Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Rafn Ágúst Ragnarsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 27. mars 2025 17:08 Þórarinn Eyfjörð vék úr embætti formanns síðasta haust. Vísir/Ívar Fyrrverandi formaður Sameykis segist ekki verða var við mikla gagnrýni eftir að í ljós kom í aðdraganda aðalfundar félagsins að hann hefði gert starfslokasamning við stjórn félagsins sem kvað á um það að hann verði áfram á launum næstu tvö árin og hálft. Þórarinn Eyfjörð segist sjálfur ekki hafa beðið um þessa upphæð heldur hafi stjórnin lagt fram tillögu um samning sem hún rökstuddi með því að skuldbinding félagsins næði til kjörtímabilsins í heild. Heildarupphæð vegna samningsins er tæplega sjötíu milljón krónur sem félagið mun greiða Þórarni. Sjá einnig: Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Stjórn Sameykis segir að samkvæmt lögum félagsins sé ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp störfum. Að fengnu lögfræðiáliti og með aðkomu sáttamiðlara varð tæplega sjötíu milljón króna starfslokasamningur niðurstaðan. Stjórnarinnar að svara Þórarinn segir að tillaga stjórnar hafi komið honum í opna skjöldu. „Þetta var eitthvað sem þau höfðu unnið og það er þeirra að svara fyrir það hvernig sú vinna fór fram. En allavega var niðurstaðan þessi að þetta var kynnt mér og eftir nokkra íhugun ákvað ég að taka því,“ segir hann. Þórarinn segir að starfslokasamningurinn hafi verið mikið til umræðu á aðalfundi félagsins en án einhlítrar skoðunar. Hefurðu mætt mikilli gagnrýni? „Ég túlka það ekki svo. Ég held að þau sem að sitji aðalfund Sameykis hérna er fólk sem ég er búinn að vera að vinna með í áratugi. Ég er búinn að vinna fyrri félagið í 32 ár að ýmsum flóknum, erfiðum og góðum verkefnum. Þeir kjarasamningar sem félagið er búið að gera á undanförnum árum hafa verið góðir svo ekki sé meira sagt. Ég held að flestir hérna á aðalfundinum þekki til minna verka og hafa ekki verið að gera neinar athugasemdir,“ segir Þórarinn. Fólk geti haft alls konar skoðanir Hann segist ekki líta á samninginn sem uppgjör fyrir vel unnin störf. Hann hefði heldur unnið áfram í þágu félagsins en mat það svo að best væri fyrir félagið og framtíð þess að ganga að tilboði stjórnarinnar. Finnst þér skiljanlegt að sumum blöskri samningurinn? „Ég held að fólk geti haft alls konar skoðanir á því og ég geri ekki neinar athugasemdir við það,“ segir Þórarinn. „Ég held að það hljóti að vera að stjórnin hafi farið vandlega í gegnum það hvað hún var að bjóða og að hún hafi komist að þeirri niðurstöðu eftir þá skoðun sem hún fór í,“ segir hann. Stéttarfélög Vistaskipti Kjaramál Tengdar fréttir Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Stjórn Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu gerði á síðasta ári starfslokasamning við fyrrverandi formann stéttarfélagsins um að hann verði áfram á launum næstu tvö og hálft ár, rúmum sex mánuðum eftir endurkjör í embætti formanns. Heildarupphæðin vegna samningsins er tæpar sjötíu milljónir sem Sameyki mun greiða. 26. mars 2025 20:51 Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar telur starfslokakjör Þórarins Eyfjörð hjá Sameyki blöskranleg. 27. mars 2025 10:22 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Fleiri fréttir Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Sjá meira
Þórarinn Eyfjörð segist sjálfur ekki hafa beðið um þessa upphæð heldur hafi stjórnin lagt fram tillögu um samning sem hún rökstuddi með því að skuldbinding félagsins næði til kjörtímabilsins í heild. Heildarupphæð vegna samningsins er tæplega sjötíu milljón krónur sem félagið mun greiða Þórarni. Sjá einnig: Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Stjórn Sameykis segir að samkvæmt lögum félagsins sé ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp störfum. Að fengnu lögfræðiáliti og með aðkomu sáttamiðlara varð tæplega sjötíu milljón króna starfslokasamningur niðurstaðan. Stjórnarinnar að svara Þórarinn segir að tillaga stjórnar hafi komið honum í opna skjöldu. „Þetta var eitthvað sem þau höfðu unnið og það er þeirra að svara fyrir það hvernig sú vinna fór fram. En allavega var niðurstaðan þessi að þetta var kynnt mér og eftir nokkra íhugun ákvað ég að taka því,“ segir hann. Þórarinn segir að starfslokasamningurinn hafi verið mikið til umræðu á aðalfundi félagsins en án einhlítrar skoðunar. Hefurðu mætt mikilli gagnrýni? „Ég túlka það ekki svo. Ég held að þau sem að sitji aðalfund Sameykis hérna er fólk sem ég er búinn að vera að vinna með í áratugi. Ég er búinn að vinna fyrri félagið í 32 ár að ýmsum flóknum, erfiðum og góðum verkefnum. Þeir kjarasamningar sem félagið er búið að gera á undanförnum árum hafa verið góðir svo ekki sé meira sagt. Ég held að flestir hérna á aðalfundinum þekki til minna verka og hafa ekki verið að gera neinar athugasemdir,“ segir Þórarinn. Fólk geti haft alls konar skoðanir Hann segist ekki líta á samninginn sem uppgjör fyrir vel unnin störf. Hann hefði heldur unnið áfram í þágu félagsins en mat það svo að best væri fyrir félagið og framtíð þess að ganga að tilboði stjórnarinnar. Finnst þér skiljanlegt að sumum blöskri samningurinn? „Ég held að fólk geti haft alls konar skoðanir á því og ég geri ekki neinar athugasemdir við það,“ segir Þórarinn. „Ég held að það hljóti að vera að stjórnin hafi farið vandlega í gegnum það hvað hún var að bjóða og að hún hafi komist að þeirri niðurstöðu eftir þá skoðun sem hún fór í,“ segir hann.
Stéttarfélög Vistaskipti Kjaramál Tengdar fréttir Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Stjórn Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu gerði á síðasta ári starfslokasamning við fyrrverandi formann stéttarfélagsins um að hann verði áfram á launum næstu tvö og hálft ár, rúmum sex mánuðum eftir endurkjör í embætti formanns. Heildarupphæðin vegna samningsins er tæpar sjötíu milljónir sem Sameyki mun greiða. 26. mars 2025 20:51 Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar telur starfslokakjör Þórarins Eyfjörð hjá Sameyki blöskranleg. 27. mars 2025 10:22 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Fleiri fréttir Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Sjá meira
Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Stjórn Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu gerði á síðasta ári starfslokasamning við fyrrverandi formann stéttarfélagsins um að hann verði áfram á launum næstu tvö og hálft ár, rúmum sex mánuðum eftir endurkjör í embætti formanns. Heildarupphæðin vegna samningsins er tæpar sjötíu milljónir sem Sameyki mun greiða. 26. mars 2025 20:51
Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar telur starfslokakjör Þórarins Eyfjörð hjá Sameyki blöskranleg. 27. mars 2025 10:22