Vill fartölvu í fangelsið Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2025 22:17 Luigi Mangione i dómsal í New York í febrúar. AP/Steven Hirsch Luigi Mangione, sem grunaður er um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, á götu úti í New York, vill hafa fartölvu í fangelsinu. Hann situr í alríkisfangelsi í New York en hann hefur verið ákærður fyrir morð og framkvæmd hryðjuverks. Mangione, sem er 26 ára gamall, sat fyrir Thompson fyrir utan hótel í New York í desember þar sem forstjórinn var að halda fjárfestaráðstefnu. Hann hefur lýst yfir sakleysi sínu gegn ákæru í New York en hann stendur einnig frammi fyrir alríkisákæru þar sem hann gæti verið dæmdur til dauða, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þar að auki hefur hann verið ákærður fyrir skjalafals og vopnaburð í Pennsylvaínu, þar sem hann var handtekinn nokkrum dögum eftir morðið. Enn sem komið er hefur Mangione eingöngu tekið afstöðu til ákæranna í New York. Sjá einnig: Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Margir Bandaríkjamenn virðast líta á Mangione sem hetju og hefur fólk gefið peninga í varnarsjóð hans, mætt í dómsal til að styðja hann og sent honum bréf. Sjá einnig: Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Lögmenn hans lögðu fram kröfu í gær um að hann fengi fartölvu til að geta farið betur yfir gögn málsins fyrir réttarhöldin. Um er að ræða mikið magn skjala, myndbanda og annarra gagna. Alls eru þetta rúmlega fimmtán þúsund blaðsíður af skjölum og lögmennirnir segja að þeir fái ekki nægilega mikinn tíma með Mangione svo hann geti undirbúið sig almennilega fyrir réttarhöldin. Þess vegna þurfi hann að geta farið yfir gögnin utan heimsóknartíma. Samkvæmt frétt CNN hafa sambærilegar kröfur verið samþykktar í öðrum svipuðum málum. Saksóknarar í málinu hafa mótmælt kröfunni og hafa þeir samkvæmt lögmönnum Mangione vísað til þess að vitnum í málinu hafi verið hótað. Lögmennirnir segja að Mangione muni ekki geta tengst netinu í tölvunni, spilað leiki eða gert nokkuð annað en að skoða gögn málsins. Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Sjá meira
Mangione, sem er 26 ára gamall, sat fyrir Thompson fyrir utan hótel í New York í desember þar sem forstjórinn var að halda fjárfestaráðstefnu. Hann hefur lýst yfir sakleysi sínu gegn ákæru í New York en hann stendur einnig frammi fyrir alríkisákæru þar sem hann gæti verið dæmdur til dauða, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þar að auki hefur hann verið ákærður fyrir skjalafals og vopnaburð í Pennsylvaínu, þar sem hann var handtekinn nokkrum dögum eftir morðið. Enn sem komið er hefur Mangione eingöngu tekið afstöðu til ákæranna í New York. Sjá einnig: Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Margir Bandaríkjamenn virðast líta á Mangione sem hetju og hefur fólk gefið peninga í varnarsjóð hans, mætt í dómsal til að styðja hann og sent honum bréf. Sjá einnig: Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Lögmenn hans lögðu fram kröfu í gær um að hann fengi fartölvu til að geta farið betur yfir gögn málsins fyrir réttarhöldin. Um er að ræða mikið magn skjala, myndbanda og annarra gagna. Alls eru þetta rúmlega fimmtán þúsund blaðsíður af skjölum og lögmennirnir segja að þeir fái ekki nægilega mikinn tíma með Mangione svo hann geti undirbúið sig almennilega fyrir réttarhöldin. Þess vegna þurfi hann að geta farið yfir gögnin utan heimsóknartíma. Samkvæmt frétt CNN hafa sambærilegar kröfur verið samþykktar í öðrum svipuðum málum. Saksóknarar í málinu hafa mótmælt kröfunni og hafa þeir samkvæmt lögmönnum Mangione vísað til þess að vitnum í málinu hafi verið hótað. Lögmennirnir segja að Mangione muni ekki geta tengst netinu í tölvunni, spilað leiki eða gert nokkuð annað en að skoða gögn málsins.
Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Sjá meira