Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. mars 2025 12:24 „Allt eðlilegt fólk er gapandi yfir þessu. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur félagsmaður Sameykis sé sáttur með þetta,“ segir Gunnar, félagi í Sameyki, um biðlaun Þórarins. Facebook/Ívar Fannar Tónlistarmaðurinn Gunnar Lárus Hjálmarsson, eða Dr. Gunni, er æfur yfir starfslokasamningi Þórarins Eyfjörð fyrrverandi formanns Sameykis. Hann spyr hvort stéttarfélög séu til þess eins að mylja undir skrifstofufólk og leysa það út með milljónir í poka. Gunnar birti harðorða Facebook færslu fyrir skömmu þar sem hann lýsir starfslokasamningnum sem ógeðslegum. „Eru allir sem þykjast hugsa um kjör almennings bara að hugsa um rassgatið á sjálfum sér?“ segir Gunnar meðal annars og spyr hvort honum sé skylt að vera í stéttarfélagi. Samningurinn sem um ræðir kvað á um að Þórarinn verði áfram á launum næstu tvö árin og hálft. Heildarupphæð vegna samningsins er tæplega sjötíu milljón krónur sem félagið mun greiða Þórarni. Facebook Fréttastofa hafði samband við Gunnar vegna málsins. Hann segist alla jafna ekki eyða tíma í að pæla í málum sem þessu en þegar dæmin séu orðin svona hrikaleg sé ástæða til að láta í sér heyra. Hann nefnir biðlaunagreiðslu Ragnars Þórs Ingólfssonar þingmanns Flokks Fólksins, sem fékk rúmar tíu milljónir króna greiddar í biðlaun við starfslok sem formaður VR, sér til stuðnings. Stéttarfélög mylji undir „skrifstofulið“ „Það er fáránlegt að svona dæmi séu alltaf að koma upp. Einhverjir karlar sem gefa sig út fyrir að vera einhverjir verkalýðsforkólfar en eru síðan farnir með milljónir í poka,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Þá segist hann eiga eftir að kanna hvort það sé hagstætt fyrir hann að skipta um stéttarfélag. Hvort hann sem launamaður geti jafnvel verið utan stéttarfélags. „Ég er auðvitað búinn að vinna mér inn einhver réttindi þannig að ég veit ekki hvort ég byrji á núlli eða eitthvað færist yfir. [...]. Maður er að borga í þetta mánaðarlega og svo reynir maður að fá einhverja sumarbústaði. Og það gengur sjaldnast.“ Hann veltir því fyrir sér til hvers stéttarfélög eru nú til dags. „Þetta virðist ekki vera til neins nema bara að mylja undir eitthvað skrifstofulið, sem er í tilfelli Þórarins látið fara og er síðan verðlaunað í tvö og hálft ár. Það er spurning hvað maður nennir að taka þátt í því.“ Stéttarfélög Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Skömmu áður en hann var fyrst kjörinn í stjórn VR gagnrýndi Ragnar Þór Ingólfsson, fyrrverandi formaður félagsins, annan fyrrverandi formann harðlega fyrir að þiggja biðlaun. Það var eftir að Gunnar Páll Pálsson tapaði kosningum um embætti formanns VR og fékk sjö milljónir í biðlaun. 26. febrúar 2025 17:48 Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Formaður BSRB segir ekkert eðlilegt við lengd starfslokasamnings fyrrverandi formanns Sameykis, stéttarfélags sem er aðildarfélag BSRB, sem gildir í tvö og hálft ár. Félagsfólk á lágum launum borgi brúsann og fyrrverandi formaður þurfi að eiga það við sjálfan sig hvort hann þiggi launin. 27. mars 2025 12:02 Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Stjórn Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu gerði á síðasta ári starfslokasamning við fyrrverandi formann stéttarfélagsins um að hann verði áfram á launum næstu tvö og hálft ár, rúmum sex mánuðum eftir endurkjör í embætti formanns. Heildarupphæðin vegna samningsins er tæpar sjötíu milljónir sem Sameyki mun greiða. 26. mars 2025 20:51 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Gunnar birti harðorða Facebook færslu fyrir skömmu þar sem hann lýsir starfslokasamningnum sem ógeðslegum. „Eru allir sem þykjast hugsa um kjör almennings bara að hugsa um rassgatið á sjálfum sér?