Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Kristján Már Unnarsson skrifar 26. mars 2025 11:02 Reynisfjall og Vík í Mýrdal. Jóhann K. Jóhannsson Sveitarfélögin Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Hornafjörður ásamt Summu rekstrarfélagi undirbúa gerð sameiginlegrar viljayfirlýsingar „vegna fjármögnunar á göngum í gegnum Reynisfjall“. Summa rekstrarfélag yrði samstarfsaðili fyrir hönd innviðasjóða í eigu nítján lífeyrissjóða og tryggingafélags. „Markmið þessarar viljayfirlýsingar er að stuðla að framkvæmd ganga í gegnum Reynisfjall, sem munu bæta öryggi samgangna, stytta ferðatíma og stuðla að aukinni hagkvæmni í samgöngukerfi landsins,” segir í drögum að yfirlýsingunni sem verið er að kynna í viðkomandi sveitarstjórnum. Þar segir að Summa lýsi yfir vilja sínum til að vinna með sveitarfélögunum að framgangi verkefnisins, meðal annars með því að koma að fjármögnun þeirra í fyllingu tímans með þeim fyrirvörum sem tilgreindir eru. „Aðilar eru sammála um að verkefnið muni bæta öryggi vegfarenda með því að útrýma hættulegum köflum á núverandi vegi og stytta ferðatíma milli svæða og bæta aðgengi að þjónustu. Auk þess mun verkefnið styðja við efnahagslega uppbyggingu svæðisins og efla ferðaþjónustu auk þess að draga úr umhverfisáhrifum með bættri vegtengingu og skilvirkari akstri,” segir í drögum að yfirlýsingunni. Reynisfjallsgöng eru umdeild meðal Mýrdælinga, eins og fram kom í þessari frétt Stöðvar 2 frá árinu 2019: Í drögum viljayfirlýsingarinnar sem núna er verið að undirbúa segir ennfremur: „Framkvæmdin hefur jákvæð samfélagsleg áhrif út fyrir Mýrdalshrepp og hún myndi þannig ryðja úr vegi helsta farartálma á Suðurlandsvegi og auðvelda öllum þeim sem þurfa að sækja sér þjónustu um langan veg að gera það með öruggum hætti.” Fram kemur að Summa rekstrarfélag hafi starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða. Summa hafi einnig viðbótarstarfsleyfi til eignastýringar og fjárfestingarráðgjafar og hafi um tíu ára skeið rekið innviðasjóði sem hafi það að markmiði að fjárfesta í innviðum á Íslandi. Hluthafar Innviða II séu nítján íslenskir lífeyrissjóðir og eitt tryggingafélag og nemi hlutafé um ellefu milljörðum. Fjárfestingargeta sjóðsins sé þó mun meiri því gert sé ráð fyrir meðfjárfestingum hluthafa í gögnum sjóðsins. Horft til Reynisfjalls. Jarðgangamuninn Víkurmegin kæmi skammt ofan fjörukambsins.Stöð 2/Einar Árnason Samkvæmt drögunum eru hefðbundnir fyrirvarar í viljayfirlýsingunni, svo sem um áreiðanleikakannanir, þar með talið mati á kostnaði við framkvæmdina, og frekari útfærslu á samningum við ríkið og stofnanir þess. Viljayfirlýsingin sé því ekki skuldbindandi. „Horft er til þess íslenska ríkið muni, eftir atvikum, leggja fram fjármagn til undirbúnings og hönnunar verkefnisins, auk hlutfalls af framkvæmdarkostnaði, í samræmi við lög um samgönguverkefni og opinberar framkvæmdir.” Næstu skref geri ráð fyrir því að Summa og sveitarfélögin útfæri nánara samkomulag um framgang verkefnisins. Fundað verði með innviðaráðherra til að kynna og fara yfir málið. Markmiðið sé að grunnundirbúningsvinnu og hagkvæmniathugun verði lokið á árinu 2025. Útlínur framkvæmdar og fjármögnunar liggi fyrir á fyrri hluta 2026 og stefnt sé að því að framkvæmdir hefjist á árinu 2027. Í drögunum kemur fram að gert sé ráð fyrir að eftirtaldir undirriti viljayfirlýsinguna: Sigurgeir Tryggvason, framkvæmdastjóri Summu, Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, Sigurjón Andrésson, sveitarstjóri Hornafjarðar, og Einar Kristján Jónsson, sveitarstjóri