„Fall er fararheill“ Jón Þór Stefánsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 26. mars 2025 13:49 Guðmundur Ingi hélt ræðuna umtöluð á sínum fyrsta heila degi í embætti. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson, sem er nýtekin við embætti mennta- og barnamálaráðherra, viðurkennir að ræða hans á opnunarsamkomu leiðtogafundar um menntamál hafi ekki verið nægjanlega góð. Hann segir viðbrögð fólks við ávarpinu eðlileg en ætlar að halda ótrauður áfram. Það var síðastliðinn sunnudag sem Guðmundur tók við embættinu eftir afsögn Ásthildar Lóu Þórsdóttur. Það var síðan daginn eftir, í gær mánudag, sem hann byrjaði daginn á að ávarpa leiðtogafundinn sem fer fram í Hörpu um þessar mundir. Guðmundur segir að tilhugsunin um að stökkva beint í djúpu laugina, að fara í svona stórt verkefni á fyrsta degi, hafi verið nokkuð hrollvekjandi. „Ég skal alveg viðurkenna að ég fékk hálfgerðan hroll þegar ég hugsaði um það að ég færi beint hingað, með fullt af kollegum og kennurum. En eftir á að hyggja þá var þetta það besta sem gat gerst. Því hér fékk ég gífurlegt magn af góðum upplýsingum um mitt starf og hvað er fram undan. Þannig ég er bara guðsfeginn að fá að byrja hér.“ Áðurnefnd ræða Guðmundar var á ensku. Mikil umræða hefur skapast á netinu um enskunnáttu hans í kjölfarið. Sumir segja óviðunandi að ráðherra tali ekki betri ensku, en aðrir hafa sakað þá sem segja það um menntahroka, og finnst eðlilegt að tungumálakunnátta valdafólks sé misgóð. Hvað finnst þér um þessi viðbrögð? „Ósköp eðlileg, vegna þess að ég lenti þarna í vandræðum. Ég skal alveg viðurkenna það. Ég lenti í vandræðum með stafi og ljósið. Þetta var ekki nógu og gott, en fall er fararheill. Ég bara held áfram.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Guðmundur Ingi Kristinsson, sem tók um helgina við embætti mennta- og barnamálráðherra, hefur marga fjöruna sopið. Hann hefur mætt ýmsu mótlæti í gegnum tíðina, slysum sem leiddu til örorku og hefur verið lýst sem „sjálflærðum sérfræðingi“ en hann lauk ekki stúdentsprófi. 25. mars 2025 08:02 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Það var síðastliðinn sunnudag sem Guðmundur tók við embættinu eftir afsögn Ásthildar Lóu Þórsdóttur. Það var síðan daginn eftir, í gær mánudag, sem hann byrjaði daginn á að ávarpa leiðtogafundinn sem fer fram í Hörpu um þessar mundir. Guðmundur segir að tilhugsunin um að stökkva beint í djúpu laugina, að fara í svona stórt verkefni á fyrsta degi, hafi verið nokkuð hrollvekjandi. „Ég skal alveg viðurkenna að ég fékk hálfgerðan hroll þegar ég hugsaði um það að ég færi beint hingað, með fullt af kollegum og kennurum. En eftir á að hyggja þá var þetta það besta sem gat gerst. Því hér fékk ég gífurlegt magn af góðum upplýsingum um mitt starf og hvað er fram undan. Þannig ég er bara guðsfeginn að fá að byrja hér.“ Áðurnefnd ræða Guðmundar var á ensku. Mikil umræða hefur skapast á netinu um enskunnáttu hans í kjölfarið. Sumir segja óviðunandi að ráðherra tali ekki betri ensku, en aðrir hafa sakað þá sem segja það um menntahroka, og finnst eðlilegt að tungumálakunnátta valdafólks sé misgóð. Hvað finnst þér um þessi viðbrögð? „Ósköp eðlileg, vegna þess að ég lenti þarna í vandræðum. Ég skal alveg viðurkenna það. Ég lenti í vandræðum með stafi og ljósið. Þetta var ekki nógu og gott, en fall er fararheill. Ég bara held áfram.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Guðmundur Ingi Kristinsson, sem tók um helgina við embætti mennta- og barnamálráðherra, hefur marga fjöruna sopið. Hann hefur mætt ýmsu mótlæti í gegnum tíðina, slysum sem leiddu til örorku og hefur verið lýst sem „sjálflærðum sérfræðingi“ en hann lauk ekki stúdentsprófi. 25. mars 2025 08:02 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Guðmundur Ingi Kristinsson, sem tók um helgina við embætti mennta- og barnamálráðherra, hefur marga fjöruna sopið. Hann hefur mætt ýmsu mótlæti í gegnum tíðina, slysum sem leiddu til örorku og hefur verið lýst sem „sjálflærðum sérfræðingi“ en hann lauk ekki stúdentsprófi. 25. mars 2025 08:02