Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 25. mars 2025 20:15 Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar. Samsett/Vilhelm Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar segja breytingar á lögum um veiðigjöld annars vegar stórfelldar skattahækkanir og hins vegar gjöld fyrir afnot af þjóðareign. „Ef að þetta er þannig að á síðasta ári hafi verið greitt tíu milljörðum of lítið verið greitt í veiðigjöld miðað við það sem eðlilegt er. Hugsum okkur þá alla milljarða tugina sem að ekki hafa runnið inn í ríkissjóð sem sanngjarnt gjald af þessari auðlind,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynntu í dag drög að lagabreytingum á lögum um veiðigjöld en með þessum breytingum geta gjöldin tvöfaldast. „Þetta eru þá milljarða tugir hefðu getað meðal annars farið í að efla innviði á landsbyggðinni og það er einmitt hugsunin á bak við þetta mál að það að einhverjum hluti renni til þeirra staða sem verðmætin verða til,“ segir Sigmar. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndi áformin harkalega. Tekjur sveitarfélaga frá sjávarútvegsfyrirtækjum muni dragast saman og hafa veruleg áhrif á landsbyggðina ásamt því að fiskur yrði sendur óunnin úr landi í verulegum mæli. „Þetta er leiðrétting og löngu löngu tímabært,“ segir Sigmar. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, er ekki sammála um sé að ræða leiðréttingar. „Hér er verið að nota ákveðið orðagjálfur eins og leiðréttingu um stórfelldar skattahækkanir á eina mikilvægustu atvinnugreinina sem að íslensk samfélag á og er mikið undir að gangi vel og skili sínu til samfélagsins,“ segir hún. „Ég vil taka fram það skiptir máli að það sé mikil sátt við sjávarútveginn og reglur eru mannanna verk og það er sjálfsagt að breyta þeim á skynsaman hátt en við höfum réttmætar áhyggjur af því að hér sé verið að fara allt of bratt í þessi áform. Undir er þessi grundvallaratvinnugrein, jafnvægi í henni, samkeppnishæfni hennar svo hún geti skilað sínu til samfélagsins og það geti haldið áfram með þau lífsgæði sem við erum svo heppin að búa yfir. Þannig að hér segjum við þvert á móti að hér þurfi að stíga mjög varlega og vandvirkt til verka því hér er mikið í húfi.“ Sigmar var ekki sammála Hildi að um væri að ræða skattahækkanir. „Það er verið að fá afnot af því sem að þjóðin á saman, þetta er gjaldtaka fyrir það sem að þjóðin á saman. Þetta er ekki skattahækkun, þetta er allt annað heldur en skattahækkun. Þetta er búið að vera mikil umræða, talandi um sátt í sjávarútveginum, en það er þetta sem hefur komið í veg fyrir það að það sé sátt um sjávarútveginn á Íslandi og það er löngu tímabært að stíga þetta skref.“ Sjávarútvegur Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áform ríkisstjórnarinnar um breytingu á veiðigjöldum harðlega. Áformin hafa ekki verið kynnt en samtökin segja þau fela í sér tvöföldun veiðigjalds. „Það er þungur róður fram undan.“ 25. mars 2025 11:48 Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Atvinnuvegaráðherra segir boðaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds vera mikið réttlætismál. Breytingarnar muni allt að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áformin harðlega. 25. mars 2025 13:53 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
„Ef að þetta er þannig að á síðasta ári hafi verið greitt tíu milljörðum of lítið verið greitt í veiðigjöld miðað við það sem eðlilegt er. Hugsum okkur þá alla milljarða tugina sem að ekki hafa runnið inn í ríkissjóð sem sanngjarnt gjald af þessari auðlind,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynntu í dag drög að lagabreytingum á lögum um veiðigjöld en með þessum breytingum geta gjöldin tvöfaldast. „Þetta eru þá milljarða tugir hefðu getað meðal annars farið í að efla innviði á landsbyggðinni og það er einmitt hugsunin á bak við þetta mál að það að einhverjum hluti renni til þeirra staða sem verðmætin verða til,“ segir Sigmar. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndi áformin harkalega. Tekjur sveitarfélaga frá sjávarútvegsfyrirtækjum muni dragast saman og hafa veruleg áhrif á landsbyggðina ásamt því að fiskur yrði sendur óunnin úr landi í verulegum mæli. „Þetta er leiðrétting og löngu löngu tímabært,“ segir Sigmar. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, er ekki sammála um sé að ræða leiðréttingar. „Hér er verið að nota ákveðið orðagjálfur eins og leiðréttingu um stórfelldar skattahækkanir á eina mikilvægustu atvinnugreinina sem að íslensk samfélag á og er mikið undir að gangi vel og skili sínu til samfélagsins,“ segir hún. „Ég vil taka fram það skiptir máli að það sé mikil sátt við sjávarútveginn og reglur eru mannanna verk og það er sjálfsagt að breyta þeim á skynsaman hátt en við höfum réttmætar áhyggjur af því að hér sé verið að fara allt of bratt í þessi áform. Undir er þessi grundvallaratvinnugrein, jafnvægi í henni, samkeppnishæfni hennar svo hún geti skilað sínu til samfélagsins og það geti haldið áfram með þau lífsgæði sem við erum svo heppin að búa yfir. Þannig að hér segjum við þvert á móti að hér þurfi að stíga mjög varlega og vandvirkt til verka því hér er mikið í húfi.“ Sigmar var ekki sammála Hildi að um væri að ræða skattahækkanir. „Það er verið að fá afnot af því sem að þjóðin á saman, þetta er gjaldtaka fyrir það sem að þjóðin á saman. Þetta er ekki skattahækkun, þetta er allt annað heldur en skattahækkun. Þetta er búið að vera mikil umræða, talandi um sátt í sjávarútveginum, en það er þetta sem hefur komið í veg fyrir það að það sé sátt um sjávarútveginn á Íslandi og það er löngu tímabært að stíga þetta skref.“
Sjávarútvegur Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áform ríkisstjórnarinnar um breytingu á veiðigjöldum harðlega. Áformin hafa ekki verið kynnt en samtökin segja þau fela í sér tvöföldun veiðigjalds. „Það er þungur róður fram undan.“ 25. mars 2025 11:48 Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Atvinnuvegaráðherra segir boðaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds vera mikið réttlætismál. Breytingarnar muni allt að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áformin harðlega. 25. mars 2025 13:53 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áform ríkisstjórnarinnar um breytingu á veiðigjöldum harðlega. Áformin hafa ekki verið kynnt en samtökin segja þau fela í sér tvöföldun veiðigjalds. „Það er þungur róður fram undan.“ 25. mars 2025 11:48
Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Atvinnuvegaráðherra segir boðaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds vera mikið réttlætismál. Breytingarnar muni allt að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áformin harðlega. 25. mars 2025 13:53