða um það hvílíkt áfall það er fyrir Ísland að missa fyrirliðann, besta leikmanninn og íþróttamann ársins út en landsliðsþjálfarinn segir að horfa verði lengra fram í tímann. Um þrír mánuðir eru í að lokakeppni EM hefjist í Sviss. Horfir lengra fram í tímann með Glódísi „Hún verður einhvern tíma að jafna sig eftir gærdaginn,“ segir Þorsteinn við Vísi og bætir við: „Mér fannst það ekki þess virði að taka hana inn í landsleikina og taka einhvern séns á að hún myndi verða ennþá verri. Við þurfum að horfa lengra fram í tímann, þannig að hún verði leikfær fyrir okkur seinna meir. Og við vitum ekki hvort hún hefði hvort sem er getað spilað. Það er alveg óvíst. Miðað við síðasta leik sem hún spilaði þá tók hana rúmar tvær vikur að jafna sig.“ Þorsteinn Halldórsson þarf að reiða sig á aðra leikmenn en Glódísi í komandi leikjum. Hann kallaði á Elísu Viðarsdóttur inn í landsliðshópinn í hennar stað.Getty/Alex Nicodim Leikir sem skipta sköpum í baráttu um veru í A-deild Ísland hóf keppni í Þjóðadeildinni á tveimur útileikjum og gerði þá markalaust jafntefli við Sviss en tapaði 3-2 gegn Frakklandi. Nú er komið að fyrstu heimaleikjunum en liðið mætir Noregi á föstudag klukkan 16:30 og svo Sviss þriðjudaginn 8. apríl, einnig klukkan 16:30. Báðir leikirnir fara fram á Þróttarvelli vegna framkvæmda sem standa yfir á Laugardalsvelli. Ísland, Frakkland, Noregur og Sviss eru saman í riðli í A-deild og kemst efsta liðið í úrslit keppninnar. Efstu tvö liðin eru örugg um að halda áfram í A-deild, neðsta liðið fellur en liðið í 3. sæti fer í umspil um að halda sér í A-deild. Að leika í A-deild á næstu leiktíð myndi hjálpa Íslandi mikið í baráttunni um að komast á HM 2027.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira