Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. mars 2025 12:24 „Allt eðlilegt fólk er gapandi yfir þessu. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur félagsmaður Sameykis sé sáttur með þetta,“ segir Gunnar, félagi í Sameyki, um biðlaun Þórarins. Facebook/Ívar Fannar Tónlistarmaðurinn Gunnar Lárus Hjálmarsson, eða Dr. Gunni, er æfur yfir starfslokasamningi Þórarins Eyfjörð fyrrverandi formanns Sameykis. Hann spyr hvort stéttarfélög séu til þess eins að mylja undir skrifstofufólk og leysa það út með milljónir í poka. Gunnar birti harðorða Facebook færslu fyrir skömmu þar sem hann lýsir starfslokasamningnum sem ógeðslegum. „Eru allir sem þykjast hugsa um kjör almennings bara að hugsa um rassgatið á sjálfum sér?“ segir Gunnar meðal annars og spyr hvort honum sé skylt að vera í stéttarfélagi. Samningurinn sem um ræðir kvað á um að Þórarinn verði áfram á launum næstu tvö árin og hálft. Heildarupphæð vegna samningsins er tæplega sjötíu milljón krónur sem félagið mun greiða Þórarni. Facebook Fréttastofa hafði samband við Gunnar vegna málsins. Hann segist alla jafna ekki eyða tíma í að pæla í málum sem þessu en þegar dæmin séu orðin svona hrikaleg sé ástæða til að láta í sér heyra. Hann nefnir biðlaunagreiðslu Ragnars Þórs Ingólfssonar þingmanns Flokks Fólksins, sem fékk rúmar tíu milljónir króna greiddar í biðlaun við starfslok sem formaður VR, sér til stuðnings. Stéttarfélög mylji undir „skrifstofulið“ „Það er fáránlegt að svona dæmi séu alltaf að koma upp. Einhverjir karlar sem gefa sig út fyrir að vera einhverjir verkalýðsforkólfar en eru síðan farnir með milljónir í poka,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Þá segist hann eiga eftir að kanna hvort það sé hagstætt fyrir hann að skipta um stéttarfélag. Hvort hann sem launamaður geti jafnvel verið utan stéttarfélags. „Ég er auðvitað búinn að vinna mér inn einhver réttindi þannig að ég veit ekki hvort ég byrji á núlli eða eitthvað færist yfir. [...]. Maður er að borga í þetta mánaðarlega og svo reynir maður að fá einhverja sumarbústaði. Og það gengur sjaldnast.“ Hann veltir því fyrir sér til hvers stéttarfélög eru nú til dags. „Þetta virðist ekki vera til neins nema bara að mylja undir eitthvað skrifstofulið, sem er í tilfelli Þórarins látið fara og er síðan verðlaunað í tvö og hálft ár. Það er spurning hvað maður nennir að taka þátt í því.“ Stéttarfélög Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Skömmu áður en hann var fyrst kjörinn í stjórn VR gagnrýndi Ragnar Þór Ingólfsson, fyrrverandi formaður félagsins, annan fyrrverandi formann harðlega fyrir að þiggja biðlaun. Það var eftir að Gunnar Páll Pálsson tapaði kosningum um embætti formanns VR og fékk sjö milljónir í biðlaun. 26. febrúar 2025 17:48 Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Formaður BSRB segir ekkert eðlilegt við lengd starfslokasamnings fyrrverandi formanns Sameykis, stéttarfélags sem er aðildarfélag BSRB, sem gildir í tvö og hálft ár. Félagsfólk á lágum launum borgi brúsann og fyrrverandi formaður þurfi að eiga það við sjálfan sig hvort hann þiggi launin. 27. mars 2025 12:02 Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Stjórn Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu gerði á síðasta ári starfslokasamning við fyrrverandi formann stéttarfélagsins um að hann verði áfram á launum næstu tvö og hálft ár, rúmum sex mánuðum eftir endurkjör í embætti formanns. Heildarupphæðin vegna samningsins er tæpar sjötíu milljónir sem Sameyki mun greiða. 26. mars 2025 20:51 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira
Gunnar birti harðorða Facebook færslu fyrir skömmu þar sem hann lýsir starfslokasamningnum sem ógeðslegum. „Eru allir sem þykjast hugsa um kjör almennings bara að hugsa um rassgatið á sjálfum sér?“ segir Gunnar meðal annars og spyr hvort honum sé skylt að vera í stéttarfélagi. Samningurinn sem um ræðir kvað á um að Þórarinn verði áfram á launum næstu tvö árin og hálft. Heildarupphæð vegna samningsins er tæplega sjötíu milljón krónur sem félagið mun greiða Þórarni. Facebook Fréttastofa hafði samband við Gunnar vegna málsins. Hann segist alla jafna ekki eyða tíma í að pæla í málum sem þessu en þegar dæmin séu orðin svona hrikaleg sé ástæða til að láta í sér heyra. Hann nefnir biðlaunagreiðslu Ragnars Þórs Ingólfssonar þingmanns Flokks Fólksins, sem fékk rúmar tíu milljónir króna greiddar í biðlaun við starfslok sem formaður VR, sér til stuðnings. Stéttarfélög mylji undir „skrifstofulið“ „Það er fáránlegt að svona dæmi séu alltaf að koma upp. Einhverjir karlar sem gefa sig út fyrir að vera einhverjir verkalýðsforkólfar en eru síðan farnir með milljónir í poka,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Þá segist hann eiga eftir að kanna hvort það sé hagstætt fyrir hann að skipta um stéttarfélag. Hvort hann sem launamaður geti jafnvel verið utan stéttarfélags. „Ég er auðvitað búinn að vinna mér inn einhver réttindi þannig að ég veit ekki hvort ég byrji á núlli eða eitthvað færist yfir. [...]. Maður er að borga í þetta mánaðarlega og svo reynir maður að fá einhverja sumarbústaði. Og það gengur sjaldnast.“ Hann veltir því fyrir sér til hvers stéttarfélög eru nú til dags. „Þetta virðist ekki vera til neins nema bara að mylja undir eitthvað skrifstofulið, sem er í tilfelli Þórarins látið fara og er síðan verðlaunað í tvö og hálft ár. Það er spurning hvað maður nennir að taka þátt í því.“
Stéttarfélög Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Skömmu áður en hann var fyrst kjörinn í stjórn VR gagnrýndi Ragnar Þór Ingólfsson, fyrrverandi formaður félagsins, annan fyrrverandi formann harðlega fyrir að þiggja biðlaun. Það var eftir að Gunnar Páll Pálsson tapaði kosningum um embætti formanns VR og fékk sjö milljónir í biðlaun. 26. febrúar 2025 17:48 Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Formaður BSRB segir ekkert eðlilegt við lengd starfslokasamnings fyrrverandi formanns Sameykis, stéttarfélags sem er aðildarfélag BSRB, sem gildir í tvö og hálft ár. Félagsfólk á lágum launum borgi brúsann og fyrrverandi formaður þurfi að eiga það við sjálfan sig hvort hann þiggi launin. 27. mars 2025 12:02 Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Stjórn Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu gerði á síðasta ári starfslokasamning við fyrrverandi formann stéttarfélagsins um að hann verði áfram á launum næstu tvö og hálft ár, rúmum sex mánuðum eftir endurkjör í embætti formanns. Heildarupphæðin vegna samningsins er tæpar sjötíu milljónir sem Sameyki mun greiða. 26. mars 2025 20:51 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Skömmu áður en hann var fyrst kjörinn í stjórn VR gagnrýndi Ragnar Þór Ingólfsson, fyrrverandi formaður félagsins, annan fyrrverandi formann harðlega fyrir að þiggja biðlaun. Það var eftir að Gunnar Páll Pálsson tapaði kosningum um embætti formanns VR og fékk sjö milljónir í biðlaun. 26. febrúar 2025 17:48
Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Formaður BSRB segir ekkert eðlilegt við lengd starfslokasamnings fyrrverandi formanns Sameykis, stéttarfélags sem er aðildarfélag BSRB, sem gildir í tvö og hálft ár. Félagsfólk á lágum launum borgi brúsann og fyrrverandi formaður þurfi að eiga það við sjálfan sig hvort hann þiggi launin. 27. mars 2025 12:02
Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Stjórn Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu gerði á síðasta ári starfslokasamning við fyrrverandi formann stéttarfélagsins um að hann verði áfram á launum næstu tvö og hálft ár, rúmum sex mánuðum eftir endurkjör í embætti formanns. Heildarupphæðin vegna samningsins er tæpar sjötíu milljónir sem Sameyki mun greiða. 26. mars 2025 20:51