Skaftárhrepps. Í þættinum Um land allt árið 2019 um Mýrdalshrepp mátti einnig heyra ólík sjónarmið: Tengd skjöl Viljayfirlýsing_21PDF96KBSækja skjal Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Sveitarfélagið Hornafjörður Jarðgöng á Íslandi Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Ferðaþjónusta Um land allt Tengdar fréttir Byrjaðir á hringtorginu sem tengir Vík við jarðgöngin um Reynisfjall Nýtt hringtorg sem byrjað er að gera í Vík í Mýrdal er um leið fyrsti áfanginn að tengingu við fyrirhuguð jarðgöng í gegnum Reynisfjall. Alþingi samþykkti á dögunum ný lög sem heimila ríkissjóði að semja við einkaaðila um jarðgöngin. 15. júlí 2020 20:41 Reynisfjallsgöng sett inn á aðalskipulag í óþökk landeigenda Við landeigendur vorum mjög ósáttir þegar þetta var sett inn í aðalskipulag og það var gert í óþökk allra landeigenda hér, segir Guðni Einarsson, bóndi í Reynishverfi í Mýrdal. 1. desember 2019 10:59 Segja rangt að allir landeigendur séu á móti Reynisfjallsgöngum "Það er alls ekki rétt að allir hlutaðeigandi landeigendur séu á móti verkinu,“ segir Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps. 1. desember 2019 15:30 Samgönguáætlun boðar að næstu jarðgöng verði í gegnum Reynisfjall Tólfhundruð metra löng jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru komin á dagskrá næstu fimm ára samgönguáætlunar, árin 2020-2024, sem birt var á Alþingi í dag. 30. nóvember 2019 20:15 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
„Markmið þessarar viljayfirlýsingar er að stuðla að framkvæmd ganga í gegnum Reynisfjall, sem munu bæta öryggi samgangna, stytta ferðatíma og stuðla að aukinni hagkvæmni í samgöngukerfi landsins,” segir í drögum að yfirlýsingunni sem verið er að kynna í viðkomandi sveitarstjórnum. Þar segir að Summa lýsi yfir vilja sínum til að vinna með sveitarfélögunum að framgangi verkefnisins, meðal annars með því að koma að fjármögnun þeirra í fyllingu tímans með þeim fyrirvörum sem tilgreindir eru. „Aðilar eru sammála um að verkefnið muni bæta öryggi vegfarenda með því að útrýma hættulegum köflum á núverandi vegi og stytta ferðatíma milli svæða og bæta aðgengi að þjónustu. Auk þess mun verkefnið styðja við efnahagslega uppbyggingu svæðisins og efla ferðaþjónustu auk þess að draga úr umhverfisáhrifum með bættri vegtengingu og skilvirkari akstri,” segir í drögum að yfirlýsingunni. Reynisfjallsgöng eru umdeild meðal Mýrdælinga, eins og fram kom í þessari frétt Stöðvar 2 frá árinu 2019: Í drögum viljayfirlýsingarinnar sem núna er verið að undirbúa segir ennfremur: „Framkvæmdin hefur jákvæð samfélagsleg áhrif út fyrir Mýrdalshrepp og hún myndi þannig ryðja úr vegi helsta farartálma á Suðurlandsvegi og auðvelda öllum þeim sem þurfa að sækja sér þjónustu um langan veg að gera það með öruggum hætti.” Fram kemur að Summa rekstrarfélag hafi starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða. Summa hafi einnig viðbótarstarfsleyfi til eignastýringar og fjárfestingarráðgjafar og hafi um tíu ára skeið rekið innviðasjóði sem hafi það að markmiði að fjárfesta í innviðum á Íslandi. Hluthafar Innviða II séu nítján íslenskir lífeyrissjóðir og eitt tryggingafélag og nemi hlutafé um ellefu milljörðum. Fjárfestingargeta sjóðsins sé þó mun meiri því gert sé ráð fyrir meðfjárfestingum hluthafa í gögnum sjóðsins. Horft til Reynisfjalls. Jarðgangamuninn Víkurmegin kæmi skammt ofan fjörukambsins.Stöð 2/Einar Árnason Samkvæmt drögunum eru hefðbundnir fyrirvarar í viljayfirlýsingunni, svo sem um áreiðanleikakannanir, þar með talið mati á kostnaði við framkvæmdina, og