“ segir Gunnar meðal annars og spyr hvort honum sé skylt að vera í stéttarfélagi. Samningurinn sem um ræðir kvað á um að Þórarinn verði áfram á launum næstu tvö árin og hálft. Heildarupphæð vegna samningsins er tæplega sjötíu milljón krónur sem félagið mun greiða Þórarni. Facebook Fréttastofa hafði samband við Gunnar vegna málsins. Hann segist alla jafna ekki eyða tíma í að pæla í málum sem þessu en þegar dæmin séu orðin svona hrikaleg sé ástæða til að láta í sér heyra. Hann nefnir biðlaunagreiðslu Ragnars Þórs Ingólfssonar þingmanns Flokks Fólksins, sem fékk rúmar tíu milljónir króna greiddar í biðlaun við starfslok sem formaður VR, sér til stuðnings. Stéttarfélög mylji undir „skrifstofulið“ „Það er fáránlegt að svona dæmi séu alltaf að koma upp. Einhverjir karlar sem gefa sig út fyrir að vera einhverjir verkalýðsforkólfar en eru síðan farnir með milljónir í poka,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Þá segist hann eiga eftir að kanna hvort það sé hagstætt fyrir hann að skipta um stéttarfélag. Hvort hann sem launamaður geti jafnvel verið utan stéttarfélags. „Ég er auðvitað búinn að vinna mér inn einhver réttindi þannig að ég veit ekki hvort ég byrji á núlli eða eitthvað færist yfir. [...]. Maður er að borga í þetta mánaðarlega og svo reynir maður að fá einhverja sumarbústaði. Og það gengur sjaldnast.“ Hann veltir því fyrir sér til hvers stéttarfélög eru nú til dags. „Þetta virðist ekki vera til neins nema bara að mylja undir eitthvað skrifstofulið, sem er í tilfelli Þórarins látið fara og er síðan verðlaunað í tvö og hálft ár. Það er spurning hvað maður nennir að taka þátt í því.“
Stéttarfélög Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Skömmu áður en hann var fyrst kjörinn í stjórn VR gagnrýndi Ragnar Þór Ingólfsson, fyrrverandi formaður félagsins, annan fyrrverandi formann harðlega fyrir að þiggja biðlaun. Það var eftir að Gunnar Páll Pálsson tapaði kosningum um embætti formanns VR og fékk sjö milljónir í biðlaun. 26. febrúar 2025 17:48 Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Formaður BSRB segir ekkert eðlilegt við lengd starfslokasamnings fyrrverandi formanns Sameykis, stéttarfélags sem er aðildarfélag BSRB, sem gildir í tvö og hálft ár. Félagsfólk á lágum launum borgi brúsann og fyrrverandi formaður þurfi að eiga það við sjálfan sig hvort hann þiggi launin. 27. mars 2025 12:02 Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Stjórn Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu gerði á síðasta ári starfslokasamning við fyrrverandi formann stéttarfélagsins um að hann verði áfram á launum næstu tvö og hálft ár, rúmum sex mánuðum eftir endurkjör í embætti formanns. Heildarupphæðin vegna samningsins er tæpar sjötíu milljónir sem Sameyki mun greiða. 26. mars 2025 20:51 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Skömmu áður en hann var fyrst kjörinn í stjórn VR gagnrýndi Ragnar Þór Ingólfsson, fyrrverandi formaður félagsins, annan fyrrverandi formann harðlega fyrir að þiggja biðlaun. Það var eftir að Gunnar Páll Pálsson tapaði kosningum um embætti formanns VR og fékk sjö milljónir í biðlaun. 26. febrúar 2025 17:48
Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Formaður BSRB segir ekkert eðlilegt við lengd starfslokasamnings fyrrverandi formanns Sameykis, stéttarfélags sem er aðildarfélag BSRB, sem gildir í tvö og hálft ár. Félagsfólk á lágum launum borgi brúsann og fyrrverandi formaður þurfi að eiga það við sjálfan sig hvort hann þiggi launin. 27. mars 2025 12:02
Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Stjórn Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu gerði á síðasta ári starfslokasamning við fyrrverandi formann stéttarfélagsins um að hann verði áfram á launum næstu tvö og hálft ár, rúmum sex mánuðum eftir endurkjör í embætti formanns. Heildarupphæðin vegna samningsins er tæpar sjötíu milljónir sem Sameyki mun greiða. 26. mars 2025 20:51