frekari útfærslu á samningum við ríkið og stofnanir þess. Viljayfirlýsingin sé því ekki skuldbindandi. „Horft er til þess íslenska ríkið muni, eftir atvikum, leggja fram fjármagn til undirbúnings og hönnunar verkefnisins, auk hlutfalls af framkvæmdarkostnaði, í samræmi við lög um samgönguverkefni og opinberar framkvæmdir.” Næstu skref geri ráð fyrir því að Summa og sveitarfélögin útfæri nánara samkomulag um framgang verkefnisins. Fundað verði með innviðaráðherra til að kynna og fara yfir málið. Markmiðið sé að grunnundirbúningsvinnu og hagkvæmniathugun verði lokið á árinu 2025. Útlínur framkvæmdar og fjármögnunar liggi fyrir á fyrri hluta 2026 og stefnt sé að því að framkvæmdir hefjist á árinu 2027. Í drögunum kemur fram að gert sé ráð fyrir að eftirtaldir undirriti viljayfirlýsinguna: Sigurgeir Tryggvason, framkvæmdastjóri Summu, Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, Sigurjón Andrésson, sveitarstjóri Hornafjarðar, og Einar Kristján Jónsson, sveitarstjóri Skaftárhrepps. Í þættinum Um land allt árið 2019 um Mýrdalshrepp mátti einnig heyra ólík sjónarmið: Tengd skjöl Viljayfirlýsing_21PDF96KBSækja skjal
Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Sveitarfélagið Hornafjörður Jarðgöng á Íslandi Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Ferðaþjónusta Um land allt Tengdar fréttir Byrjaðir á hringtorginu sem tengir Vík við jarðgöngin um Reynisfjall Nýtt hringtorg sem byrjað er að gera í Vík í Mýrdal er um leið fyrsti áfanginn að tengingu við fyrirhuguð jarðgöng í gegnum Reynisfjall. Alþingi samþykkti á dögunum ný lög sem heimila ríkissjóði að semja við einkaaðila um jarðgöngin. 15. júlí 2020 20:41 Reynisfjallsgöng sett inn á aðalskipulag í óþökk landeigenda Við landeigendur vorum mjög ósáttir þegar þetta var sett inn í aðalskipulag og það var gert í óþökk allra landeigenda hér, segir Guðni Einarsson, bóndi í Reynishverfi í Mýrdal. 1. desember 2019 10:59 Segja rangt að allir landeigendur séu á móti Reynisfjallsgöngum "Það er alls ekki rétt að allir hlutaðeigandi landeigendur séu á móti verkinu,“ segir Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps. 1. desember 2019 15:30 Samgönguáætlun boðar að næstu jarðgöng verði í gegnum Reynisfjall Tólfhundruð metra löng jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru komin á dagskrá næstu fimm ára samgönguáætlunar, árin 2020-2024, sem birt var á Alþingi í dag. 30. nóvember 2019 20:15 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Byrjaðir á hringtorginu sem tengir Vík við jarðgöngin um Reynisfjall Nýtt hringtorg sem byrjað er að gera í Vík í Mýrdal er um leið fyrsti áfanginn að tengingu við fyrirhuguð jarðgöng í gegnum Reynisfjall. Alþingi samþykkti á dögunum ný lög sem heimila ríkissjóði að semja við einkaaðila um jarðgöngin. 15. júlí 2020 20:41
Reynisfjallsgöng sett inn á aðalskipulag í óþökk landeigenda Við landeigendur vorum mjög ósáttir þegar þetta var sett inn í aðalskipulag og það var gert í óþökk allra landeigenda hér, segir Guðni Einarsson, bóndi í Reynishverfi í Mýrdal. 1. desember 2019 10:59
Segja rangt að allir landeigendur séu á móti Reynisfjallsgöngum "Það er alls ekki rétt að allir hlutaðeigandi landeigendur séu á móti verkinu,“ segir Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps. 1. desember 2019 15:30
Samgönguáætlun boðar að næstu jarðgöng verði í gegnum Reynisfjall Tólfhundruð metra löng jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru komin á dagskrá næstu fimm ára samgönguáætlunar, árin 2020-2024, sem birt var á Alþingi í dag. 30. nóvember 2019 20:15